Yfir þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn landsins hafa spilað í garðinum hjá Láru Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 15:35 Yfir þrjátíu af vinsælustu tónlistarmönnum landsins hafa lagt leið sína á Þingeyri til þess að troða upp í garðinum hjá Láru. Aðsent Fleiri en þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn Íslands hafa troðið upp í garði einum við ósköp venjulegt fjölskylduheimili á Þingeyri á Vestfjörðum. Það eru hjónin Lára Dagbjört Halldórsdóttir og Pétur Sigurðsson sem standa fyrir tónleikunum sem eru gestum að kostnaðarlausu. Hugmyndin af tónleikahaldinu kviknaði í kringum bæjarhátíðina Dýrafjarðardaga sem haldin er á Þingeyri ár hvert. „Okkur fannst vanta eitthvað svona skemmtilegt fyrir börnin. Þannig við byrjuðum að vera með svona krakkaball í félagsheimilinu og vorum með frítt fyrir börn 16 ára og yngri. Þetta átti náttúrlega helst að vera fyrir börnin. En svo var þetta bara svo ótrúlega gaman og vel sótt, þannig við ákváðum að prófa þetta aftur ári seinna og vorum svo með tónleika fyrir fullorðna fólkið um kvöldið bara í skemmunni hjá okkur,“ segir Lára Dagbjört. Hún segir tónleikana árið 2019 hafa verið fullstóra. Á meðal tónlistarmanna voru Jói Pé og Króli, GDRN, Bríet, Matti Matt, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Lára telur að um tvö þúsund manns hafi verið á svæðinu. Þau hjónin sinna tónleikahaldinu eingöngu ánægjunnar vegna.Aðsend Hafa haldið tíu eða ellefu tónleika í sumar Það var síðan í fyrra sem þau Lára og Pétur fengu þá hugmynd að færa tónleikahaldið yfir í garðinn heima hjá sér, en enginn tónleikastaður er á á Þingeyri. „Við fengum þá Jóa Pé og Króla í heimsókn. Þeir voru nýbúnir að gefa út plötuna sína og tóku nokkur lög í garðinum hjá okkur bara á pallinum. Þetta var alveg óauglýst en það mættu örugglega fimmtíu manns. Við sögðum svo við þá Jóa Pé og Króla að ef þetta myndi heppnast vel þá myndum við byggja svið í garðinum og halda stóra tónleika, sem við svo gerðum akkúrat þarna í Covid-glufunni þegar það mátti. Það var alveg ótrúlega gaman!“ Þau héldu fjóra tónleika síðasta sumar en árið í ár hefur verið talsvert stærra. „Við ákváðum að stækka sviðið og sóttum um styrki. Við erum búin að halda tíu eða ellefu tónleika í sumar og höfum fengið bara alla helstu tónlistarmennina í dag til okkar.“ Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þá frábæru stemmingu sem myndast í garðinum hjá Láru. View this post on Instagram A post shared by Í garðinum hjá Láru (@igardinumhjalaru) Tónleikagestir einstaklega snyrtilegir Lára segir viðtökurnar hafa verið frábærar og að gestir komi víða frá. Undanfarin ár hafa þau ekki auglýst tónleikahaldið sérstaklega en í ár ákváðu þau að setja upp fáeinar auglýsingar á svæðin í kring. „Á stærstu tónleikunum núna í sumar voru í kringum átta hundruð til þúsund manns þegar mest var. Það var eiginlega dálítið mikið. En við erum með töluvert stóran garð og það er alveg nóg pláss fyrir alla. Svo er opið inn í garð nágrannans þannig að fólk getur farið þangað líka. Þú náttúrlega heyrir tónlistina alls staðar þannig þú getur í rauninni verið hvar sem er.“ Þau hjónin hafa þó ekki aðeins opnað garð sinn fyrir gestum heldur hafa þau einnig opið inn á heimili sitt. Það er þó aðallega hugsað fyrir tónlistarmennina til þess að hvíla sig á milli atriða og sem salernisaðstaða fyrir gesti. Lára segir tónleikagesti vera afar snyrtilega. „Fólk fer inn á klósettið og það er bara borin ótrúlega mikil virðing fyrir garðinum og húsinu. Ef einhver hendir rusli eitthvert, þá er einhver mættur til þess að taka það upp. Þetta eru líka yfirleitt tónleikar sem eru haldnir frekar snemma. Þannig það er yfirleitt ekkert fyllerí, enda á þetta að vera fyrir fjölskylduna.“ Hér má sjá fjölda gesta sem mættu þegar bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson spiluðu í garðinum hjá Láru í sumar.Aðsend Tónlistarmenn biðja um að fá að koma Garðurinn hjá Láru hefur orðið vinsæll tónleikastaður og segir Lára tónlistarmenn hafa haft samband af fyrra bragði og beðið um að fá að spila. Þá eru einnig margir sem hafa spilað sem vilja fá að koma aftur. Meðal tónlistarmanna sem hafa spilað í garðinum eru Jói Pé og Króli, Valdimar, Örn Eldjárn, GDRN, Bríet, Ragnheiður Gröndal, Gugusar, Herbert Guðmundsson, Mugison, Hipsumhaps, Auður, Huginn Frár, Úlfur Úlfur, Krassasig, DJ Dóra Júlía, Erpur, Hreimur, Magni, Jónsi, Gunni Óla, Einar Ágúst, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Hjálmar, Móses Hightower, Baggalútur, Góss, KK, Friðrik Ómar og Jógvan og margir fleiri. Eins og áður segir eru tónleikarnir gestum alfarið að kostnaðarlausu og gera þau hjónin þetta eingöngu ánægjunnar vegna. „Það er bara gleðin sem fylgir þessu. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt og við höfum svo gaman að þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Í garðinum hjá Láru (@igardinumhjalaru) Tónleikahaldið þeirra helsta áhugamál Þau hjónin eru þó engir nýgræðingar í tónleikahaldi en þau hafa starfað við það að bóka tónlistarmenn frá árinu 2012. Vinir þeirra reka veitingastaðinn Húsið á Ísafirði og þau Lára og Pétur sáu um að bóka trúbadora og tónlistarmenn fyrir jólaböll og annað slíkt. Einir tónleikar eru á dagskránni það sem eftir er sumars. Þeir eru fyrirhugaðir síðustu helgina í ágúst þegar dönsk helgi verður haldin í bænum. Lára segir mikla vinnu fara í tónleikahaldið en þau hjónin fái þó mikla aðstoð vina og vandamanna. Hún segir það skýrt markmið að tónleikarnir verði áfram ókeypis í framtíðinni. Þá er sviðið í garðinum komið til að vera og ekki á dagskránni að stækka umgjörðina. „Því eins og tónlistarmenn hafa talað um þá finnst þeim þetta bara ótrúlega sjarmerandi og heillandi umhverfi. Sviðið er bara nánast uppi í skógi. Þannig það er bara planið að hafa þetta áfram í garðinum. Stærðin er bara mjög fín, þetta má ekki verða neitt mikið stærra.“ Þau hjónin sinna öðrum störfum samhliða tónleikahaldinu. Lára vinnur í söluskálanum á Þingeyri og Pétur starfar sem múrari. Hún segir tónleikahaldið þó vera þeirra aðaláhugamál. „Við ætlum bara að halda áfram með þetta þangað til við fáum leið á þessu,“ segir Lára. Söngkonan Bríet er á meðal þeirra tónlistarmanna sem hefur troðið upp í garðinum.Aðsend Fjölbreytnin er mikil og er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á eitthvað fyrir alla.Aðsend Eins og sjá má skemmta tónleikagestir sér vel og fallega.Aðsend Tónlist Menning Ísafjarðarbær Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Hugmyndin af tónleikahaldinu kviknaði í kringum bæjarhátíðina Dýrafjarðardaga sem haldin er á Þingeyri ár hvert. „Okkur fannst vanta eitthvað svona skemmtilegt fyrir börnin. Þannig við byrjuðum að vera með svona krakkaball í félagsheimilinu og vorum með frítt fyrir börn 16 ára og yngri. Þetta átti náttúrlega helst að vera fyrir börnin. En svo var þetta bara svo ótrúlega gaman og vel sótt, þannig við ákváðum að prófa þetta aftur ári seinna og vorum svo með tónleika fyrir fullorðna fólkið um kvöldið bara í skemmunni hjá okkur,“ segir Lára Dagbjört. Hún segir tónleikana árið 2019 hafa verið fullstóra. Á meðal tónlistarmanna voru Jói Pé og Króli, GDRN, Bríet, Matti Matt, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Lára telur að um tvö þúsund manns hafi verið á svæðinu. Þau hjónin sinna tónleikahaldinu eingöngu ánægjunnar vegna.Aðsend Hafa haldið tíu eða ellefu tónleika í sumar Það var síðan í fyrra sem þau Lára og Pétur fengu þá hugmynd að færa tónleikahaldið yfir í garðinn heima hjá sér, en enginn tónleikastaður er á á Þingeyri. „Við fengum þá Jóa Pé og Króla í heimsókn. Þeir voru nýbúnir að gefa út plötuna sína og tóku nokkur lög í garðinum hjá okkur bara á pallinum. Þetta var alveg óauglýst en það mættu örugglega fimmtíu manns. Við sögðum svo við þá Jóa Pé og Króla að ef þetta myndi heppnast vel þá myndum við byggja svið í garðinum og halda stóra tónleika, sem við svo gerðum akkúrat þarna í Covid-glufunni þegar það mátti. Það var alveg ótrúlega gaman!“ Þau héldu fjóra tónleika síðasta sumar en árið í ár hefur verið talsvert stærra. „Við ákváðum að stækka sviðið og sóttum um styrki. Við erum búin að halda tíu eða ellefu tónleika í sumar og höfum fengið bara alla helstu tónlistarmennina í dag til okkar.“ Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þá frábæru stemmingu sem myndast í garðinum hjá Láru. View this post on Instagram A post shared by Í garðinum hjá Láru (@igardinumhjalaru) Tónleikagestir einstaklega snyrtilegir Lára segir viðtökurnar hafa verið frábærar og að gestir komi víða frá. Undanfarin ár hafa þau ekki auglýst tónleikahaldið sérstaklega en í ár ákváðu þau að setja upp fáeinar auglýsingar á svæðin í kring. „Á stærstu tónleikunum núna í sumar voru í kringum átta hundruð til þúsund manns þegar mest var. Það var eiginlega dálítið mikið. En við erum með töluvert stóran garð og það er alveg nóg pláss fyrir alla. Svo er opið inn í garð nágrannans þannig að fólk getur farið þangað líka. Þú náttúrlega heyrir tónlistina alls staðar þannig þú getur í rauninni verið hvar sem er.“ Þau hjónin hafa þó ekki aðeins opnað garð sinn fyrir gestum heldur hafa þau einnig opið inn á heimili sitt. Það er þó aðallega hugsað fyrir tónlistarmennina til þess að hvíla sig á milli atriða og sem salernisaðstaða fyrir gesti. Lára segir tónleikagesti vera afar snyrtilega. „Fólk fer inn á klósettið og það er bara borin ótrúlega mikil virðing fyrir garðinum og húsinu. Ef einhver hendir rusli eitthvert, þá er einhver mættur til þess að taka það upp. Þetta eru líka yfirleitt tónleikar sem eru haldnir frekar snemma. Þannig það er yfirleitt ekkert fyllerí, enda á þetta að vera fyrir fjölskylduna.“ Hér má sjá fjölda gesta sem mættu þegar bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson spiluðu í garðinum hjá Láru í sumar.Aðsend Tónlistarmenn biðja um að fá að koma Garðurinn hjá Láru hefur orðið vinsæll tónleikastaður og segir Lára tónlistarmenn hafa haft samband af fyrra bragði og beðið um að fá að spila. Þá eru einnig margir sem hafa spilað sem vilja fá að koma aftur. Meðal tónlistarmanna sem hafa spilað í garðinum eru Jói Pé og Króli, Valdimar, Örn Eldjárn, GDRN, Bríet, Ragnheiður Gröndal, Gugusar, Herbert Guðmundsson, Mugison, Hipsumhaps, Auður, Huginn Frár, Úlfur Úlfur, Krassasig, DJ Dóra Júlía, Erpur, Hreimur, Magni, Jónsi, Gunni Óla, Einar Ágúst, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Hjálmar, Móses Hightower, Baggalútur, Góss, KK, Friðrik Ómar og Jógvan og margir fleiri. Eins og áður segir eru tónleikarnir gestum alfarið að kostnaðarlausu og gera þau hjónin þetta eingöngu ánægjunnar vegna. „Það er bara gleðin sem fylgir þessu. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt og við höfum svo gaman að þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Í garðinum hjá Láru (@igardinumhjalaru) Tónleikahaldið þeirra helsta áhugamál Þau hjónin eru þó engir nýgræðingar í tónleikahaldi en þau hafa starfað við það að bóka tónlistarmenn frá árinu 2012. Vinir þeirra reka veitingastaðinn Húsið á Ísafirði og þau Lára og Pétur sáu um að bóka trúbadora og tónlistarmenn fyrir jólaböll og annað slíkt. Einir tónleikar eru á dagskránni það sem eftir er sumars. Þeir eru fyrirhugaðir síðustu helgina í ágúst þegar dönsk helgi verður haldin í bænum. Lára segir mikla vinnu fara í tónleikahaldið en þau hjónin fái þó mikla aðstoð vina og vandamanna. Hún segir það skýrt markmið að tónleikarnir verði áfram ókeypis í framtíðinni. Þá er sviðið í garðinum komið til að vera og ekki á dagskránni að stækka umgjörðina. „Því eins og tónlistarmenn hafa talað um þá finnst þeim þetta bara ótrúlega sjarmerandi og heillandi umhverfi. Sviðið er bara nánast uppi í skógi. Þannig það er bara planið að hafa þetta áfram í garðinum. Stærðin er bara mjög fín, þetta má ekki verða neitt mikið stærra.“ Þau hjónin sinna öðrum störfum samhliða tónleikahaldinu. Lára vinnur í söluskálanum á Þingeyri og Pétur starfar sem múrari. Hún segir tónleikahaldið þó vera þeirra aðaláhugamál. „Við ætlum bara að halda áfram með þetta þangað til við fáum leið á þessu,“ segir Lára. Söngkonan Bríet er á meðal þeirra tónlistarmanna sem hefur troðið upp í garðinum.Aðsend Fjölbreytnin er mikil og er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á eitthvað fyrir alla.Aðsend Eins og sjá má skemmta tónleikagestir sér vel og fallega.Aðsend
Tónlist Menning Ísafjarðarbær Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira