Segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 18:31 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er kominn aftur til starfa eftir smá frí. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra. Hann hefur áhyggjur af því hve illa gengur að hemja smitin sem nú séu komin út um allt land og finnast í öllum aldurshópum. 88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira