Sá fyrsti í NHL til að koma út úr skápnum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2021 07:02 Luke Prokop er fyrsti NHL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum. Hvorki hefur núspilandi, né fyrrum leikmaður í deildinni gert slíkt. Marissa Baecker/Getty Images Luke Prokop, 19 ára gamall íshokkíleikmaður Nashville Predators í bandarísku NHL-deildinni, varð í gær sá fyrsti í sögu deildarinnar til að koma út úr skápnum. Prokop greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sagði meðal annars: „Þetta hefur verið mikið ferðalag að komast á þennan stað í lífinu, en ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun að koma út,“ „Frá unga aldri hefur mig dreymt um að vera NHL-leikmaður, og ég trúi því að með því að vera ekki í felum og mæta með óbrotið sjálf á svellið muni bæta líkur mínar á að sækjast eftir draumum mínum.“ segir enn fremur í færslu Prokops á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Luke Prokop (@lukeprokop_) Enginn NHL-leikmaður, hvorki á meðal fyrrum leikmanna, né þeirra sem nú eru í deildinni, hefur komið út úr skápnum. Prokop sagði í viðtali við ESPN að hann hafi átt í vandræðum á síðustu leiktíð og þessi ákvörðun muni hjálpa honum í íþróttinni. Hann hafi tekið ákvörðunina um að koma út í apríl síðastliðnum. „Ég lá í rúminu eina nóttina, og hafði eytt stefnumótaappi úr símanum mínum í fjórða eða fimmta sinn, og fann til gríðarlegrar gremju því ég gat ekki verið ég sjálfur,“ „Á því augnabliki sagði ég, „nóg er nóg. Ég samþykki sjálfan mig eins og ég er. Ég vil lifa eftir mínu eigin höfði, og taka sjálfan mig í sátt sem samkynhneigðan mann,“.“ Líkt og fram hefur komið er Prokop fyrsti leikmaðurinn í NHL sem kemur út úr skápnum. Hann fetar í fótspor ruðningsmannsins Carls Nassib sem varð fyrr í sumar fyrsti NFL-leikmaðurinn til að taka það skref. Prokop var valinn af Nashville -liðinu í þriðju umferð nýliðavalsins á síðasta ári. Bandaríkin Íshokkí Hinsegin Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Prokop greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sagði meðal annars: „Þetta hefur verið mikið ferðalag að komast á þennan stað í lífinu, en ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun að koma út,“ „Frá unga aldri hefur mig dreymt um að vera NHL-leikmaður, og ég trúi því að með því að vera ekki í felum og mæta með óbrotið sjálf á svellið muni bæta líkur mínar á að sækjast eftir draumum mínum.“ segir enn fremur í færslu Prokops á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Luke Prokop (@lukeprokop_) Enginn NHL-leikmaður, hvorki á meðal fyrrum leikmanna, né þeirra sem nú eru í deildinni, hefur komið út úr skápnum. Prokop sagði í viðtali við ESPN að hann hafi átt í vandræðum á síðustu leiktíð og þessi ákvörðun muni hjálpa honum í íþróttinni. Hann hafi tekið ákvörðunina um að koma út í apríl síðastliðnum. „Ég lá í rúminu eina nóttina, og hafði eytt stefnumótaappi úr símanum mínum í fjórða eða fimmta sinn, og fann til gríðarlegrar gremju því ég gat ekki verið ég sjálfur,“ „Á því augnabliki sagði ég, „nóg er nóg. Ég samþykki sjálfan mig eins og ég er. Ég vil lifa eftir mínu eigin höfði, og taka sjálfan mig í sátt sem samkynhneigðan mann,“.“ Líkt og fram hefur komið er Prokop fyrsti leikmaðurinn í NHL sem kemur út úr skápnum. Hann fetar í fótspor ruðningsmannsins Carls Nassib sem varð fyrr í sumar fyrsti NFL-leikmaðurinn til að taka það skref. Prokop var valinn af Nashville -liðinu í þriðju umferð nýliðavalsins á síðasta ári.
Bandaríkin Íshokkí Hinsegin Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira