Eðlilegt líf – Já takk Vilhjálmur Árnason skrifar 22. ágúst 2021 15:00 Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið. Þar hefur eðlilega verið horft helst til þess hvernig verja eigi líf og heilsu fólks og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir áhlaupinu. Þetta hefur verið gert með því að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Hinn stóri þátturinn sem hefur verið lögð áhersla á er að verja efnahagslífið. Verja fyrirtækin til að heimilin geti haft tekjur og um leið að ríkiskassinn geti stutt við grunnstoðir samfélagsins. Fjölmargir hafa þurft að hlaupa hraðar og færa miklar fórnir á meðan aðrir hafa þurft að berjast við að endurheimta heilsuna eftir smit, áfall eða álag. Nú þegar yfirgæfandi meirihluti þjóðarinnar er bólusettur, fólk þaulvant í persónulegum sóttvörnum og með þekkingu um veiruna er nauðsynlegt að kalla fleiri sérfræðinga að borðinu. Þar verður að horfa til þeirra afleiðinga sem bæði COVID-sjúkdómurinn og COVID-ráðstafanir hafa. Margir hræðast frelsisskerðingar eins og sóttkví sem setur allt í uppnám meira en að smitast. Óvissa og ófyrirsjáanleiki skapar kvíða, dregur úr endurreisn samfélagsins og trausti á aðgerðir. Ef samfélagið kemst ekki af stað, munum við ekki getað staðið undir því velferðarsamfélagi sem við þurfum til að tryggja heilsu þjóðarinnar og vinna úr þeim afleiðingum sem faraldurinn skilur eftir sig. Það getur verið heilsubrestur sem er ekki jafn sýnilegur og veiran, en mun skæðari. Það gleður mig því að heyra að minnisblað sóttvarnalæknis sé bara eitt gagn af mörgum sem ríkisstjórnin ætlar að horfa til við næstu skref. Það er nauðsynlegt að kalla sóttvarnarráð til, fleiri sérfræðinga innan úr heilbrigðiskerfinu og velferðarsamfélaginu ásamt því að efnahagslegt mat verður gert í samráði við atvinnulífið. Við verðum að koma á eðlilegu lífi á strax, þar sem fólk fær frelsið sem það þráir og hver ber ábyrgð á sér sjálfum. Eðlilegt líf hér eftir mun innihalda COVID og því einfaldlega ekki hægt að bíða eftir að COVID lognist út af. Það er ekki hægt að láta árangur annarra þjóða stýra okkur eða láta óbólusetta skerða frelsi bólusettra. Það hlýtur að vera minni tilkostnaður að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við álagið sem fylgir hinum nýja sjúkdómi og heimurinn mun takast á við í framtíðinni. Skimunargeta og þekking á sóttvörnum er orðin mikil og við verðum því að bera sjálf ábyrgð á því að umgangast ekki aðra séum við smituð. Svona eins og við gerum þegar við erum veik vegna annarra veirusýkinga. Eðlilegt líf þar sem ég ber ábyrgð á sjálfum mér og hef mitt frelsi er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið. Þar hefur eðlilega verið horft helst til þess hvernig verja eigi líf og heilsu fólks og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir áhlaupinu. Þetta hefur verið gert með því að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Hinn stóri þátturinn sem hefur verið lögð áhersla á er að verja efnahagslífið. Verja fyrirtækin til að heimilin geti haft tekjur og um leið að ríkiskassinn geti stutt við grunnstoðir samfélagsins. Fjölmargir hafa þurft að hlaupa hraðar og færa miklar fórnir á meðan aðrir hafa þurft að berjast við að endurheimta heilsuna eftir smit, áfall eða álag. Nú þegar yfirgæfandi meirihluti þjóðarinnar er bólusettur, fólk þaulvant í persónulegum sóttvörnum og með þekkingu um veiruna er nauðsynlegt að kalla fleiri sérfræðinga að borðinu. Þar verður að horfa til þeirra afleiðinga sem bæði COVID-sjúkdómurinn og COVID-ráðstafanir hafa. Margir hræðast frelsisskerðingar eins og sóttkví sem setur allt í uppnám meira en að smitast. Óvissa og ófyrirsjáanleiki skapar kvíða, dregur úr endurreisn samfélagsins og trausti á aðgerðir. Ef samfélagið kemst ekki af stað, munum við ekki getað staðið undir því velferðarsamfélagi sem við þurfum til að tryggja heilsu þjóðarinnar og vinna úr þeim afleiðingum sem faraldurinn skilur eftir sig. Það getur verið heilsubrestur sem er ekki jafn sýnilegur og veiran, en mun skæðari. Það gleður mig því að heyra að minnisblað sóttvarnalæknis sé bara eitt gagn af mörgum sem ríkisstjórnin ætlar að horfa til við næstu skref. Það er nauðsynlegt að kalla sóttvarnarráð til, fleiri sérfræðinga innan úr heilbrigðiskerfinu og velferðarsamfélaginu ásamt því að efnahagslegt mat verður gert í samráði við atvinnulífið. Við verðum að koma á eðlilegu lífi á strax, þar sem fólk fær frelsið sem það þráir og hver ber ábyrgð á sér sjálfum. Eðlilegt líf hér eftir mun innihalda COVID og því einfaldlega ekki hægt að bíða eftir að COVID lognist út af. Það er ekki hægt að láta árangur annarra þjóða stýra okkur eða láta óbólusetta skerða frelsi bólusettra. Það hlýtur að vera minni tilkostnaður að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við álagið sem fylgir hinum nýja sjúkdómi og heimurinn mun takast á við í framtíðinni. Skimunargeta og þekking á sóttvörnum er orðin mikil og við verðum því að bera sjálf ábyrgð á því að umgangast ekki aðra séum við smituð. Svona eins og við gerum þegar við erum veik vegna annarra veirusýkinga. Eðlilegt líf þar sem ég ber ábyrgð á sjálfum mér og hef mitt frelsi er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun