Kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð þegar hann ferðast um á hlaupahjóli hringinn í kringum landið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2021 19:33 Hugh David Graham ferðast um á hlaupahjóli hringinn í kringum landið. instagram Hugh Graham er 26 ára Breti sem ferðast nú á hlaupahjóli hringinn í kringum landið. Hann kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð á þjóðveginum og segir dvölina á Íslandi bestu vikur lífs síns. Hugh Graham lagði af stað frá Reykjavík fimmta ágúst og er nú staddur á Fáskrúðsfirði á tólfta degi ferðalagsins. Á síðasta ári gekk hann frá Skotlandi til Lundúna í miðjum heimsfaraldri og ákvað þá að næsta ævintýri yrði á Íslandi. Það er rétt að taka það fram að hlaupahjólið er ekki rafknúið og ferðalagið því erfitt á köflum. „Ég er nú staddur á Austfjörðunum þar sem vegirnir eru mjög brattir. Þetta er klikkað en alveg þess virði því í lok erfiðs dags líður mér vel eftir að hafa séð alla þessa undraverðu staði. Þessi eyja er bara svo falleg,“ sagði Hugh David Graham, 26 ára Breti. Fær ráð frá Íslendingum Hann sýnir frá ferðinni á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi Íslendinga fylgist með ferðalaginu. „Það er mjög gott að vera í sambandi við þá því ég fæ ráð frá þeim. Ég hitti mann í gær sem sýndi mér góðan stað og hann gaf mér harðfisk að borða, en ég hafði aldrei snætt. Bragðið var mjög sérstakt.“ Fólk þekki hann á þjóðveginum Hann fer um fimmtíu og fimm kílómetra á dag og segir að fólk sé farið að þekkja hann á þjóðveginum. „Ég hef hitt nokkra sem þekkja mig og það er magnað og frábært. Margir horfa á mig með forundran á hlaupahjólinu og velta fyrir sér hvað ég sé eiginlega að gera. Ég hef líka fundið fyrir miklum stuðningi. Fólk stoppar og spyr mig hvað ég sé að gera og flautar með bílflautunni. Ég finn fyrir miklum stuðningi á vegunum.“ Bestu vikur lífsins Hann skilar góðri kveðju til Íslendinga og hvetur alla til að veifa sér á þjóðveginum. „Það er vel þess virði að gera þetta. Þetta hafa verið bestu tvær vikur lífs míns og ég þakka Íslandi fyrir það.“ Hér má fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Hugh Graham lagði af stað frá Reykjavík fimmta ágúst og er nú staddur á Fáskrúðsfirði á tólfta degi ferðalagsins. Á síðasta ári gekk hann frá Skotlandi til Lundúna í miðjum heimsfaraldri og ákvað þá að næsta ævintýri yrði á Íslandi. Það er rétt að taka það fram að hlaupahjólið er ekki rafknúið og ferðalagið því erfitt á köflum. „Ég er nú staddur á Austfjörðunum þar sem vegirnir eru mjög brattir. Þetta er klikkað en alveg þess virði því í lok erfiðs dags líður mér vel eftir að hafa séð alla þessa undraverðu staði. Þessi eyja er bara svo falleg,“ sagði Hugh David Graham, 26 ára Breti. Fær ráð frá Íslendingum Hann sýnir frá ferðinni á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi Íslendinga fylgist með ferðalaginu. „Það er mjög gott að vera í sambandi við þá því ég fæ ráð frá þeim. Ég hitti mann í gær sem sýndi mér góðan stað og hann gaf mér harðfisk að borða, en ég hafði aldrei snætt. Bragðið var mjög sérstakt.“ Fólk þekki hann á þjóðveginum Hann fer um fimmtíu og fimm kílómetra á dag og segir að fólk sé farið að þekkja hann á þjóðveginum. „Ég hef hitt nokkra sem þekkja mig og það er magnað og frábært. Margir horfa á mig með forundran á hlaupahjólinu og velta fyrir sér hvað ég sé eiginlega að gera. Ég hef líka fundið fyrir miklum stuðningi. Fólk stoppar og spyr mig hvað ég sé að gera og flautar með bílflautunni. Ég finn fyrir miklum stuðningi á vegunum.“ Bestu vikur lífsins Hann skilar góðri kveðju til Íslendinga og hvetur alla til að veifa sér á þjóðveginum. „Það er vel þess virði að gera þetta. Þetta hafa verið bestu tvær vikur lífs míns og ég þakka Íslandi fyrir það.“ Hér má fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira