Jöfnum leikinn með vaxtarstyrkjum Brynja Dan Gunnarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir skrifa 2. september 2021 12:30 Á síðastliðnum árum hefur samfélagið áttað sig á mikilvægi íþrótta- og tómstunda á þroska barna. Kostirnir við iðkun íþrótta- og tómstunda eru fjölmargir. Í þeim efnum má til dæmis nefna lýðheilsusjónarmið, en frístundaiðkun stuðlar að líkamlegu og andlegu heilbrigði. Að auki hafa rannsóknir sýnt að ungmenni sem stunda skipulagt frístundastarf eru ólíklegri til að neyta áfengis- eða annarra vímugjafa eða stunda aðra óæskilega hegðun. Forvarnargildi frístundastarfs er óumdeilanlegt. Frístundastyrkir Tölfræðin sýnir að íþrótta- og tómstundaiðkun barna og ungmenna hefur aukist innan þeirra sveitarfélaga sem bjóða upp á slíkan styrk. Þrátt fyrir að slíkir styrkir standa mörgum til boða hér á landi þá eru enn fjölskyldur sem standa höllum fæti fjárhagslega og eiga erfitt með að greiða fyrir frístundastarf barna sinna. Það er mat Framsóknar að styðja verði enn betur við börn og ungmenni hér á landi til að stunda þá frístund sem þau vilja ásamt því að styðja við íþrótta- og tómstundahreyfingar landsins. Jöfnum aðstöðu fjölskyldna með vaxtarstyrkjum Eitt helsta kosningaloforð Framsóknar fyrir komandi alþingiskosningar er að ríkið styðji við frístundir barna með árlegri 60 þúsund króna vaxtarstyrkjum til allra barna og lækka þannig útgjöld fjölskyldna vegna frístunda. Fyrirkomulag þeirra er mjög sambærilegt frístundastyrkjum, en takmarkast ekki við búsetu eða neina aðra þætti. Allar fjölskyldur eru jafnar þegar að styrknum kemur og öll börn hér á landi geta fengið að njóta góðs af honum. Hvort sem um er að ræða líkamlegt eða andlegt atgervi og félagsskap sem börn sem stunda íþróttir og aðrar tómstundir öðlast þá er ljóst að til mikils er að vinna með því að jafna aðstöðu allra barna til þátttöku í íþróttum og tómstundum óháð efnahag. Það á við um allt skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hvort sem það er knattspyrna, píanó, júdó, hestamennska, skák, skátar, körfubolti, myndlist eða hvað annað. Með þessu náum við frekari jöfnuði, stuðlum að lýðheilsu og forvörnum ásamt því að tryggja fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun á Íslandi. Brynja Dan situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Norður.Sigrún Elsa situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Brynja Dan Gunnarsdóttir Alþingiskosningar 2021 Íþróttir barna Sigrún Elsa Smáradóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hefur samfélagið áttað sig á mikilvægi íþrótta- og tómstunda á þroska barna. Kostirnir við iðkun íþrótta- og tómstunda eru fjölmargir. Í þeim efnum má til dæmis nefna lýðheilsusjónarmið, en frístundaiðkun stuðlar að líkamlegu og andlegu heilbrigði. Að auki hafa rannsóknir sýnt að ungmenni sem stunda skipulagt frístundastarf eru ólíklegri til að neyta áfengis- eða annarra vímugjafa eða stunda aðra óæskilega hegðun. Forvarnargildi frístundastarfs er óumdeilanlegt. Frístundastyrkir Tölfræðin sýnir að íþrótta- og tómstundaiðkun barna og ungmenna hefur aukist innan þeirra sveitarfélaga sem bjóða upp á slíkan styrk. Þrátt fyrir að slíkir styrkir standa mörgum til boða hér á landi þá eru enn fjölskyldur sem standa höllum fæti fjárhagslega og eiga erfitt með að greiða fyrir frístundastarf barna sinna. Það er mat Framsóknar að styðja verði enn betur við börn og ungmenni hér á landi til að stunda þá frístund sem þau vilja ásamt því að styðja við íþrótta- og tómstundahreyfingar landsins. Jöfnum aðstöðu fjölskyldna með vaxtarstyrkjum Eitt helsta kosningaloforð Framsóknar fyrir komandi alþingiskosningar er að ríkið styðji við frístundir barna með árlegri 60 þúsund króna vaxtarstyrkjum til allra barna og lækka þannig útgjöld fjölskyldna vegna frístunda. Fyrirkomulag þeirra er mjög sambærilegt frístundastyrkjum, en takmarkast ekki við búsetu eða neina aðra þætti. Allar fjölskyldur eru jafnar þegar að styrknum kemur og öll börn hér á landi geta fengið að njóta góðs af honum. Hvort sem um er að ræða líkamlegt eða andlegt atgervi og félagsskap sem börn sem stunda íþróttir og aðrar tómstundir öðlast þá er ljóst að til mikils er að vinna með því að jafna aðstöðu allra barna til þátttöku í íþróttum og tómstundum óháð efnahag. Það á við um allt skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hvort sem það er knattspyrna, píanó, júdó, hestamennska, skák, skátar, körfubolti, myndlist eða hvað annað. Með þessu náum við frekari jöfnuði, stuðlum að lýðheilsu og forvörnum ásamt því að tryggja fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun á Íslandi. Brynja Dan situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Norður.Sigrún Elsa situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Suður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun