Fyrsti landsliðshópurinn frá handtöku Gylfa tilkynntur á morgun Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 13:33 Íslenska liðið fagnar marki Brynjars Inga Bjarnasonar gegn Pólverjum í vináttulandsleik í júní. Liðin gerðu 2-2 jafntefli en mikil forföll voru í íslenska hópnum. Getty/Boris Streubel Arnar Þór Viðarsson hefur eflaust þurft að brjóta heilann um ýmislegt fyrir val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta. Hann verður tilkynnur á morgun en Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í byrjun september. Fundurinn á morgun er klukkan 13:15 og samkvæmt venju munu landsliðsþjálfarar sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari gæti verið þar á meðal. Hann fór í leyfi í júní og fékk skriflega áminningu frá stjórn KSÍ, eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem hann sást kasta af sér vatni utandyra í miðborg Reykjavíkur. Þetta verður fyrsti landsliðshópurinn sem valinn er eftir að mikilvægasti leikmaður liðsins mörg undanfarin ár, Gylfi Þór Sigurðsson, var handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Hann hefur ekkert komið við sögu hjá Everton á yfirstandandi leiktíð. Fundurinn fer einnig fram í kjölfar greinaskrifa Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur sem hefur gagnrýnt KSÍ harðlega og sakað sambandið um að axla ekki ábyrgð á ofbeldismenningu og ofbeldismönnum innan raða þess. Hefur hún sagt KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Fimm leikir á Laugardalsvelli fram undan Landsliðið var einnig án Gylfa í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni, þegar liðið mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein á útivelli í lok mars. Liðið fékk einu stig sín í þeirri ferð með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í lokaleiknum. Nú er komið að fimm heimaleikjum í röð; þremur nú í september og svo tveimur í október. Rúmenar mæta á Laugardalsvöll á fimmtudaginn í næstu viku, leikið er við Norður-Makedóníu 5. september og svo stórlið Þýskalands 8. september. Ekki liggur enn fyrir hve margir áhorfendur mega vera á leikjunum. Alfreð Finnbogason er meiddur og ólíklegt virðist að hann geti spilað með landsliðinu í september.Getty/Laszlo Szirtesi Auk Gylfa er útlit fyrir að íslenska liðið verði án öflugra leikmanna vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon er í endurhæfingu eftir að hafa slitið hásin í apríl, Sverrir Ingi Ingason fór í hnéaðgerð snemma sumars og er enn að jafna sig, og Alfreð Finnbogason er með sködduð liðbönd í ökkla. Aron Einar og Rúnar Alex fengu veiruna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson veiktist svo af kórónuveirunni í æfingaferðalagi með Al Arabi, samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football, og óvíst hver staðan á honum er. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson greindist einnig með veiruna líkt og fleiri leikmenn Arsenal, eins og fram kom í síðustu viku. Þá hefur sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson ekki verið í leikmannahópi Millwall það sem af er leiktíð í Englandi. Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson er hins vegar til taks eftir að hafa misst af leikjunum í mars. Arnar Þór Viðarsson hefur að mörgu að hyggja nú þegar landsleikirnir eru að bresta á.Getty Arnar gat gefið fjölda leikmanna tækifæri til að sanna sig í vináttulandsleikjunum í júní. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson voru meðal þeirra sem þóttu nýta það tækifæri vel, sem og Guðmundur Þórarinsson í stöðu vinstri bakvarðar. Í kjölfar landsleikjanna fóru þeir Brynjar og Hjörtur báðir í raðir ítalskra félaga, Brynjar til Lecce og Hjörtur til Pisa, en Guðmundur leikur með New York City í Bandaríkjunum. Ungir markverðir bíða tækifæris Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu inn í landsliðshópinn fyrir lokaleikinn í mars, gegn Liechtenstein, af Evrópumóti U21-landsliða. Þeir gætu fengið tækifæri aftur nú, sem og markverðirnir ungu Patrik Snær Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson. Hafa ber þó í huga að U21-landsliðið byrjar nýja undankeppni á sama tíma og A-landsliðið spilar. Patrik Sigurður Gunnarsson var að láni hjá dönsku 1. deildarliðunum Viborg og Silkeborg á síðustu leiktíð og þau komust bæði upp í úrvalsdeild. Hann var á varamannabekk Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Getty/Matthew Ashton Eftir flott tímabil í Danmörku hefur Patrik verið á bekknum hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni í upphafi leiktíðar, og Elías Rafn hélt hreinu fyrir topplið Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Fjórir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, og hugsanlega fleiri, gætu fengið sæti í landsliðshópnum. Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson hafa allir verið að spila og gætu myndað stærstan hluta öftustu línu landsliðsins. Erfið staða í riðlinum Líkt og fyrr segir er Ísland með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppninni og þarf því á góðum úrslitum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á að spila á HM í Katar á næsta ári. Armenía er óvænt efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Ísland og Rúmenía 3 en Liechtenstein ekkert. Undankeppninni lýkur í nóvember. Staðan í riðlinum og næstu leikir. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Fundurinn á morgun er klukkan 13:15 og samkvæmt venju munu landsliðsþjálfarar sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari gæti verið þar á meðal. Hann fór í leyfi í júní og fékk skriflega áminningu frá stjórn KSÍ, eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem hann sást kasta af sér vatni utandyra í miðborg Reykjavíkur. Þetta verður fyrsti landsliðshópurinn sem valinn er eftir að mikilvægasti leikmaður liðsins mörg undanfarin ár, Gylfi Þór Sigurðsson, var handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Hann hefur ekkert komið við sögu hjá Everton á yfirstandandi leiktíð. Fundurinn fer einnig fram í kjölfar greinaskrifa Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur sem hefur gagnrýnt KSÍ harðlega og sakað sambandið um að axla ekki ábyrgð á ofbeldismenningu og ofbeldismönnum innan raða þess. Hefur hún sagt KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Fimm leikir á Laugardalsvelli fram undan Landsliðið var einnig án Gylfa í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni, þegar liðið mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein á útivelli í lok mars. Liðið fékk einu stig sín í þeirri ferð með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í lokaleiknum. Nú er komið að fimm heimaleikjum í röð; þremur nú í september og svo tveimur í október. Rúmenar mæta á Laugardalsvöll á fimmtudaginn í næstu viku, leikið er við Norður-Makedóníu 5. september og svo stórlið Þýskalands 8. september. Ekki liggur enn fyrir hve margir áhorfendur mega vera á leikjunum. Alfreð Finnbogason er meiddur og ólíklegt virðist að hann geti spilað með landsliðinu í september.Getty/Laszlo Szirtesi Auk Gylfa er útlit fyrir að íslenska liðið verði án öflugra leikmanna vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon er í endurhæfingu eftir að hafa slitið hásin í apríl, Sverrir Ingi Ingason fór í hnéaðgerð snemma sumars og er enn að jafna sig, og Alfreð Finnbogason er með sködduð liðbönd í ökkla. Aron Einar og Rúnar Alex fengu veiruna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson veiktist svo af kórónuveirunni í æfingaferðalagi með Al Arabi, samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football, og óvíst hver staðan á honum er. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson greindist einnig með veiruna líkt og fleiri leikmenn Arsenal, eins og fram kom í síðustu viku. Þá hefur sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson ekki verið í leikmannahópi Millwall það sem af er leiktíð í Englandi. Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson er hins vegar til taks eftir að hafa misst af leikjunum í mars. Arnar Þór Viðarsson hefur að mörgu að hyggja nú þegar landsleikirnir eru að bresta á.Getty Arnar gat gefið fjölda leikmanna tækifæri til að sanna sig í vináttulandsleikjunum í júní. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson voru meðal þeirra sem þóttu nýta það tækifæri vel, sem og Guðmundur Þórarinsson í stöðu vinstri bakvarðar. Í kjölfar landsleikjanna fóru þeir Brynjar og Hjörtur báðir í raðir ítalskra félaga, Brynjar til Lecce og Hjörtur til Pisa, en Guðmundur leikur með New York City í Bandaríkjunum. Ungir markverðir bíða tækifæris Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu inn í landsliðshópinn fyrir lokaleikinn í mars, gegn Liechtenstein, af Evrópumóti U21-landsliða. Þeir gætu fengið tækifæri aftur nú, sem og markverðirnir ungu Patrik Snær Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson. Hafa ber þó í huga að U21-landsliðið byrjar nýja undankeppni á sama tíma og A-landsliðið spilar. Patrik Sigurður Gunnarsson var að láni hjá dönsku 1. deildarliðunum Viborg og Silkeborg á síðustu leiktíð og þau komust bæði upp í úrvalsdeild. Hann var á varamannabekk Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Getty/Matthew Ashton Eftir flott tímabil í Danmörku hefur Patrik verið á bekknum hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni í upphafi leiktíðar, og Elías Rafn hélt hreinu fyrir topplið Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Fjórir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, og hugsanlega fleiri, gætu fengið sæti í landsliðshópnum. Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson hafa allir verið að spila og gætu myndað stærstan hluta öftustu línu landsliðsins. Erfið staða í riðlinum Líkt og fyrr segir er Ísland með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppninni og þarf því á góðum úrslitum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á að spila á HM í Katar á næsta ári. Armenía er óvænt efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Ísland og Rúmenía 3 en Liechtenstein ekkert. Undankeppninni lýkur í nóvember. Staðan í riðlinum og næstu leikir.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira