Skoðun

Það er þetta með mannúðina

Árni Múli Jónasson skrifar

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir:

„Ísland mun leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum og taka á móti fleiri flóttamönnum. Mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verða lögð til grundvallar og áhersla á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd.“

Hvernig finnst þér ríkisstjórnin hafa staðið við þetta loforð, sem hún gaf í nóvember 2017, þegar hún tók við völdum í okkar auðuga og friðsæla landi?

Ef þér finnst, eins og mér, að meðferð ríkisstjórnarinnar á málum flóttafólks hafi einkennst af einhverju allt öðru og miklu verra en „mannúðarsjónarmiðum“ og að stjórnvöld hafi því aðeins sýnt mannúð í þeim málum þegar fólkið í landinu knúði þau til þess, hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Þar segir:

„Innflytjendum mun fjölga næstu ár og áratugi og styrkja íslenskt samfélag, rétta við óhagstæða aldursamsetningu og tryggja okkur aukið afl til að standa undir velferð og réttlæti innan samfélagsins. Hagmunir okkar fara því saman með fólkinu sem hrakið hefur verið á flótta og leitar sé að nýju heimili þar sem það getur tryggt sér og sínum öryggi, frið og þokkalega afkomu. Taka verður á móti flóttafólki með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi og hafa það í huga að við erum öll íbúar á sömu jörð.“

Ef þér finnst mjög mikilvægt að innflytjendur fái sömu tækifæri í íslensku samfélagi og aðrir og að raunveruleg mannúðarsjónarmið séu látin ráða við móttöku flóttafólks, í verki en ekki bara orði, ættirðu ekki að hika við að kjósa Sósíalistaflokkinn.

Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×