„Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júlí 2021 13:36 Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. Sóttvarnalæknir mun skila inn tillögum um slíkar aðgerðir í dag en hann hefur ekki viljað útskýra í hverju tillögur hans felast. „Ég held að við séum öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu, ég held að það sé tilfinningin sem allir finna fyrir. Og vonbrigði, reiði. Ég held að við séum öll þarna. En það er ekkert annað í boði, þetta er bara raunveruleiki sem við fáum ekki breytt og við verðum bara að takast á við þetta,“ sagði Víðir í samtali við fréttastofu eftir upplýsingafund almannavarna í dag. Boðað var til fundarins í morgun eftir að lá fyrir að 78 hefðu greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á fundinum að hann ætli að leggja til að sóttvarnaaðgerðir verði teknar upp að nýju en þeim var öllum aflétt innanlands þann 26. júní síðastliðinn. Víðir segist ekki vita hvað felist í því að lifa með veirunni, eins og hann og Þórólfur hafa ítrekað talað um í gegn um faraldurinn. Hvað felist í því sé enn í þróun. „Það er að finna leiðina til að hafa samfélagið okkar sem opnast en á sama tíma að geta varist því að missa þetta inn í viðkvæma hópa og fá veikindi inn í samfélagið. Hver sú leið er er eitthvað sem við vitum ekki hver er ennþá,“ segir Víðir. Netverjar virðast taka undir þetta mat hans Víðis. Senda þennan Þórólf í sumarfrí með heilsugæslunni. Takk— Hörður S Jónsson (@hoddi23) July 22, 2021 Sirka vika í þetta og við missum það endanlega pic.twitter.com/A7DVWTgqB7— Sylvía Hall (@sylviaahall) July 22, 2021 Jæja. Þá er bara að skríða í híði fyrir Víði og skella sér í geðrof fyrir Þórólf.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021 Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.Allir: Ok, þannig það er sem sagt allt óbreytt og hátíðir fara fram og svona?Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.Allir: Gætirðu verið aðeins skýrari með þetta? Finnst þetta smá óljóst— Þossi (@thossmeister) July 22, 2021 Á svona dögum er gott að minna sig a að við KK fæddir 87 erum með tvöfaldan skammt að Pfizer og því færir í flestan sjó. Allar takmarkanir gilda því eðlilega ekki um okkur— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) July 22, 2021 1 manns samkomubann, 25m regla, smokk yfir andlitið skylda— Berglind Festival (@ergblind) July 22, 2021 Eini upplýsingafundurinn sem ég þarf að horfa á pic.twitter.com/8AZc4J3Tyy— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) July 22, 2021 Takk Þórolfur fyrir að sjúga alla lífslöngun úr þjóðinni. takk takk. pic.twitter.com/EWW2Zkcbdq— Teitur Örlygsson (@teitur11) July 22, 2021 Möguleg viðbrögð stjórnvalda við fjölgun smita stressar mig meira en fjölgunin sjálf.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) July 22, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07 Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun skila inn tillögum um slíkar aðgerðir í dag en hann hefur ekki viljað útskýra í hverju tillögur hans felast. „Ég held að við séum öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu, ég held að það sé tilfinningin sem allir finna fyrir. Og vonbrigði, reiði. Ég held að við séum öll þarna. En það er ekkert annað í boði, þetta er bara raunveruleiki sem við fáum ekki breytt og við verðum bara að takast á við þetta,“ sagði Víðir í samtali við fréttastofu eftir upplýsingafund almannavarna í dag. Boðað var til fundarins í morgun eftir að lá fyrir að 78 hefðu greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á fundinum að hann ætli að leggja til að sóttvarnaaðgerðir verði teknar upp að nýju en þeim var öllum aflétt innanlands þann 26. júní síðastliðinn. Víðir segist ekki vita hvað felist í því að lifa með veirunni, eins og hann og Þórólfur hafa ítrekað talað um í gegn um faraldurinn. Hvað felist í því sé enn í þróun. „Það er að finna leiðina til að hafa samfélagið okkar sem opnast en á sama tíma að geta varist því að missa þetta inn í viðkvæma hópa og fá veikindi inn í samfélagið. Hver sú leið er er eitthvað sem við vitum ekki hver er ennþá,“ segir Víðir. Netverjar virðast taka undir þetta mat hans Víðis. Senda þennan Þórólf í sumarfrí með heilsugæslunni. Takk— Hörður S Jónsson (@hoddi23) July 22, 2021 Sirka vika í þetta og við missum það endanlega pic.twitter.com/A7DVWTgqB7— Sylvía Hall (@sylviaahall) July 22, 2021 Jæja. Þá er bara að skríða í híði fyrir Víði og skella sér í geðrof fyrir Þórólf.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021 Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.Allir: Ok, þannig það er sem sagt allt óbreytt og hátíðir fara fram og svona?Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.Allir: Gætirðu verið aðeins skýrari með þetta? Finnst þetta smá óljóst— Þossi (@thossmeister) July 22, 2021 Á svona dögum er gott að minna sig a að við KK fæddir 87 erum með tvöfaldan skammt að Pfizer og því færir í flestan sjó. Allar takmarkanir gilda því eðlilega ekki um okkur— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) July 22, 2021 1 manns samkomubann, 25m regla, smokk yfir andlitið skylda— Berglind Festival (@ergblind) July 22, 2021 Eini upplýsingafundurinn sem ég þarf að horfa á pic.twitter.com/8AZc4J3Tyy— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) July 22, 2021 Takk Þórolfur fyrir að sjúga alla lífslöngun úr þjóðinni. takk takk. pic.twitter.com/EWW2Zkcbdq— Teitur Örlygsson (@teitur11) July 22, 2021 Möguleg viðbrögð stjórnvalda við fjölgun smita stressar mig meira en fjölgunin sjálf.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) July 22, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07 Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30
Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07
Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37