Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2021 13:13 Flugmenn Air Greenland, Tonny, til vinstri, og Gunnar, til hægri, millilenda á Egilsstöðum og Ísafirði í dag í ferjufluginu með fyrstu Airbus-þyrluna til Grænlands. Air Greenland Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. Þyrlurnar eru keyptar notaðar af fyrirtæki í Oostende í Belgíu og verða þær ferjaðar í áföngum til Grænlands á næstunni með millilendingu á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi. Fyrsta þyrlan lagði af stað á miðvikudag og flaug þann daginn til Hjaltlandseyja með viðkomu í Norwich, Newcastle og Aberdeen. Á Hjaltlandi biðu flugmennirnir færis þar til í morgun að þeir flugu til Færeyja og síðan til Íslands. Airbus-þyrlurnar leysa af eldri þyrlur Air Greenland af gerðinni Bell 212 og er einkum ætlað að sinna farþegaflugi innanlands milli byggða á Grænlandi. Þær koma með tíu farþegasætum auk farangursrýmis. Fljótlegt er að fjarlægja farþegasætin ef nota á þyrlurnar til fraktflugs eða sjúkraflugs en ætlunin er einnig að þær nýtist til leitar- og björgunarflugs. Þyrlum af gerðinni Bell 212 verður skipt út fyrir Airbus-þyrlurnar.Air Greenland Airbus H155 eru hraðfleygustu þyrlur á markaðnum í sínum flokki, fljúga á yfir 260 kílómetra hraða meðan Bell-þyrlurnar fljúga á 185 kílómetra hraða. Þá hafa Airbus-þyrlurnar allt að 784 kílómetra flugdrægi og eru þannig ríflega tvöfalt langdrægari en Bell-þyrlurnar, en flugdrægi þeirra er 370 kílómetrar. Vegna komu þeirra þarf að reisa nýtt flugskýli í bænum Upernavik og stækka skýli í bæjunum Qaanaaq og Tasiilaq. Grænland Fréttir af flugi Múlaþing Ísafjarðarbær Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þyrlurnar eru keyptar notaðar af fyrirtæki í Oostende í Belgíu og verða þær ferjaðar í áföngum til Grænlands á næstunni með millilendingu á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi. Fyrsta þyrlan lagði af stað á miðvikudag og flaug þann daginn til Hjaltlandseyja með viðkomu í Norwich, Newcastle og Aberdeen. Á Hjaltlandi biðu flugmennirnir færis þar til í morgun að þeir flugu til Færeyja og síðan til Íslands. Airbus-þyrlurnar leysa af eldri þyrlur Air Greenland af gerðinni Bell 212 og er einkum ætlað að sinna farþegaflugi innanlands milli byggða á Grænlandi. Þær koma með tíu farþegasætum auk farangursrýmis. Fljótlegt er að fjarlægja farþegasætin ef nota á þyrlurnar til fraktflugs eða sjúkraflugs en ætlunin er einnig að þær nýtist til leitar- og björgunarflugs. Þyrlum af gerðinni Bell 212 verður skipt út fyrir Airbus-þyrlurnar.Air Greenland Airbus H155 eru hraðfleygustu þyrlur á markaðnum í sínum flokki, fljúga á yfir 260 kílómetra hraða meðan Bell-þyrlurnar fljúga á 185 kílómetra hraða. Þá hafa Airbus-þyrlurnar allt að 784 kílómetra flugdrægi og eru þannig ríflega tvöfalt langdrægari en Bell-þyrlurnar, en flugdrægi þeirra er 370 kílómetrar. Vegna komu þeirra þarf að reisa nýtt flugskýli í bænum Upernavik og stækka skýli í bæjunum Qaanaaq og Tasiilaq.
Grænland Fréttir af flugi Múlaþing Ísafjarðarbær Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira