Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2021 23:30 Kristjana Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. samsett Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. „Ég held að það megi alveg segja að við vonuðumst auðvitað til að smitstaðan liti betur út eftir að landið yrði opnað vegna þess að við höfum náð svo góðum árangri í bólusetningum,“ segir Kristjana Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir varhugaverða þróun sé þó ekki hægt að draga þá ályktun að bóluefnin gagnist lítið í baráttunni við Covid-19. Mikilvægt sé að muna að bóluefnin hafi fyrst og fremst verið þróuð til að fyrirbyggja alvarleg veikindi og dauðsföll. Kristjana segir að hröð útbreiðsla síðustu daga hafi þó vissulega komið nokkuð á óvart. „Ég held að við höfum öll vonast til að bóluefnin myndu fyrirbyggja fleiri smit en þau líta út fyrir að gera. Ég vona að fólk missi ekki móðinn gagnvart bólusetningunni. Það er enn okkar besta og eina leið út úr þessu að sem allra flestir ákveði að sækja bólusetningu. Því meira smitandi sem afbrigðin eru því mikilvægara er að við náum sem hæstu hlutfalli.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar samkomutakmarkanir í gær.Vísir/Vilhelm Betra að grípa strax inn í Aðspurð um þær samkomutakmarkanir sem stjórnvöld hafa kynnt til að bregðast við stöðu faraldursins segir Kristjana rökrétt að reyna grípa fyrr inn í en seinna. „Vegna þess að það er töf eftir að smit greinast þangað til að þessar alvarlegu afleiðingar koma fram á borð við spítalainnlagnir og alvarleg veikindi. Frekar en að bíða og sjá hvort þessi fyrsta stóra aukning muni skila sér í mikilli aukningu í spítalainnlögnum þá finnst mér mjög rökrétt að byrja á því að herða aftur aðgerðir. Ef það svo kemur í ljós að þessi smit skila sér ekki í mikilli spítalainnlagnabylgju seinna þá má alltaf endurskoða þetta og slaka á.“ Því lengur sem sé beðið með inngrip, því erfiðara sé að ná utan um fjölgun smita. Vonast er til að bóluefnin dragi úr alvarlegum afleiðingum sjúkdómsins en tölur frá Bandaríkjunum sýna að 99,2 prósent þeirra sem létust vegna Covid-19 í júní voru óbólusett. Stóra spurningin um hjarðónæmi Eftir að faraldurinn braust út snemma á síðasta ári hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að ná hjarðónæmi gegn kórónuveirunni. Kristjana segir að staðan hér og víða erlendis þar sem bólusetning er langt á veg komin blandist inn í langvarandi umræðu innan fræðanna um þýðingu þessa hugtaks. Bundnar eru vonir við að bólusetning eigi eftir að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið.Landspítali/Þorkell „Hjarðónæmi byggir á því hversu smitandi tiltekinn smitsjúkdómur er svo því meira sem sjúkdómurinn er smitandi því hærra þarf ónæmið að vera í þýðinu til að veita hjarðónæmi.“ Til dæmis séu mislingar svo smitandi að talið er að það þurfi 93 prósent bólusetningarhlutfall til að koma í veg fyrir faraldur. Á meðan dugi 50 til 60 prósent fyrir suma aðra sjúkdóma. Kristjana segir að í tilviki Covid-19 sé hin svonefnda R0 tala, sem segir til um hversu marga sýktur einstaklingur smitar út frá sér, mjög á reiki. Bæði sé hún misjöfn eftir rannsóknum og virðist vera breytileg eftir einstaklingum. Hið margumtalaða delta-afbrigði, sem drífur faraldurinn nú áfram hér á landi, virðist svo vera meira smitandi en fyrri afbrigði. Það skekki stöðuna. Vonar að yngri börn verði bólusett „Þó við höfum verið að gera okkur vonir um að 60 til 70 prósent bólusetningahlutfall væri nóg til að ná hjarðónæmi þá er það ekki alveg svo einfalt að það sé einhver ein prósenta sem er hægt að stefna að,“ segir Kristjana. Mikilvægt sé að hafa í huga þegar staðan sé skoðuð hér á landi að þó 90 prósent einstaklinga sextán ára og eldri hafi verið bólusettir þá sé hlutfallið lægra ef öll börn eru tekin með í reikninginn. Kristjana bætir við að þegar rætt eru um svonefndan hjarðónæmisþröskuld þá sé miðað við að vörn sé dreift nokkuð jafnt um alla þjóðina. Það skekki því myndina þegar bóluefni séu bara í boði fyrir 16 ára og eldri. Hún bindur vonir við að stór hluti barna á aldrinum 12 til 16 ára verði bólusettur í haust og jafnvel verði farið neðar í aldri eftir að niðurstöður fáist úr rannsóknum á börnum. Hnattrænn vandi Mikil misskipting er milli ríkja þegar kemur að bólusetningu gegn Covid-19 og hafa fátækari ríki setið eftir í kapphlaupinu um einhverja eftirsóttustu vöru heims. Kristjana segir að á meðan stór hluti heimsbyggðarinnar sé óbólusettur séu auknar líkur á stökkbreytingum sem geti síðan haft áhrif á vörn bóluefna. „Þessi faraldur hefur alltaf verði hnattrænt mál og við eigum auðvitað að stefna að því að bólusetja alla heimsbyggðina. En í millitíðinni þá er það engin spurning fyrir okkur sem eigum kost á því að þiggja bólusetningu. Þegar forsendur breytast eins og þær eru að gera með delta-afbrigðinu þá er jafnvel enn meiri ástæða til að fara í bólusetningu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég held að það megi alveg segja að við vonuðumst auðvitað til að smitstaðan liti betur út eftir að landið yrði opnað vegna þess að við höfum náð svo góðum árangri í bólusetningum,“ segir Kristjana Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir varhugaverða þróun sé þó ekki hægt að draga þá ályktun að bóluefnin gagnist lítið í baráttunni við Covid-19. Mikilvægt sé að muna að bóluefnin hafi fyrst og fremst verið þróuð til að fyrirbyggja alvarleg veikindi og dauðsföll. Kristjana segir að hröð útbreiðsla síðustu daga hafi þó vissulega komið nokkuð á óvart. „Ég held að við höfum öll vonast til að bóluefnin myndu fyrirbyggja fleiri smit en þau líta út fyrir að gera. Ég vona að fólk missi ekki móðinn gagnvart bólusetningunni. Það er enn okkar besta og eina leið út úr þessu að sem allra flestir ákveði að sækja bólusetningu. Því meira smitandi sem afbrigðin eru því mikilvægara er að við náum sem hæstu hlutfalli.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar samkomutakmarkanir í gær.Vísir/Vilhelm Betra að grípa strax inn í Aðspurð um þær samkomutakmarkanir sem stjórnvöld hafa kynnt til að bregðast við stöðu faraldursins segir Kristjana rökrétt að reyna grípa fyrr inn í en seinna. „Vegna þess að það er töf eftir að smit greinast þangað til að þessar alvarlegu afleiðingar koma fram á borð við spítalainnlagnir og alvarleg veikindi. Frekar en að bíða og sjá hvort þessi fyrsta stóra aukning muni skila sér í mikilli aukningu í spítalainnlögnum þá finnst mér mjög rökrétt að byrja á því að herða aftur aðgerðir. Ef það svo kemur í ljós að þessi smit skila sér ekki í mikilli spítalainnlagnabylgju seinna þá má alltaf endurskoða þetta og slaka á.“ Því lengur sem sé beðið með inngrip, því erfiðara sé að ná utan um fjölgun smita. Vonast er til að bóluefnin dragi úr alvarlegum afleiðingum sjúkdómsins en tölur frá Bandaríkjunum sýna að 99,2 prósent þeirra sem létust vegna Covid-19 í júní voru óbólusett. Stóra spurningin um hjarðónæmi Eftir að faraldurinn braust út snemma á síðasta ári hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að ná hjarðónæmi gegn kórónuveirunni. Kristjana segir að staðan hér og víða erlendis þar sem bólusetning er langt á veg komin blandist inn í langvarandi umræðu innan fræðanna um þýðingu þessa hugtaks. Bundnar eru vonir við að bólusetning eigi eftir að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið.Landspítali/Þorkell „Hjarðónæmi byggir á því hversu smitandi tiltekinn smitsjúkdómur er svo því meira sem sjúkdómurinn er smitandi því hærra þarf ónæmið að vera í þýðinu til að veita hjarðónæmi.“ Til dæmis séu mislingar svo smitandi að talið er að það þurfi 93 prósent bólusetningarhlutfall til að koma í veg fyrir faraldur. Á meðan dugi 50 til 60 prósent fyrir suma aðra sjúkdóma. Kristjana segir að í tilviki Covid-19 sé hin svonefnda R0 tala, sem segir til um hversu marga sýktur einstaklingur smitar út frá sér, mjög á reiki. Bæði sé hún misjöfn eftir rannsóknum og virðist vera breytileg eftir einstaklingum. Hið margumtalaða delta-afbrigði, sem drífur faraldurinn nú áfram hér á landi, virðist svo vera meira smitandi en fyrri afbrigði. Það skekki stöðuna. Vonar að yngri börn verði bólusett „Þó við höfum verið að gera okkur vonir um að 60 til 70 prósent bólusetningahlutfall væri nóg til að ná hjarðónæmi þá er það ekki alveg svo einfalt að það sé einhver ein prósenta sem er hægt að stefna að,“ segir Kristjana. Mikilvægt sé að hafa í huga þegar staðan sé skoðuð hér á landi að þó 90 prósent einstaklinga sextán ára og eldri hafi verið bólusettir þá sé hlutfallið lægra ef öll börn eru tekin með í reikninginn. Kristjana bætir við að þegar rætt eru um svonefndan hjarðónæmisþröskuld þá sé miðað við að vörn sé dreift nokkuð jafnt um alla þjóðina. Það skekki því myndina þegar bóluefni séu bara í boði fyrir 16 ára og eldri. Hún bindur vonir við að stór hluti barna á aldrinum 12 til 16 ára verði bólusettur í haust og jafnvel verði farið neðar í aldri eftir að niðurstöður fáist úr rannsóknum á börnum. Hnattrænn vandi Mikil misskipting er milli ríkja þegar kemur að bólusetningu gegn Covid-19 og hafa fátækari ríki setið eftir í kapphlaupinu um einhverja eftirsóttustu vöru heims. Kristjana segir að á meðan stór hluti heimsbyggðarinnar sé óbólusettur séu auknar líkur á stökkbreytingum sem geti síðan haft áhrif á vörn bóluefna. „Þessi faraldur hefur alltaf verði hnattrænt mál og við eigum auðvitað að stefna að því að bólusetja alla heimsbyggðina. En í millitíðinni þá er það engin spurning fyrir okkur sem eigum kost á því að þiggja bólusetningu. Þegar forsendur breytast eins og þær eru að gera með delta-afbrigðinu þá er jafnvel enn meiri ástæða til að fara í bólusetningu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira