Óskar Hrafn: Erfitt að gagnrýna leikstílinn og hampa honum á sama tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2021 22:44 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, tók ábyrgð á fyrra marki Keflvíkinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði óvænt í Keflavík í kvöld í 14. umferð Pepsi Max deildar karla, í leik sem endaði 2-0 fyrir heimamenn. Helsti umræðupunkturinn, eins og áður, er uppspils leikstíll Breiðabliks. Breiðablik spilar alltaf út frá aftasta manni. Fyrsta mark Keflavíkur í kvöld kom einmitt eftir hápressu liðsins, þar sem Joey Gibbs vann boltann inn í markteig Breiðabliks af Viktori Erni Margeirssyni. Blikum var hrósað af mörgum eftir góða spilamennsku og djarfan leikstíl í Evrópu leiknum í Austurríki á dögunum en sú umræða mun væntanlega, eins og áður, snúast við í gagnrýni eftir atvikið í kvöld. Í viðtali við Vísi eftir leik var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, spurður að því hvort að þessi endalausa umræða um leikstíl liðsins fari í taugarnar á honum. „Það má hver sem er hafa sína skoðun. Ég held hins vegar það sé mikilvægt að hafa það í huga að erfitt er að gagnrýna leikstílinn og hampa honum á sama tíma vegna þess að þetta helst allt í hendur. Að ná að spila vel út, í einhverjum leik, ástæðan fyrir því er sennilega sú að mörg mistök hafa verið gerð á leiðinni. Svona hlutir sem gerðust í kvöld geta gerst.“ Óskar vildi alls ekki henda einhverjum leikmönnum undir rútuna eftir að hafa gefið mark í kvöld heldur bendir hann á sjálfan sig. „Ég hef alltaf verið tilbúinn að taka það á mig, ég tek fyrsta markið bara á kassann. Við þurfum svo alltaf að vera að bæta okkur í ákvörðunartöku, hvenær við gerum hvað og hvers vegna en í grunninn er ekki hægt að biðja menn um að vera hugrakkir bara þegar það hentar, að þora að spila út en bara þegar það er ekki möguleiki að það mistakist.“ „Þannig virkar þetta ekki. Ég hef sagt það áður, við megum ekki óttast það að mistakast. Að menn hafi misst boltann þarna og það skilað sér í marki er rétt en það hefur margoft skilað sér þannig að við höfum skilið heila hjörð af andstæðingum eftir og farið í gegnum þá. Það er fyrir mér miklu dýrmætara en að fá eitt mark á okkur í Keflavík á nöpru sunnudagskvöldi í júlí 2021,“ bætti Óskar við. Óskar Hrafn hrósaði liðinu sínu þó í hástert fyrir karakter og vilja í leiknum, þrátt fyrir mistökin. „Við erum ekki fullkomnir, við gerum mistök, stundum eru mistökin dýr en við gerum mistök sem lið, við vinnum sem lið og töpum sem lið.“ „Ég var ánægðastur með mína menn fyrir að hætta aldrei. Það hefði verið mjög auðvelt að hengja haus, að setja hausinn undir höndina og hætta og gefast upp en við héldum áfram fram á 94. mínútu.“ „Fyrir það er ég stoltur af liðinu. Ég hefði viljað ná í betri úrslit en lífið er bara þannig að maður fær ekki allt sem maður vill og þannig er þetta. Við töpuðum þessum leik en svo eru níu leikir eftir og leikur við Austria Wien á fimmtudaginn og það er svo sem alveg hægt að hugsa sér verri hluti í lífinu en það,“ sagði baráttuglaður Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Blikar dragast aftur úr toppliðunum Keflvíkingar unnu óvæntan 2-0 sigur gegn Breiðablik á HS Orku vellinum í kvöld. Keflvíkingar lyfta sér upp í áttunda sæti með sigrinum og eru að hrista falldrauginn af sér á meðan að Blikar dragast aftur úr í toppbaráttunni. 25. júlí 2021 21:16 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Breiðablik spilar alltaf út frá aftasta manni. Fyrsta mark Keflavíkur í kvöld kom einmitt eftir hápressu liðsins, þar sem Joey Gibbs vann boltann inn í markteig Breiðabliks af Viktori Erni Margeirssyni. Blikum var hrósað af mörgum eftir góða spilamennsku og djarfan leikstíl í Evrópu leiknum í Austurríki á dögunum en sú umræða mun væntanlega, eins og áður, snúast við í gagnrýni eftir atvikið í kvöld. Í viðtali við Vísi eftir leik var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, spurður að því hvort að þessi endalausa umræða um leikstíl liðsins fari í taugarnar á honum. „Það má hver sem er hafa sína skoðun. Ég held hins vegar það sé mikilvægt að hafa það í huga að erfitt er að gagnrýna leikstílinn og hampa honum á sama tíma vegna þess að þetta helst allt í hendur. Að ná að spila vel út, í einhverjum leik, ástæðan fyrir því er sennilega sú að mörg mistök hafa verið gerð á leiðinni. Svona hlutir sem gerðust í kvöld geta gerst.“ Óskar vildi alls ekki henda einhverjum leikmönnum undir rútuna eftir að hafa gefið mark í kvöld heldur bendir hann á sjálfan sig. „Ég hef alltaf verið tilbúinn að taka það á mig, ég tek fyrsta markið bara á kassann. Við þurfum svo alltaf að vera að bæta okkur í ákvörðunartöku, hvenær við gerum hvað og hvers vegna en í grunninn er ekki hægt að biðja menn um að vera hugrakkir bara þegar það hentar, að þora að spila út en bara þegar það er ekki möguleiki að það mistakist.“ „Þannig virkar þetta ekki. Ég hef sagt það áður, við megum ekki óttast það að mistakast. Að menn hafi misst boltann þarna og það skilað sér í marki er rétt en það hefur margoft skilað sér þannig að við höfum skilið heila hjörð af andstæðingum eftir og farið í gegnum þá. Það er fyrir mér miklu dýrmætara en að fá eitt mark á okkur í Keflavík á nöpru sunnudagskvöldi í júlí 2021,“ bætti Óskar við. Óskar Hrafn hrósaði liðinu sínu þó í hástert fyrir karakter og vilja í leiknum, þrátt fyrir mistökin. „Við erum ekki fullkomnir, við gerum mistök, stundum eru mistökin dýr en við gerum mistök sem lið, við vinnum sem lið og töpum sem lið.“ „Ég var ánægðastur með mína menn fyrir að hætta aldrei. Það hefði verið mjög auðvelt að hengja haus, að setja hausinn undir höndina og hætta og gefast upp en við héldum áfram fram á 94. mínútu.“ „Fyrir það er ég stoltur af liðinu. Ég hefði viljað ná í betri úrslit en lífið er bara þannig að maður fær ekki allt sem maður vill og þannig er þetta. Við töpuðum þessum leik en svo eru níu leikir eftir og leikur við Austria Wien á fimmtudaginn og það er svo sem alveg hægt að hugsa sér verri hluti í lífinu en það,“ sagði baráttuglaður Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Blikar dragast aftur úr toppliðunum Keflvíkingar unnu óvæntan 2-0 sigur gegn Breiðablik á HS Orku vellinum í kvöld. Keflvíkingar lyfta sér upp í áttunda sæti með sigrinum og eru að hrista falldrauginn af sér á meðan að Blikar dragast aftur úr í toppbaráttunni. 25. júlí 2021 21:16 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Blikar dragast aftur úr toppliðunum Keflvíkingar unnu óvæntan 2-0 sigur gegn Breiðablik á HS Orku vellinum í kvöld. Keflvíkingar lyfta sér upp í áttunda sæti með sigrinum og eru að hrista falldrauginn af sér á meðan að Blikar dragast aftur úr í toppbaráttunni. 25. júlí 2021 21:16