Þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 16:30 Úr leik KA og FH fyrr á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir uppspil KA er liðið gerði 2-2 jafntefli við Víking í Pepsi Max deild karla um helgina. Þó Akureyringar hafi jafnað metin undir lokin voru þeir í stökustu vandræðum framan af leik. „Þeir hafa bætt sig gríðarlega mikið í því undir stjórn Arnars (Grétarssonar). Þeir þora yfirleitt að spila út en þetta var leikurinn í fyrri hálfleik. Víkingar að pressa og gera það vel. Við höfum séð það áður hjá Víkingum.“ „Þetta gekk mjög illa hjá KA í fyrri og eins og ég segi þá var það fast leikatriði sem bjargaði þessum leik fyrir KA þó að Arnar hafi talað um að þeir hafi verið betri í seinni hálfleik,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, er myndir úr fyrri hálfleik rúlluðu. „Við sjáum hérna að þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik og fleiri klippur sem við hefðum getað tekið. Meira að segja Stubburinn (Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA) var tæpur einu sinni þegar hann lék á sóknarmann.“ „Þarna sjáum við svo spjald fyrir dýfu í kjölfarið sem bara með smá klókindum hjá Loga (Tómassyni) – þá er ég ekki að tala um að láta sig detta heldur hefði hann getað komist framhjá honum – þá hefði þetta getað orðið mark. Þetta kemur eftir að KA er að byrja sitt uppspil.“ „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja, smá kæruleysisleg sóknaruppbygging hjá KA en það er líka bara hættulegt að gera það á móti Víkingum sem eru yfirleitt mjög góðir í sinni pressu,“ sagði Baldur að endingu áður en Atli Viðar Björnsson átti lokaorðið. „Ég ætlaði einmitt að segja það. Mér fannst pressan hjá Víkingum miklu betri en á móti Blikunum síðast. Fóru hærra með liðið, þetta var gert með meiri sannfæringu og það voru allir með. Á móti Blikunum slitnaði svakalega á milli þeirra, ein til tvær sendingar og þá var búið að tæta pressuna þeirra í sig þannig það var allt annað að sjá hana núna.“ Klippa: Stúkan: Umræða um uppspil KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Þeir hafa bætt sig gríðarlega mikið í því undir stjórn Arnars (Grétarssonar). Þeir þora yfirleitt að spila út en þetta var leikurinn í fyrri hálfleik. Víkingar að pressa og gera það vel. Við höfum séð það áður hjá Víkingum.“ „Þetta gekk mjög illa hjá KA í fyrri og eins og ég segi þá var það fast leikatriði sem bjargaði þessum leik fyrir KA þó að Arnar hafi talað um að þeir hafi verið betri í seinni hálfleik,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, er myndir úr fyrri hálfleik rúlluðu. „Við sjáum hérna að þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik og fleiri klippur sem við hefðum getað tekið. Meira að segja Stubburinn (Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA) var tæpur einu sinni þegar hann lék á sóknarmann.“ „Þarna sjáum við svo spjald fyrir dýfu í kjölfarið sem bara með smá klókindum hjá Loga (Tómassyni) – þá er ég ekki að tala um að láta sig detta heldur hefði hann getað komist framhjá honum – þá hefði þetta getað orðið mark. Þetta kemur eftir að KA er að byrja sitt uppspil.“ „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja, smá kæruleysisleg sóknaruppbygging hjá KA en það er líka bara hættulegt að gera það á móti Víkingum sem eru yfirleitt mjög góðir í sinni pressu,“ sagði Baldur að endingu áður en Atli Viðar Björnsson átti lokaorðið. „Ég ætlaði einmitt að segja það. Mér fannst pressan hjá Víkingum miklu betri en á móti Blikunum síðast. Fóru hærra með liðið, þetta var gert með meiri sannfæringu og það voru allir með. Á móti Blikunum slitnaði svakalega á milli þeirra, ein til tvær sendingar og þá var búið að tæta pressuna þeirra í sig þannig það var allt annað að sjá hana núna.“ Klippa: Stúkan: Umræða um uppspil KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07
„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17