Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 20:01 Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, fagnaði 98. afmælisdeginum hátíðlega í grasagarðinum í Laugardal í dag. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“ Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“
Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira