Eru uggandi eftir fyrstu smithrinu síðan grunnskólarnir hófust Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. ágúst 2021 16:17 Helgi Grímsson er formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena rakel Smituðum grunnskólabörnum fjölgaði mjög um helgina þegar börn og starfsfólk í um þrjátíu skólum, leikskólum og frístundaheimilum á landinu greindust með veiruna. Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira