Virti tilmæli lögreglu að vettugi Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2021 00:02 Tími pysjanna er runninn upp. Samsett Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku. Pysjan verður í haldi lögreglu fram á morgundag en þá er stefnt að því að sleppa henni út á haf. Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, greinir frá þessu skemmtilega lögreglumáli en ólíklegt verður að teljast að slík örsaga myndi rata í dagbók annarra lögregluembætta. Pétur segir í samtali við Vísi að pysjutímabilið sé greinilega gengið í garð í Eyjum en árlega lenda fjölmargir ungar bjarglausir á götum Heimaeyjar eftir að hafa elt ljósin í mannabyggð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að reyna að hirða fuglana upp og reyna að bjarga þeim frá því að fara sér að voða. Mörgum annt um lundann Pétur segir að börn og fullorðnir séu nú byrjuð að hlaupa á eftir pysjum og fanga í pappakassa við misjafnar viðtökur. „Þetta er aðalmálið næstu daga og vikur þegar lundaungarnir fara að fljúga úr fjöllunum og á ljósin í bænum og verða svo ósjálfbjarga hérna á götunum.“ Næst sé þeim sleppt út á haf en þá sé mikilvægt að passa að ekki sé mikill dúnn á fuglunum sem geti blotnað og leitt til drukknunar. Pétur bætir við að íbúum sé mjög annt um lundana og að fjölmargir brottfluttir Eyjamenn geri sér sérstaka ferð með fjölskyldum sínum til að aðstoða þennan einkennisfugl svæðisins. Dýr Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Pysjan verður í haldi lögreglu fram á morgundag en þá er stefnt að því að sleppa henni út á haf. Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, greinir frá þessu skemmtilega lögreglumáli en ólíklegt verður að teljast að slík örsaga myndi rata í dagbók annarra lögregluembætta. Pétur segir í samtali við Vísi að pysjutímabilið sé greinilega gengið í garð í Eyjum en árlega lenda fjölmargir ungar bjarglausir á götum Heimaeyjar eftir að hafa elt ljósin í mannabyggð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að reyna að hirða fuglana upp og reyna að bjarga þeim frá því að fara sér að voða. Mörgum annt um lundann Pétur segir að börn og fullorðnir séu nú byrjuð að hlaupa á eftir pysjum og fanga í pappakassa við misjafnar viðtökur. „Þetta er aðalmálið næstu daga og vikur þegar lundaungarnir fara að fljúga úr fjöllunum og á ljósin í bænum og verða svo ósjálfbjarga hérna á götunum.“ Næst sé þeim sleppt út á haf en þá sé mikilvægt að passa að ekki sé mikill dúnn á fuglunum sem geti blotnað og leitt til drukknunar. Pétur bætir við að íbúum sé mjög annt um lundana og að fjölmargir brottfluttir Eyjamenn geri sér sérstaka ferð með fjölskyldum sínum til að aðstoða þennan einkennisfugl svæðisins.
Dýr Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira