Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2021 20:06 Haukur alsæll með dráttarvélina sína, sem hann notar oft og iðulega til að fara í og úr vinnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni. Haukur Baldvinsson og fjölskylda búa á bænum Austurási rétt fyrir utan Selfoss þar sem þau eru með myndarlegt hrossaræktarbú. Haukur sækir vinnu daglega á Toyota bílasöluna á Selfossi, sem hann rekur og þá er hann ekkert að nota Toyota bíla til að fara í og úr vinnu, nei hann notar Massey Ferguson dráttarvél enda mikill áhugamaður um þá tegund af dráttarvélum. Haukur er snyrtimenni mikið og geymir dráttarvélina alltaf inni á nóttunni og bónar hana reglulega. „Já, ég fer á dráttarvélinni í og úr vinnu, ekki alltaf en mjög oft, maður þarf aðeins að viðhalda sveitastemmingunni. Þetta er nú bara miðlungs vél, sem er ekkert óalgeng í sveitinni. Við erum hobbí bændur með hrossabúskap, þetta er vél sem dugar okkur í þau verk, sem þar eru,“ segir Haukur ánægður með traktorinn sinn. Haukur Baldvinsson, sem rekur Toyota bílasöluna á Selfossi ferðast oftar en ekki á Massey Ferguson dráttarvél í og úr vinnu. Hér er hann að koma í vinnuna á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, þetta viðheldur aðeins sveitarómantíkinni í hjartanu á manni. Ég tala nú ekki um í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Selfossi, að grípa aðeins dráttarvélina og fara á henni í vinnuna, það er bara gaman.“ Haukur segist alltaf fá þó nokkra athygli þegar hann ferðast um á dráttarvélinni. En hvernig taka ökumenn honum? „Bara mjög vel, þessar vélar halda upp undir 50 kílómetra hraða, þannig að maður er ekki mikið fyrir en annars taka menn manni vel og maður víkur ef maður getur vikið og annað, það er minnsta málið.“ Haukur er líka með flottan póstkassa við bæinn sinn? „Já, tókstu eftir það, það verður einhvern veginn að halda stílnum og að hafa Massey Ferguson póstkassa líka, þetta er nú smá nostalgía í þessu. En ég á ekki Massey Ferguson húfu, ég þarf að kaupa mér eina slíka," sagði Haukur glaður í bragði. Póstkassinn í Austurási er vel merktur Massey Ferguson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Bílar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Haukur Baldvinsson og fjölskylda búa á bænum Austurási rétt fyrir utan Selfoss þar sem þau eru með myndarlegt hrossaræktarbú. Haukur sækir vinnu daglega á Toyota bílasöluna á Selfossi, sem hann rekur og þá er hann ekkert að nota Toyota bíla til að fara í og úr vinnu, nei hann notar Massey Ferguson dráttarvél enda mikill áhugamaður um þá tegund af dráttarvélum. Haukur er snyrtimenni mikið og geymir dráttarvélina alltaf inni á nóttunni og bónar hana reglulega. „Já, ég fer á dráttarvélinni í og úr vinnu, ekki alltaf en mjög oft, maður þarf aðeins að viðhalda sveitastemmingunni. Þetta er nú bara miðlungs vél, sem er ekkert óalgeng í sveitinni. Við erum hobbí bændur með hrossabúskap, þetta er vél sem dugar okkur í þau verk, sem þar eru,“ segir Haukur ánægður með traktorinn sinn. Haukur Baldvinsson, sem rekur Toyota bílasöluna á Selfossi ferðast oftar en ekki á Massey Ferguson dráttarvél í og úr vinnu. Hér er hann að koma í vinnuna á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, þetta viðheldur aðeins sveitarómantíkinni í hjartanu á manni. Ég tala nú ekki um í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Selfossi, að grípa aðeins dráttarvélina og fara á henni í vinnuna, það er bara gaman.“ Haukur segist alltaf fá þó nokkra athygli þegar hann ferðast um á dráttarvélinni. En hvernig taka ökumenn honum? „Bara mjög vel, þessar vélar halda upp undir 50 kílómetra hraða, þannig að maður er ekki mikið fyrir en annars taka menn manni vel og maður víkur ef maður getur vikið og annað, það er minnsta málið.“ Haukur er líka með flottan póstkassa við bæinn sinn? „Já, tókstu eftir það, það verður einhvern veginn að halda stílnum og að hafa Massey Ferguson póstkassa líka, þetta er nú smá nostalgía í þessu. En ég á ekki Massey Ferguson húfu, ég þarf að kaupa mér eina slíka," sagði Haukur glaður í bragði. Póstkassinn í Austurási er vel merktur Massey Ferguson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Bílar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira