Skoraði á 22 mínútna fresti í riðlakeppninni og setti Ólympíumet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 14:29 Vivianne Miedema er komin með átta mörk á Ólympíuleikunum sem er met. getty/Francois Nel Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema setti met þegar riðlakeppninni í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó lauk í dag. Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira