Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 09:01 Rio Ferdinand fannst Gareth Southgate vera of seinn að skipta inn á í úrslitaleik EM. getty/Robbie Jay Barratt Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum í fyrradag. Englendingar komust yfir strax á 2. mínútu með marki Lukes Shaw og léku vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni misstu þeir tökin á leiknum og Leonardo Bonucci jafnaði fyrir Ítali. Úrslitin réðust á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur, 3-2. Ferdinand segir að Southgate hafi verið of lengi að skipta inn á í úrslitaleiknum og Roberto Mancini, þjálfari ítalska liðsins, hafi einfaldlega skákað og mátað hann. „Mancini notaði hálfleikinn betur en Southgate. Þeir náðu heljartaki á leiknum og við vorum fastir inni á eigin vallarhelmingi,“ sagði Ferdinand. Hann vildi sjá ferska leikmenn koma inn á þegar Ítalir voru með yfirhöndina, til að reyna að breyta gangi mála. „Við höfum hrósað þjálfaranum í hástert fyrir breytingarnar sem hann gerði á mótinu, bæði á liðsskipan og leikkerfi, en í þessum leik klikkaði hann á því sviði. Þegar þeir skoruðu voru þeir með vindinn í bakið. Þá fannst mér, og það er auðvelt að vera vitur eftir á, hann eiga að skipta [Jack] Grealish, [Jadon] Sancho eða [Marcus] Rashford inn á,“ sagði Ferdinand. „Allt mótið höfum við talað um að okkar mesti styrkleiki sé breiddin í hópnum, að liðið veikist ekki við skiptingar og varamennirnir komi með eitthvað nýtt að borðinu en þeim var ekki leyft að gera það í stærsta leiknum. Þeir gerðu það í öllum öðrum leikjum en í stærsta leiknum virtist Southgate frjósa og hugsa: förum með þetta í vítakeppni og vonum það besta.“ Southgate hefur komið enska liðinu í undanúrslit á tveimur stórmótum í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu þess. Englendingar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrsta sigri á stórmóti síðan 1966. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira
England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum í fyrradag. Englendingar komust yfir strax á 2. mínútu með marki Lukes Shaw og léku vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni misstu þeir tökin á leiknum og Leonardo Bonucci jafnaði fyrir Ítali. Úrslitin réðust á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur, 3-2. Ferdinand segir að Southgate hafi verið of lengi að skipta inn á í úrslitaleiknum og Roberto Mancini, þjálfari ítalska liðsins, hafi einfaldlega skákað og mátað hann. „Mancini notaði hálfleikinn betur en Southgate. Þeir náðu heljartaki á leiknum og við vorum fastir inni á eigin vallarhelmingi,“ sagði Ferdinand. Hann vildi sjá ferska leikmenn koma inn á þegar Ítalir voru með yfirhöndina, til að reyna að breyta gangi mála. „Við höfum hrósað þjálfaranum í hástert fyrir breytingarnar sem hann gerði á mótinu, bæði á liðsskipan og leikkerfi, en í þessum leik klikkaði hann á því sviði. Þegar þeir skoruðu voru þeir með vindinn í bakið. Þá fannst mér, og það er auðvelt að vera vitur eftir á, hann eiga að skipta [Jack] Grealish, [Jadon] Sancho eða [Marcus] Rashford inn á,“ sagði Ferdinand. „Allt mótið höfum við talað um að okkar mesti styrkleiki sé breiddin í hópnum, að liðið veikist ekki við skiptingar og varamennirnir komi með eitthvað nýtt að borðinu en þeim var ekki leyft að gera það í stærsta leiknum. Þeir gerðu það í öllum öðrum leikjum en í stærsta leiknum virtist Southgate frjósa og hugsa: förum með þetta í vítakeppni og vonum það besta.“ Southgate hefur komið enska liðinu í undanúrslit á tveimur stórmótum í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu þess. Englendingar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrsta sigri á stórmóti síðan 1966. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira
Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02
Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01