Carmelo Anthony einn af mörgum sem sömdu við Los Angeles Lakers í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 17:01 Carmelo Anthony og LeBron James eigast við í leik Los Angeles Lakers og Portland Trail Blazers og það virðist vera sem James hafi þarna laumað einum brandara í eyra Melo. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Carmelo Anthony ætlar að spila með vini sínum LeBron James í Los Angeles Lakers á komandi tímabili í NBA deildinni í körfubolta. Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira