Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Sævar Gíslason skrifar 25. ágúst 2021 09:01 „Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við. Ekki er þó allt fullkomið í okkar ástkæra landi, við virðumst í hringiðu nútíma samfélags gleyma okkar næsta fólki sem á um sárt að binda í þjóðfélaginu en öll viljum við gera betur í þeim efnum og ég trúi því að hægt er að breyta því með samstilltu fólki með ólíkan bakgrunn sem eins og ég viljum gera eins vel og við getum. Neyðin er hinsvegar margskonar í nútíma samfélagi, með meiri nútíma hnattvæðingu, færumst við nær hvert öðru, með meiri tækni koma fleiri upplýsingar og því færast lönd sem virtust í órafjarlægð frá okkur enn nær en áður. Því tel ég það vera okkar siðferðisleg skylda að taka á móti fólki sem óttast það að verða pyntað, fangelsað eða tekið af lífi fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en samtök eins og Talibanar hafa. Það að við getum rétt hjálparhönd til þeirra sem óttast um líf sitt þykir mér ómetanlegt og trúi ég því að kjör okkar á Íslandi versna ekki við það að sýna manngæsku í þessum málum. Hinsvegar er ekki nóg að ferja fólk á milli landa, það þarf að hugsa málið til enda og við þurfum að gera hlutina vel, því hús getur litið vel út að utan en ef undirstöður eru ekki góðar mun húsið falla með tímanum. Minnist ég þá þess að liðin eru rétt rúmlega 40 ár frá því að um 35 víetnamskir flóttamenn komu hingað til lands til að hefja nýtt líf. Þetta voru fjölskyldur sem íslenska ríkisstjórnin samþykkti árið 1979 að taka á móti í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum tíma voru miklar umræður um málið og meðal annars hversu stór hópurinn var miðað við fólksfjölda hér á landi. Hópurinn var þó aðeins örlítið brot af þeim mörg hundruð þúsundum flóttamönnum sem flúið hefðu ástandið í Víetnam árin á undan. Fólkið sem hingað kom fékk íbúðir, vinnu og vist í skólum og lærði íslensku, þar að segja það var tekið á móti þeim með allt tilbúið til aðlögunar. Það flóttafólk sem komu hingað hafa dafnað vel hér á landi, orðið máttarstólpar í atvinnulífinu og eru orðnir sannir Íslendingar. Gerum í okkar valdi það sem við getum, tökum við þeim fjölda sem við teljum að við getum sinnt því sé ég ekkert til fyrirstöðu að við getum ekki gert slíkt hið sama og við gerðum fyrir rúmlega 40 árum aftur. Höfundur er formaður Miðflokksfélags Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Afganistan Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
„Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við. Ekki er þó allt fullkomið í okkar ástkæra landi, við virðumst í hringiðu nútíma samfélags gleyma okkar næsta fólki sem á um sárt að binda í þjóðfélaginu en öll viljum við gera betur í þeim efnum og ég trúi því að hægt er að breyta því með samstilltu fólki með ólíkan bakgrunn sem eins og ég viljum gera eins vel og við getum. Neyðin er hinsvegar margskonar í nútíma samfélagi, með meiri nútíma hnattvæðingu, færumst við nær hvert öðru, með meiri tækni koma fleiri upplýsingar og því færast lönd sem virtust í órafjarlægð frá okkur enn nær en áður. Því tel ég það vera okkar siðferðisleg skylda að taka á móti fólki sem óttast það að verða pyntað, fangelsað eða tekið af lífi fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en samtök eins og Talibanar hafa. Það að við getum rétt hjálparhönd til þeirra sem óttast um líf sitt þykir mér ómetanlegt og trúi ég því að kjör okkar á Íslandi versna ekki við það að sýna manngæsku í þessum málum. Hinsvegar er ekki nóg að ferja fólk á milli landa, það þarf að hugsa málið til enda og við þurfum að gera hlutina vel, því hús getur litið vel út að utan en ef undirstöður eru ekki góðar mun húsið falla með tímanum. Minnist ég þá þess að liðin eru rétt rúmlega 40 ár frá því að um 35 víetnamskir flóttamenn komu hingað til lands til að hefja nýtt líf. Þetta voru fjölskyldur sem íslenska ríkisstjórnin samþykkti árið 1979 að taka á móti í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum tíma voru miklar umræður um málið og meðal annars hversu stór hópurinn var miðað við fólksfjölda hér á landi. Hópurinn var þó aðeins örlítið brot af þeim mörg hundruð þúsundum flóttamönnum sem flúið hefðu ástandið í Víetnam árin á undan. Fólkið sem hingað kom fékk íbúðir, vinnu og vist í skólum og lærði íslensku, þar að segja það var tekið á móti þeim með allt tilbúið til aðlögunar. Það flóttafólk sem komu hingað hafa dafnað vel hér á landi, orðið máttarstólpar í atvinnulífinu og eru orðnir sannir Íslendingar. Gerum í okkar valdi það sem við getum, tökum við þeim fjölda sem við teljum að við getum sinnt því sé ég ekkert til fyrirstöðu að við getum ekki gert slíkt hið sama og við gerðum fyrir rúmlega 40 árum aftur. Höfundur er formaður Miðflokksfélags Hafnarfjarðar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun