Heilsa og heilbrigðisvarnir, út fyrir boxið Geir Sigurður Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 13:32 Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Börn og uppeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar