Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 11:09 Glódís Perla í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. Í gær greindi Vísir frá því að hin 25 ára gamla Glódís Perla væri mögulega á leið til Bayern en þáverandi lið hennar Rosengård hafði staðfest að hún væri á förum frá liðinu. Nú hefur Bayern staðfest komu Glódísar Perlu. Glódís Perla verður annar Íslendingurinn í herbúðum Þýskalandsmeistaranna en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea tekur vafalítið vel á móti Glódísi Perlu í München.Vísir/Sigurjón Bayern hafði naumlega betur gegn Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Liðið endaði með 61 stig en fyrrum lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða endaði með 59 stig. Bayern fékk aðeins á sig níu mörk í 22 leikjum og ljóst að Glódís Perla á að gera frábæra vörn enn betri. Bayern beið lægri hlut gegn Wolfsburg í undanúrslitum bikarkeppninnar og þá datt liðið út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea. Herzlich willkommen in München, Glódís! Der @FCBayern verpflichtet die isländische Nationalspielerin Glódís #Viggósdóttir vom FC Rosengård. Alle Infos https://t.co/rDptEYKoe2#MiaSanMia pic.twitter.com/cshYoMhcRV— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 Glódís Perla er 26 ára og á að baki 93 landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk. Hún lék með HK/Víking hér á landi ásamt því að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni árin 2013 og 2014 áður en hún hélt til Svíþjóðar ári síðar. Þar lék hún með Eskilstuna áður en hún samdi við Rosengård árið 2017. Hún hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli og er komin í eitt stærsta lið Evrópu. Glódís er spennt fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Þá þakkaði Glódís fólkinu hjá Rosengård og í Malmö kærlega fyrir undanfarin fjögur ár. Malmö sé orðið hennar annað heimili. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að hin 25 ára gamla Glódís Perla væri mögulega á leið til Bayern en þáverandi lið hennar Rosengård hafði staðfest að hún væri á förum frá liðinu. Nú hefur Bayern staðfest komu Glódísar Perlu. Glódís Perla verður annar Íslendingurinn í herbúðum Þýskalandsmeistaranna en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea tekur vafalítið vel á móti Glódísi Perlu í München.Vísir/Sigurjón Bayern hafði naumlega betur gegn Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Liðið endaði með 61 stig en fyrrum lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða endaði með 59 stig. Bayern fékk aðeins á sig níu mörk í 22 leikjum og ljóst að Glódís Perla á að gera frábæra vörn enn betri. Bayern beið lægri hlut gegn Wolfsburg í undanúrslitum bikarkeppninnar og þá datt liðið út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea. Herzlich willkommen in München, Glódís! Der @FCBayern verpflichtet die isländische Nationalspielerin Glódís #Viggósdóttir vom FC Rosengård. Alle Infos https://t.co/rDptEYKoe2#MiaSanMia pic.twitter.com/cshYoMhcRV— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 Glódís Perla er 26 ára og á að baki 93 landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk. Hún lék með HK/Víking hér á landi ásamt því að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni árin 2013 og 2014 áður en hún hélt til Svíþjóðar ári síðar. Þar lék hún með Eskilstuna áður en hún samdi við Rosengård árið 2017. Hún hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli og er komin í eitt stærsta lið Evrópu. Glódís er spennt fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Þá þakkaði Glódís fólkinu hjá Rosengård og í Malmö kærlega fyrir undanfarin fjögur ár. Malmö sé orðið hennar annað heimili. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla)
Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira