Rómantísk sigling tók óvæntan snúning: „Ég hoppaði út í vatnið og reyndi að kúka í sjóinn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 20:01 „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk á sviði og sjá fólk performa. Ég held að það hafi allir lent í því að verða ástfangnir af einhverjum sem er að syngja í einhverju bandi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gummi sem féll fyrir Blævi þegar hún var að leika í verki sem hann aðstoðarleikstýrði. Ásgrímur Geir Logason Listaparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson höfðu verið vinir frá því í grunnskóla þegar þau loksins byrjuðu saman árið 2015. Þá höfðu þau verið að stinga saman nefjum í tvö ár en það var eiginkona afa Blævar sem tilkynnti það í fjölskylduboði að þau væru kærustupar og var þá ekki aftur snúið. Þau Blær og Gummi eins og þau eru gjarnan kölluð voru gestir í átjánda þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þau Blær og Gummi frá því hvernig þau kynntust í sumarvinnu þegar þau voru fimmtán ára gömul. „Við fengum að taka þátt í verkefni sem hét Lifandi vegvísar. Þá voru fengnir unglingar sem voru klæddir upp í einhverjar svona peysur merktar einhverju svona „tourist information“ lógói og áttu sem sagt bara að labba um bæinn með einhverja bæklinga og hjálpa túristum ef þau voru týnd,“ segir Gummi um þessi óvenjulegu fyrstu kynni. Voru vængmenn hvors annars Þar sem ferðamennirnir sem þau nálguðust héldu að þau yrðu rukkuð fyrir þessa þjónustu, var lítið að gera hjá þeim Blævi og Gumma í vinnunni þetta sumarið. „Okkur leiddist svo mikið í vinnunni. Svo vorum við að bíða eftir þriðja aðila til að geta farið eitthvað og vorum bæði ógeðslega þreytt og það var einhver einn sófi þarna, þannig að við svona kúrðum sko. En það var ekkert á bak við það,“ segir Blær um þeirra fyrsta nána augnablik. Frá fyrsta kúrinu í sumarvinnunni liðu þó mörg ár þar til þau Blær og Gummi fóru að stinga saman nefjum en voru þó alltaf góðir vinir. Þau fóru í sitthvorn menntaskólann en leiðir þeirra lágu þó saman í gegnum leiklistina og fóru þau meðal annars saman á leiklistarnámskeið til Finnlands. „Í Finnlandi vorum við held ég svona sautján ára og þá var vinkona okkar með okkur sem er með mér í Reykjavíkurdætrum í dag. Gummi var mjög skotinn í henni og ég var alltaf svona að hjálpa honum að reyna við hana og byrja með henni. Hann var líka að hjálpa mér því þá var ég svo skotin í fyrsta kærastanum mínum,“ segir Blær. „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk uppi á sviði“ Gummi segist hafa fallið fyrir Blævi þegar þau voru að vinna saman að verkefni í Listaháskólanum. Blær var að leika og Gummi að aðstoðarleikstýra. „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk á sviði og sjá fólk performa. Ég held að það hafi allir lent í því að verða ástfangnir af einhverjum sem er að syngja í einhverju bandi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gummi. Þau höfðu verið eins konar bólfélagar í tvö ár þegar Blær býður Gumma með sér í páskaboð og kona afa Blævar kynnir hann sem kærasta hennar. Þau horfðu á hvort annað og þar með var það ákveðið að þau væru formlega orðin par. „Það að vera vinir svona lengi, það er náttúrlega bara ávísun á eitthvað langtíma dæmi því þá þekkirðu manneskjuna svo vel. Það eru ekki svona hæðir og dalir. Það er meira svona jafnvægi og öryggi og ástin byggist upp alltaf meira og meira,“ segir Blær. „Líkaminn var að segja bara „kúkaðu, kúkaðu, kúkaðu!“ en ég gat það ekki“ Eftir sex ára ástarsamband og margra ára kynni hafa þau Blær og Gummi upplifað hin ýmsu ævintýri saman. Í þættinum segja þau frá því þegar þau voru stödd í fjölskylduferð í Barcelona og ákváðu að fara í rómantíska siglingu á kajak. „Ég byrja allt í einu bara að vera rosalega sjóveikur á kajak sem ég vissi ekki að væri hægt. Ég var líka pínu þunnur en við höfðum drukkið eitthvað aðeins þarna kvöldinu áður. Mér byrjar að líða hræðilega illa og byrjar að vera flökurt. Allt er ömurlegt og ég segi við Blævi bara ég veit ekki hvort ég meika þetta. Ég þarf að gubba eða kúka eða eitthvað. Ég fæ bara skot í magann og þarf að kúka. Ég fór úr kajaknum og hoppaði út í vatnið og reyndi að kúka í sjóinn. Að kúka í vatni, ég held að það sé bara ómögulegt. Líkaminn minn var að segja bara „kúkaðu, kúkaðu, kúkaðu!“ en ég gat það ekki og þetta var hræðilegt.“ Þegar ekkert gekk fóru þau Blær og Gummi inn í fallegan helli, þar sem Gummi reyndi að hægja sér áður en ferðalagið tók óvænta stefnu á nektarströnd. Hér í spilaranum að neðan má hlusta á söguna í heild sinni, ásamt því að heyra hvernig sé að starfa í þeim töfraheimi sem leikhúsið er og hvernig sé að eignast barn í miðjum heimsfaraldri. Þá segir Blær frá upplifun sinni af Tinder og Gummi segir frá því hvernig hafi verið að eiga Felix Bergsson sem föður þegar hann var yngri. Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Þau Blær og Gummi eins og þau eru gjarnan kölluð voru gestir í átjánda þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þau Blær og Gummi frá því hvernig þau kynntust í sumarvinnu þegar þau voru fimmtán ára gömul. „Við fengum að taka þátt í verkefni sem hét Lifandi vegvísar. Þá voru fengnir unglingar sem voru klæddir upp í einhverjar svona peysur merktar einhverju svona „tourist information“ lógói og áttu sem sagt bara að labba um bæinn með einhverja bæklinga og hjálpa túristum ef þau voru týnd,“ segir Gummi um þessi óvenjulegu fyrstu kynni. Voru vængmenn hvors annars Þar sem ferðamennirnir sem þau nálguðust héldu að þau yrðu rukkuð fyrir þessa þjónustu, var lítið að gera hjá þeim Blævi og Gumma í vinnunni þetta sumarið. „Okkur leiddist svo mikið í vinnunni. Svo vorum við að bíða eftir þriðja aðila til að geta farið eitthvað og vorum bæði ógeðslega þreytt og það var einhver einn sófi þarna, þannig að við svona kúrðum sko. En það var ekkert á bak við það,“ segir Blær um þeirra fyrsta nána augnablik. Frá fyrsta kúrinu í sumarvinnunni liðu þó mörg ár þar til þau Blær og Gummi fóru að stinga saman nefjum en voru þó alltaf góðir vinir. Þau fóru í sitthvorn menntaskólann en leiðir þeirra lágu þó saman í gegnum leiklistina og fóru þau meðal annars saman á leiklistarnámskeið til Finnlands. „Í Finnlandi vorum við held ég svona sautján ára og þá var vinkona okkar með okkur sem er með mér í Reykjavíkurdætrum í dag. Gummi var mjög skotinn í henni og ég var alltaf svona að hjálpa honum að reyna við hana og byrja með henni. Hann var líka að hjálpa mér því þá var ég svo skotin í fyrsta kærastanum mínum,“ segir Blær. „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk uppi á sviði“ Gummi segist hafa fallið fyrir Blævi þegar þau voru að vinna saman að verkefni í Listaháskólanum. Blær var að leika og Gummi að aðstoðarleikstýra. „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk á sviði og sjá fólk performa. Ég held að það hafi allir lent í því að verða ástfangnir af einhverjum sem er að syngja í einhverju bandi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gummi. Þau höfðu verið eins konar bólfélagar í tvö ár þegar Blær býður Gumma með sér í páskaboð og kona afa Blævar kynnir hann sem kærasta hennar. Þau horfðu á hvort annað og þar með var það ákveðið að þau væru formlega orðin par. „Það að vera vinir svona lengi, það er náttúrlega bara ávísun á eitthvað langtíma dæmi því þá þekkirðu manneskjuna svo vel. Það eru ekki svona hæðir og dalir. Það er meira svona jafnvægi og öryggi og ástin byggist upp alltaf meira og meira,“ segir Blær. „Líkaminn var að segja bara „kúkaðu, kúkaðu, kúkaðu!“ en ég gat það ekki“ Eftir sex ára ástarsamband og margra ára kynni hafa þau Blær og Gummi upplifað hin ýmsu ævintýri saman. Í þættinum segja þau frá því þegar þau voru stödd í fjölskylduferð í Barcelona og ákváðu að fara í rómantíska siglingu á kajak. „Ég byrja allt í einu bara að vera rosalega sjóveikur á kajak sem ég vissi ekki að væri hægt. Ég var líka pínu þunnur en við höfðum drukkið eitthvað aðeins þarna kvöldinu áður. Mér byrjar að líða hræðilega illa og byrjar að vera flökurt. Allt er ömurlegt og ég segi við Blævi bara ég veit ekki hvort ég meika þetta. Ég þarf að gubba eða kúka eða eitthvað. Ég fæ bara skot í magann og þarf að kúka. Ég fór úr kajaknum og hoppaði út í vatnið og reyndi að kúka í sjóinn. Að kúka í vatni, ég held að það sé bara ómögulegt. Líkaminn minn var að segja bara „kúkaðu, kúkaðu, kúkaðu!“ en ég gat það ekki og þetta var hræðilegt.“ Þegar ekkert gekk fóru þau Blær og Gummi inn í fallegan helli, þar sem Gummi reyndi að hægja sér áður en ferðalagið tók óvænta stefnu á nektarströnd. Hér í spilaranum að neðan má hlusta á söguna í heild sinni, ásamt því að heyra hvernig sé að starfa í þeim töfraheimi sem leikhúsið er og hvernig sé að eignast barn í miðjum heimsfaraldri. Þá segir Blær frá upplifun sinni af Tinder og Gummi segir frá því hvernig hafi verið að eiga Felix Bergsson sem föður þegar hann var yngri.
Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira