GALIÐ – Glænýir vefþættir fara í loftið! Ritstjórn Albúmm.is skrifar 11. ágúst 2021 15:30 Króli, Luigi, Ízleifur og Logi í góðum fíling! Leikjaþættirnir Galið eru alveg nýir af nálinni hér á Íslandi. Framleiðslufyrirtækið AlbummTV og vefmiðillinn Albumm.is framleiða þættina í samstarfi við SnorriBros, Vísi og Stöð 2 Esport. Þættirnir eru sjö talsins en þar má sjá landsþekkt tónlistarfólk og knattspyrnufólk keppa í FIFA 21 tölvuleiknum. Meðal keppenda má nefna tónlistarmanninn Kristinn Óla (Króla), landsliðsmanninn og Valsarann Birkir Má Sævarsson, fyrirliða meistaraflokk Breiðabliks Höskuld Gunnlaugsson, einn fremsta pródúsent Íslands Bjarka Ómarsson (Bomarz). Þættirnir voru teknir upp á veitingastaðnum Le Kock í Hafnarstræti en staðurinn var opinn á meðan tökum stóð og myndaði það sérstaka stemningu því ekki er leiðinlegt að fá sér góðann börger og horfa á landsþekkt fólk keppa í FIFA 21. „Fólk var fyrst frekar hissa og vissi ekki alveg hvað stóð til. Svo settist það niður, fékk sér gott að borða og horfði á keppnina og gamanið sem fylgdi henni,“ útskýrir Knútur, einn eiganda Le Kock en staðurinn er þekktur fyrir skemmtilegt nostalgíu „vibe“ þar sem kleinuhringirnir, maturinn og hamborgararnir fá topp einkunn frá hvaða kúnna sem er. Þættirnir Galið hefja göngu sína á morgun. Loka þátturinn með miklu og skemmtilegu tvisti Hver þáttur er með fjórum einstaklingum en tveir eru í sitt hvoru liðinu. Það lið sem vinnur heldur áfram að keppa við næsta lið og svo framvegis. Í síðasta þætti keppa liðin um sigurinn en svo kemur pínu og ansi skemmtilegt tvist alveg í lokin. „Lokakvöldið stóð upp úr að mínu mati en stemningin var búin að magnast svo mikið upp frá fyrri keppnum,“ útskýrir Einar (SnorriBros) sem leikstýrði og klippti þættina. „Virkilega skemmtileg upplifun að sjá þegar keppendurnir mættu á Le kock inn um skemmtilegan stjörnuinngang sem gerði þetta virkilega flott. Aðdáendurnir mættir að styðja sitt lið og einmitt þegar liðið vann kom smá óvænt upp sem gerði þetta enn meiri spennandi.“ Hér má sjá skjáskot úr fyrsta þættinum sem fer í loftið á morgun. Króli, Luigi, Ízleifur og Logi! Þættirnir verða sjö talsins og sýndir á fimmtudögum á Albumm, Vísi og Stöð2-Esport. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun en þar má sjá tónlistarmanninn Kristinn Óla (Króla) og fótboltamanninn Loga Tómasson sem er einnig þekktur undir tónlistar nafninu Luigi keppa á móti tónlistarmaðurinn og pródúsernum Ízleifi Eldi og umboðsmanninum Loga Snæ Stefánssyni. Ekki er hægt að gera svona skemmtilega og flotta þætti án góðra styrktaraðila og er Galið unnið í nánu samstarfi við ELKO, Gifflar, Collab, Le Kock og Sena. Liðið sem eftir er og stendur uppi sem sigurvegari fær hvorki meira né minna en Playstation 5 leikjatölvu í verðlaun og það að sjálfsögðu í boðu Senu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected]. Galið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið
Þættirnir eru sjö talsins en þar má sjá landsþekkt tónlistarfólk og knattspyrnufólk keppa í FIFA 21 tölvuleiknum. Meðal keppenda má nefna tónlistarmanninn Kristinn Óla (Króla), landsliðsmanninn og Valsarann Birkir Má Sævarsson, fyrirliða meistaraflokk Breiðabliks Höskuld Gunnlaugsson, einn fremsta pródúsent Íslands Bjarka Ómarsson (Bomarz). Þættirnir voru teknir upp á veitingastaðnum Le Kock í Hafnarstræti en staðurinn var opinn á meðan tökum stóð og myndaði það sérstaka stemningu því ekki er leiðinlegt að fá sér góðann börger og horfa á landsþekkt fólk keppa í FIFA 21. „Fólk var fyrst frekar hissa og vissi ekki alveg hvað stóð til. Svo settist það niður, fékk sér gott að borða og horfði á keppnina og gamanið sem fylgdi henni,“ útskýrir Knútur, einn eiganda Le Kock en staðurinn er þekktur fyrir skemmtilegt nostalgíu „vibe“ þar sem kleinuhringirnir, maturinn og hamborgararnir fá topp einkunn frá hvaða kúnna sem er. Þættirnir Galið hefja göngu sína á morgun. Loka þátturinn með miklu og skemmtilegu tvisti Hver þáttur er með fjórum einstaklingum en tveir eru í sitt hvoru liðinu. Það lið sem vinnur heldur áfram að keppa við næsta lið og svo framvegis. Í síðasta þætti keppa liðin um sigurinn en svo kemur pínu og ansi skemmtilegt tvist alveg í lokin. „Lokakvöldið stóð upp úr að mínu mati en stemningin var búin að magnast svo mikið upp frá fyrri keppnum,“ útskýrir Einar (SnorriBros) sem leikstýrði og klippti þættina. „Virkilega skemmtileg upplifun að sjá þegar keppendurnir mættu á Le kock inn um skemmtilegan stjörnuinngang sem gerði þetta virkilega flott. Aðdáendurnir mættir að styðja sitt lið og einmitt þegar liðið vann kom smá óvænt upp sem gerði þetta enn meiri spennandi.“ Hér má sjá skjáskot úr fyrsta þættinum sem fer í loftið á morgun. Króli, Luigi, Ízleifur og Logi! Þættirnir verða sjö talsins og sýndir á fimmtudögum á Albumm, Vísi og Stöð2-Esport. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun en þar má sjá tónlistarmanninn Kristinn Óla (Króla) og fótboltamanninn Loga Tómasson sem er einnig þekktur undir tónlistar nafninu Luigi keppa á móti tónlistarmaðurinn og pródúsernum Ízleifi Eldi og umboðsmanninum Loga Snæ Stefánssyni. Ekki er hægt að gera svona skemmtilega og flotta þætti án góðra styrktaraðila og er Galið unnið í nánu samstarfi við ELKO, Gifflar, Collab, Le Kock og Sena. Liðið sem eftir er og stendur uppi sem sigurvegari fær hvorki meira né minna en Playstation 5 leikjatölvu í verðlaun og það að sjálfsögðu í boðu Senu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Galið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið