Alvöru McKinsey Halldór Auðar Svansson skrifar 15. ágúst 2021 12:01 Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því. Þar vísar hann í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann nýlega fyrir heilbrigðisráðuneytið, en hún á víst að sýna fram á að framleiðni í heilbrigðiskerfinu hafi ekki aukist í samræmi við aukið fjármagn og að lausnin sé hreint ekki enn aukið fjármagn. Hér er greinilega meiningin að selja kjósendum þá hugmynd að fjármálaráðherrann hafi skilað sínu, auknum framlögum, en að kenna megi einhverju allt öðru en honum um að þessi framlög hafi ekki nýst nægilega vel. Í kaupbæti fylgir sú hugmynd að bara ef framlögin myndu nýtast betur þá mætti kannski komast hjá því að beita almenning sóttvarnaaðgerðum. Kosningauppleggið er þannig að ráðherrann sem skilaði sínu neyðist til að beita sóttvarnaaðgerðum af því að einhverjir aðrir en hann eru bara ekki að standa sig. Það má segja æði margt um þetta upplegg ráðherrans, stóryrði eins og ómerkilegheit, ábyrgðarleysi og óskhyggja koma upp í hugann, en kannski er réttast að halda sig bara við einfalda áréttingu á því hvað stendur í alvörunni í umræddri skýrslu McKinsey. Ég ætla að forðast að sinni þann súra pytt að rýna í hvort heilbrigðiskerfið „eigi“ að geta ráðið við Covid-bylgjuna án almennra sóttvarnaaðgerða. Það er einfaldara verkefni að skoða bara hvað segir í skýrslunni og það er líka hægt að setja í almennara samhengi en það aukaálag á kerfið sem Covid er að valda. Umræðan er jú um heilbrigðiskerfið í heild sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að í þessari skýrslu er ekki skoðað sérstaklega hvernig aukin fjárframlög hafa verið að nýtast og hvergi er fullyrt að það sé sérstakt áhyggjuefni að framleiðni hafi ekki aukist til samræmis við fjármagn. Vissulega er komið inn á að framleiðni í ákveðnum þáttum kerfisins hafi minnkað og að fjárframlög hafi aukist en það er mjög ódýr brella að fullyrða út frá þessu að framlögin gætu verið að skila sér betur. Það eru ýmsar aðrar skýringar sem ekki er hægt að útiloka – ein er sú að framlögin séu einfaldlega enn ekki nægilega mikil til að sporna almennilega við vandamálum sem eru að valda minnkaðri framleiðni. Að þó að þau séu að aukast þá sé álag á ákveðna þætti kerfisins að aukast enn hraðar. Það eru raunar vísbendingar í skýrslunni sjálfri sem renna stoðum undir þessa kenningu. Framleiðni í skurðaðgerðum er til að mynda betri en á viðmiðunarsjúkrahúsum á Skáni en í skýrslunni segir að framleiðni skorti þegar kemur að flöskuhálsum á borð við: Óvanalega hátt hlutfall fólks sem leitar til Landspítalans vegna einfaldari vandamála. Þetta megi leysa með því að efla heilsugæslu. Óvanalega langan legutíma. Þetta megi leysa með því að fjölga úrræðum á hjúkrunarheimilum. Aðra alveg frekar sterka vísbendingu er að finna í samanburði á heildarútgjöldum til heilbrigðismála á mann milli Íslands og annarra Norðurlanda, þar sem fram kemur að þrátt fyrir aukningu undanfarin ár þá stendur Ísland þeim enn að baki. Samantekið þá er ekki erfitt að lesa úr þessu að spítalarnir sjálfir séu með ágæta framleiðni en að skortur á fjármögnun í þeim hlutum kerfisins sem gætu verið að létta álaginu af þeim sé að valda óskilvirkni. Að lausnirnar felist þannig ekki í því láta tannhjól íslenska kerfisins bara snúast enn hraðar, heldur í því að bæta fleirum við - þá óhjákvæmilega með auknum tilkostnaði. Svona svipað og samanburðarlöndin eru að gera þetta. Fjármálaráðherrann bara getur ekki vikið sér svo auðveldlega undan þeirri spurningu hvort aukin framlög myndu ekki skila sér í betra kerfi, eiginlega síst af öllu með því að vísa í McKinsey. Alvöru McKinsey segir nefnilega annað en hann heldur fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því. Þar vísar hann í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann nýlega fyrir heilbrigðisráðuneytið, en hún á víst að sýna fram á að framleiðni í heilbrigðiskerfinu hafi ekki aukist í samræmi við aukið fjármagn og að lausnin sé hreint ekki enn aukið fjármagn. Hér er greinilega meiningin að selja kjósendum þá hugmynd að fjármálaráðherrann hafi skilað sínu, auknum framlögum, en að kenna megi einhverju allt öðru en honum um að þessi framlög hafi ekki nýst nægilega vel. Í kaupbæti fylgir sú hugmynd að bara ef framlögin myndu nýtast betur þá mætti kannski komast hjá því að beita almenning sóttvarnaaðgerðum. Kosningauppleggið er þannig að ráðherrann sem skilaði sínu neyðist til að beita sóttvarnaaðgerðum af því að einhverjir aðrir en hann eru bara ekki að standa sig. Það má segja æði margt um þetta upplegg ráðherrans, stóryrði eins og ómerkilegheit, ábyrgðarleysi og óskhyggja koma upp í hugann, en kannski er réttast að halda sig bara við einfalda áréttingu á því hvað stendur í alvörunni í umræddri skýrslu McKinsey. Ég ætla að forðast að sinni þann súra pytt að rýna í hvort heilbrigðiskerfið „eigi“ að geta ráðið við Covid-bylgjuna án almennra sóttvarnaaðgerða. Það er einfaldara verkefni að skoða bara hvað segir í skýrslunni og það er líka hægt að setja í almennara samhengi en það aukaálag á kerfið sem Covid er að valda. Umræðan er jú um heilbrigðiskerfið í heild sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að í þessari skýrslu er ekki skoðað sérstaklega hvernig aukin fjárframlög hafa verið að nýtast og hvergi er fullyrt að það sé sérstakt áhyggjuefni að framleiðni hafi ekki aukist til samræmis við fjármagn. Vissulega er komið inn á að framleiðni í ákveðnum þáttum kerfisins hafi minnkað og að fjárframlög hafi aukist en það er mjög ódýr brella að fullyrða út frá þessu að framlögin gætu verið að skila sér betur. Það eru ýmsar aðrar skýringar sem ekki er hægt að útiloka – ein er sú að framlögin séu einfaldlega enn ekki nægilega mikil til að sporna almennilega við vandamálum sem eru að valda minnkaðri framleiðni. Að þó að þau séu að aukast þá sé álag á ákveðna þætti kerfisins að aukast enn hraðar. Það eru raunar vísbendingar í skýrslunni sjálfri sem renna stoðum undir þessa kenningu. Framleiðni í skurðaðgerðum er til að mynda betri en á viðmiðunarsjúkrahúsum á Skáni en í skýrslunni segir að framleiðni skorti þegar kemur að flöskuhálsum á borð við: Óvanalega hátt hlutfall fólks sem leitar til Landspítalans vegna einfaldari vandamála. Þetta megi leysa með því að efla heilsugæslu. Óvanalega langan legutíma. Þetta megi leysa með því að fjölga úrræðum á hjúkrunarheimilum. Aðra alveg frekar sterka vísbendingu er að finna í samanburði á heildarútgjöldum til heilbrigðismála á mann milli Íslands og annarra Norðurlanda, þar sem fram kemur að þrátt fyrir aukningu undanfarin ár þá stendur Ísland þeim enn að baki. Samantekið þá er ekki erfitt að lesa úr þessu að spítalarnir sjálfir séu með ágæta framleiðni en að skortur á fjármögnun í þeim hlutum kerfisins sem gætu verið að létta álaginu af þeim sé að valda óskilvirkni. Að lausnirnar felist þannig ekki í því láta tannhjól íslenska kerfisins bara snúast enn hraðar, heldur í því að bæta fleirum við - þá óhjákvæmilega með auknum tilkostnaði. Svona svipað og samanburðarlöndin eru að gera þetta. Fjármálaráðherrann bara getur ekki vikið sér svo auðveldlega undan þeirri spurningu hvort aukin framlög myndu ekki skila sér í betra kerfi, eiginlega síst af öllu með því að vísa í McKinsey. Alvöru McKinsey segir nefnilega annað en hann heldur fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar