„Hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 13:31 Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína. Þórdís Reynisdóttir Tara Tjörvadóttir hefur hannað ný plaköt fyrir Kraft, til þess að minna fólk á að staldra við í núinu. Plakötin eru seld sem fjáröflun fyrir félagið. Tara er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og margmiðlunarhönnuðursem heldur úti vörusíðu þar sem hún selur vörur með fallegum handskrifuðum orðum. Hún er búsett á Egilsstöðum og kynntist Krafti í gegnum Lindu Sæberg sem er í stjórn Krafts og er einmitt að austan. „Ég byrjaði að fylgja Lindu á Instagram og ferðabloggi hennar. Svo þegar hún greindist með krabbamein þá setti hún einmitt inn á Instastory hjá sér að hún væri að láta frysta eggin sín og lýsti því ferli. Hún biðlaði þá til kvenna í leiðinni að gefa egg fyrir einstaklinga sem þurfa á að halda. Ég lét slag standa og fór í hórmónameðferð og gaf egg,“ segir Tara. Kona drauma þinna Fyrsta plakatið sem Tara gerði og seldi var fyrir Lindu og var það í raun Linda sem hvatti hana til að fara selja orðin sín á netinu. „Þegar ég sá setninguna „Þú ert kona drauma þinna“ í Instastory hjá Töru þá talaði þessi setning beint til mín og ég bað um að fá að kaupa hana af henni því ég vildi hafa hana upp á vegg hjá mér til að lesa á hverjum degi. Ég benti henni þá einnig á að hún ætti virkilega að skoða það að selja þessar vangaveltur sínar, því ég var nokkuð viss um að hún væri að tala til fleiri en einungis mín. Í dag á ég fjögur plaköt eftir hana sem ég er með á mismunandi veggjum heimilisins til að minna mig á það sem ég þarf að heyra,“ segir Linda. Þórdís Reynisdóttir „Þegar það kom upp þessi hugmynd hjá okkur Lindu að gera plakat til stuðnings Krafti þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Ég hef lengi verið að fylgjast með Krafti meðal annars á Instagram og finnst félagið svo jákvætt og heiðarlegt og tengi mín gildi við skilaboð félagsins sem mér finnst senda út frá sér jákvæða og hvetjandi strauma,“ segir Tara. Fólk hugsar meira um skilaboðin Nýja plakatið ber orðin „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ sem er skírskotun í slagorð félagsins Lífið er núna. „Ég tel það vera auðvelt fyrir alla að tengja við að lífið er núna og fannst svo fallegt að setja það upp í spurningu því mér finnst fólk oft hugsa meira um skilaboðin þegar þau koma fram í spurningu,“ segir Tara enn fremur. Plakötin eru fáanleg í tveimur stærðum í takmörkuðu upplagi, í stærð A5 og svo í 30x40 cm. Einungis eru framleitt hundrað stykki í hvorri stærð og eru plakötin númerið frá einum í eitt hundrað. Hægt er að versla þau í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína. Myndlist Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Tara er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og margmiðlunarhönnuðursem heldur úti vörusíðu þar sem hún selur vörur með fallegum handskrifuðum orðum. Hún er búsett á Egilsstöðum og kynntist Krafti í gegnum Lindu Sæberg sem er í stjórn Krafts og er einmitt að austan. „Ég byrjaði að fylgja Lindu á Instagram og ferðabloggi hennar. Svo þegar hún greindist með krabbamein þá setti hún einmitt inn á Instastory hjá sér að hún væri að láta frysta eggin sín og lýsti því ferli. Hún biðlaði þá til kvenna í leiðinni að gefa egg fyrir einstaklinga sem þurfa á að halda. Ég lét slag standa og fór í hórmónameðferð og gaf egg,“ segir Tara. Kona drauma þinna Fyrsta plakatið sem Tara gerði og seldi var fyrir Lindu og var það í raun Linda sem hvatti hana til að fara selja orðin sín á netinu. „Þegar ég sá setninguna „Þú ert kona drauma þinna“ í Instastory hjá Töru þá talaði þessi setning beint til mín og ég bað um að fá að kaupa hana af henni því ég vildi hafa hana upp á vegg hjá mér til að lesa á hverjum degi. Ég benti henni þá einnig á að hún ætti virkilega að skoða það að selja þessar vangaveltur sínar, því ég var nokkuð viss um að hún væri að tala til fleiri en einungis mín. Í dag á ég fjögur plaköt eftir hana sem ég er með á mismunandi veggjum heimilisins til að minna mig á það sem ég þarf að heyra,“ segir Linda. Þórdís Reynisdóttir „Þegar það kom upp þessi hugmynd hjá okkur Lindu að gera plakat til stuðnings Krafti þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Ég hef lengi verið að fylgjast með Krafti meðal annars á Instagram og finnst félagið svo jákvætt og heiðarlegt og tengi mín gildi við skilaboð félagsins sem mér finnst senda út frá sér jákvæða og hvetjandi strauma,“ segir Tara. Fólk hugsar meira um skilaboðin Nýja plakatið ber orðin „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ sem er skírskotun í slagorð félagsins Lífið er núna. „Ég tel það vera auðvelt fyrir alla að tengja við að lífið er núna og fannst svo fallegt að setja það upp í spurningu því mér finnst fólk oft hugsa meira um skilaboðin þegar þau koma fram í spurningu,“ segir Tara enn fremur. Plakötin eru fáanleg í tveimur stærðum í takmörkuðu upplagi, í stærð A5 og svo í 30x40 cm. Einungis eru framleitt hundrað stykki í hvorri stærð og eru plakötin númerið frá einum í eitt hundrað. Hægt er að versla þau í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína.
Myndlist Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira