Skæð tölvuóværa ræðst á Facebook-víkinga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 15:40 Þessi uppsprettigluggi sem dúkkar upp í sífellu er að gera pennaglaða á Facebook gráhærða. Rithöfundarnir Illugi Jökulsson, Villi naglbítur, Andri Snær Magnason, sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason og stjórnmálamaðurinn Sigmar Guðmundsson eiga það sameiginlegt að hafa mátt glíma við þrálátan og ótrúlega þreytandi óværu á Facebook. Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira