Segir mannréttindabrot framin í grunnskólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 21:01 Daníel Isebarn Ágústsson er lögmaður Öryrkjabandalagsins. egill aðalsteinsson Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt. „Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira