Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 15:55 Brittany Commisso er fyrst þeirra kvenna sem hefur sakað Cuomo um kynferðisáreitni til að stíga fram og greina frá upplifun sinni. skjáskot Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. „Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29
Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23