Fyrrverandi meistarar í efstu sætum Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 15:30 Louis Oosthuizen veltir fyrir sér pútti á sjöndu flöt. Hann fékk ekki einn einasta skolla á fyrsta hring. EPA-EFE/NEIL HALL Tveir fyrrverandi meistarar eru í toppsætunum eftir að hafa lokið fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. Fjöldi kylfinga á þó eftir að ljúka leik í dag. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann mótið árið 2010 og er efstur af þeim sem lokið hafa fyrsta hring, á sex höggum undir pari. Oosthuizen fékk engan skolla á hringnum. Hann paraði fyrstu sjö holurnar en nældi svo í sex fugla á þeim ellefu holum sem hann átti eftir. Bogey free Louis doing Louis things at #TheOpen pic.twitter.com/dIAPG8PjlO— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth, sem vann mótið árið 2017, og Brian Harman koma næstir á -5 höggum. Spieth fékk meðal annars fjóra fugla í röð á holum 5-8. Jordan Spieth er í toppbaráttunni á The Open. Hér slær hann fyrir framan áhorfendur en alls mega 32.000 manns mæta á hverjum keppnisdegi til að berja bestu kylfinga heims augum.EPA-EFE/NEIL HALL Brandt Snedeker fór á korteri úr 70. sæti upp í 15. sæti þegar hann náði næstum því holu í höggi á 16. braut, og nældi svo í örn á þeirri sautjándu. After almost acing the 16th, Brandt Snedeker does this at 17 Keep up with all the action https://t.co/xYY44zj43t #TheOpen pic.twitter.com/vIYrrGgzFy— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Írinn Shane Lowry hefur átt titil að verja í tvö ár en hann lék á höggi yfir pari og er því sjö höggum á eftir Oosthuizen. Fyrsta keppnisdegi er hins vegar hvergi nærri lokið og var Norður-Írinn Rory McIlroy til að mynda að hefja leik, og fékk fugl á fyrstu holu. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann mótið árið 2010 og er efstur af þeim sem lokið hafa fyrsta hring, á sex höggum undir pari. Oosthuizen fékk engan skolla á hringnum. Hann paraði fyrstu sjö holurnar en nældi svo í sex fugla á þeim ellefu holum sem hann átti eftir. Bogey free Louis doing Louis things at #TheOpen pic.twitter.com/dIAPG8PjlO— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth, sem vann mótið árið 2017, og Brian Harman koma næstir á -5 höggum. Spieth fékk meðal annars fjóra fugla í röð á holum 5-8. Jordan Spieth er í toppbaráttunni á The Open. Hér slær hann fyrir framan áhorfendur en alls mega 32.000 manns mæta á hverjum keppnisdegi til að berja bestu kylfinga heims augum.EPA-EFE/NEIL HALL Brandt Snedeker fór á korteri úr 70. sæti upp í 15. sæti þegar hann náði næstum því holu í höggi á 16. braut, og nældi svo í örn á þeirri sautjándu. After almost acing the 16th, Brandt Snedeker does this at 17 Keep up with all the action https://t.co/xYY44zj43t #TheOpen pic.twitter.com/vIYrrGgzFy— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Írinn Shane Lowry hefur átt titil að verja í tvö ár en hann lék á höggi yfir pari og er því sjö höggum á eftir Oosthuizen. Fyrsta keppnisdegi er hins vegar hvergi nærri lokið og var Norður-Írinn Rory McIlroy til að mynda að hefja leik, og fékk fugl á fyrstu holu. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira