Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira