Klassíkin: Star Wars - Knights of the Old Republic Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 08:46 Bastila Shan í átökum við Mandalorian hermann. Star Wars Þeir eru fáir Star Wars leikirnir, sem hafa notið jafn mikilla vinsælda og Star Wars: Knights of the Old Republic (KotOR) og það er ekki að ástæðulausu. Ég er persónulega ekki frá því að KotOR sé besti Star Wars leikurinn og inniheldur eitt besta tölvuleikjatvist sögunnar. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef spilað hann í gegnum árin. Eins og alltaf í Star Wars gerist leikurinn í fjarlægri stjörnuþoku fyrir mörgum, mörgum árum. Leikurinn gerist á tímum gamla lýðveldisins, sem er löngu áður en Luke Skywalker og félagar eru að dandalast í stjörnuþokunni. Hinir víðfrægu stríðsmenn, Mandalorians, gerðu nýverið innrás í stjörnuþokuna og fóru eins og engisprettufaraldur um ystu pláneturnar sem þar má finna. Bæði leiðtogar Lýðveldisins og Jedi-reglunnar héldu höndum sínum að sér og vilja afla meiri upplýsinga áður en þeir draga Lýðveldið inn í stríðið. Bzzzzzht.Star Wars Riddararnir Revan og Malak eru þó ekki á þeim buxunum. Þeir safna öðrum riddurum og lærlingum, auk hermanna og herskipa og mæta Mandalorian-stríðsmönnunum í orrustu. Að endingu vinna þeir. Þá hverfa Revan og Malak en snúa aftur nokkru seinna og þá sem Sith-riddarar og gera sína eigin árás á Lýðveldið. Revan, sem er mögulega besta persónan sem sköpuð var í hinum gríðarlega stóra Star Wars heimi, er svo felldur í umsátri Jedi-riddara og Malak tekur við stjórn flotans. Á þeim tímapunkti stíga spilarar í spor almenns hermanns í flota Lýðveldisins sem er með tengingu við Máttinn og fær þjálfun sem Jedi-riddari. KotOR er hlutverkaleikur í anda D&D og spilarar geta smíðað eigin persónu og byggt hana upp eftir eigin hentisemi og áhuga. Sem sérfræðingar í að sveifla geislasverði eða meistarar í að beita Mættinum og sömuleiðis sem góðir eða vondir karlar og konur. KotOR var gerður af Bioware, þegar Bioware var Bioware, og var gefinn út árið 2003. Bardagar KotOR og persónusköpun fylgir sömu reglum og Dungeons and Dragons hlutverkaspilið.Star Wars KotOR2: The Sith Lords, eftir Obsidian Entertainment, var gefinn út í lok árs 2004 og til stóð að gera þriðja leikinn en hætt var við framleiðslu hans. Aðdáendur KotOR hafa lengi beðið eftir nýjum sambærilegum leik en LucasFilm og nú Disney hafa ekki orðið við því, enn sem komið er. Í staðinn var gefinn út fjölspilunarleikurinn Star Wars: The Old Republic, sem hefur þó ekki fangað sömu stemningu og upprunalegu leikirnir. Sá leikur sem hefur komist næst því er líklega Star Wars Jedi: Fallen Order. Það er þó ekki hlutverkaleikur (RPG) eins og SWKOTOR var. Eðli málsins samkvæmt getur maður spilað KotOR sem Sith (Vondur karl með geislasverð) en það hefur aldrei reynst mér auðvelt. Stundum hefur mér fundist líkamlega erfitt að vera vondur í þessum leik og þá sérstaklega í samskiptum við eina tiltekna veru og börn sem eru að níðast á henni. Snemma í leiknum rekst maður á Ithorian sem börn eru að áreita og níðast á. Hann er frekar aumkunarverður og getur engar varnir veitt en honum til varnar eru þessi börn mega drullusokkar. Sko, MEGA drullusokkar og það sama má segja um yfirvöld Taris. Fyrst þegar ég spilaði þennan leik var ég bara krakki í Menntaskólanum að Laugarvatni og er bara svo vel upp alinn að ég þurfti að koma geimverunni til bjargar. Í seinni skipti sem ég hef spilað þennan leik, hefur mér sömuleiðis gengið illa að vera vondur við hann, jafnvel þó ég sé að reyna að spila Sith. Ætli þetta sé ekki einhvers konar hrós til mömmu varðandi það að ég er augljóslega fáránlega vel upp alinn. Myndbandið hér að neðan sýnir hvað þessir krakkar eru fáránlega miklir drullusokkar. Að spila KotOR núna er í raun mun betra en það var í gamla daga þar sem hægt er að nálgast uppfærslur og modda fyrir leikinn sem gera hann bæði betri og láta hann rúlla betur í tölvum nútímans. Fregnir hafa þó borist af því að verið sé að uppfæra (remaster) leikinn. Hingað til hafa það þó að mestu verið orðrómar, sem eiga eflaust eftir að reynast innihaldslausir. Ég verð eiginlega bara reiður við að hugsa um það. Þá er einnig hægt að spila bæði KotOR eitt og tvö í símum, sem mér þykir þó ekki nærri því jafn gott. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef spilað hann í gegnum árin. Eins og alltaf í Star Wars gerist leikurinn í fjarlægri stjörnuþoku fyrir mörgum, mörgum árum. Leikurinn gerist á tímum gamla lýðveldisins, sem er löngu áður en Luke Skywalker og félagar eru að dandalast í stjörnuþokunni. Hinir víðfrægu stríðsmenn, Mandalorians, gerðu nýverið innrás í stjörnuþokuna og fóru eins og engisprettufaraldur um ystu pláneturnar sem þar má finna. Bæði leiðtogar Lýðveldisins og Jedi-reglunnar héldu höndum sínum að sér og vilja afla meiri upplýsinga áður en þeir draga Lýðveldið inn í stríðið. Bzzzzzht.Star Wars Riddararnir Revan og Malak eru þó ekki á þeim buxunum. Þeir safna öðrum riddurum og lærlingum, auk hermanna og herskipa og mæta Mandalorian-stríðsmönnunum í orrustu. Að endingu vinna þeir. Þá hverfa Revan og Malak en snúa aftur nokkru seinna og þá sem Sith-riddarar og gera sína eigin árás á Lýðveldið. Revan, sem er mögulega besta persónan sem sköpuð var í hinum gríðarlega stóra Star Wars heimi, er svo felldur í umsátri Jedi-riddara og Malak tekur við stjórn flotans. Á þeim tímapunkti stíga spilarar í spor almenns hermanns í flota Lýðveldisins sem er með tengingu við Máttinn og fær þjálfun sem Jedi-riddari. KotOR er hlutverkaleikur í anda D&D og spilarar geta smíðað eigin persónu og byggt hana upp eftir eigin hentisemi og áhuga. Sem sérfræðingar í að sveifla geislasverði eða meistarar í að beita Mættinum og sömuleiðis sem góðir eða vondir karlar og konur. KotOR var gerður af Bioware, þegar Bioware var Bioware, og var gefinn út árið 2003. Bardagar KotOR og persónusköpun fylgir sömu reglum og Dungeons and Dragons hlutverkaspilið.Star Wars KotOR2: The Sith Lords, eftir Obsidian Entertainment, var gefinn út í lok árs 2004 og til stóð að gera þriðja leikinn en hætt var við framleiðslu hans. Aðdáendur KotOR hafa lengi beðið eftir nýjum sambærilegum leik en LucasFilm og nú Disney hafa ekki orðið við því, enn sem komið er. Í staðinn var gefinn út fjölspilunarleikurinn Star Wars: The Old Republic, sem hefur þó ekki fangað sömu stemningu og upprunalegu leikirnir. Sá leikur sem hefur komist næst því er líklega Star Wars Jedi: Fallen Order. Það er þó ekki hlutverkaleikur (RPG) eins og SWKOTOR var. Eðli málsins samkvæmt getur maður spilað KotOR sem Sith (Vondur karl með geislasverð) en það hefur aldrei reynst mér auðvelt. Stundum hefur mér fundist líkamlega erfitt að vera vondur í þessum leik og þá sérstaklega í samskiptum við eina tiltekna veru og börn sem eru að níðast á henni. Snemma í leiknum rekst maður á Ithorian sem börn eru að áreita og níðast á. Hann er frekar aumkunarverður og getur engar varnir veitt en honum til varnar eru þessi börn mega drullusokkar. Sko, MEGA drullusokkar og það sama má segja um yfirvöld Taris. Fyrst þegar ég spilaði þennan leik var ég bara krakki í Menntaskólanum að Laugarvatni og er bara svo vel upp alinn að ég þurfti að koma geimverunni til bjargar. Í seinni skipti sem ég hef spilað þennan leik, hefur mér sömuleiðis gengið illa að vera vondur við hann, jafnvel þó ég sé að reyna að spila Sith. Ætli þetta sé ekki einhvers konar hrós til mömmu varðandi það að ég er augljóslega fáránlega vel upp alinn. Myndbandið hér að neðan sýnir hvað þessir krakkar eru fáránlega miklir drullusokkar. Að spila KotOR núna er í raun mun betra en það var í gamla daga þar sem hægt er að nálgast uppfærslur og modda fyrir leikinn sem gera hann bæði betri og láta hann rúlla betur í tölvum nútímans. Fregnir hafa þó borist af því að verið sé að uppfæra (remaster) leikinn. Hingað til hafa það þó að mestu verið orðrómar, sem eiga eflaust eftir að reynast innihaldslausir. Ég verð eiginlega bara reiður við að hugsa um það. Þá er einnig hægt að spila bæði KotOR eitt og tvö í símum, sem mér þykir þó ekki nærri því jafn gott.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira