Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2021 12:06 Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018. Vísir/Egill Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. GPS-mælingar Veðurstofunnar í Eystri-Skaftárkatli sýna að íshellan þar er farin að lækka. Það bendi til þess að rennsli úr lóninu sé hafið. Íshellan hafi byrjað að lækka um klukkan ellefu í gærkvöldi og hafi lækkað um einn metra síðan þá. Samkvæmt Veðurstofunni má áætla að hellan lækki um 60 til 100 metra í heildina. „Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018 og miðað við vatnsstöðuna í katlinum er líklegt að þetta hlaup verði ámóta stórt. Þá hljóp hinsvegar fyrst úr eystri katlinum og sá vestari fylgdi í kjölfarið,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hámarksrennsli þess hlaups hafi verið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu, um fjórfalt hámarksrennsli hlaupsins úr vestari katlinum sem nú stendur yfir. Hlaupið 2018 var það stærsta frá upphafi mælinga og hafði töluvert tjón í för með sér. „Þegar vatn hleypur úr Skaftárkötlunum rennur það fyrst um 40 km leið undir jöklinum og síðan um 28 km eftir farvegi Skaftár áður en það kemur að fyrsta vatnshæðarmælinum við Sveinstind. Ef miðað er við framgang hlaupsins 2018 má búast við að hlaupið sjáist á vatnshæðarmæli við Sveinstind á morgun, mánudaginn 6. september. Frá Sveinstindi tekur það hlaupvatnið tæpar 10 klst til viðbótar að ná vatnshæðarmæli í Eldvatni við Ása nærri hringveginum. Ef fram fer sem horfir mun hlaupvatn því ná að þjóðveginum annað kvöld,“ segir í tilkynningunni. Hættustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa lýst yfir hættustigi vegna Skaftárhlaupsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. „Vatn getur náð meiri útbreiðslu en síðustu daga og má búast við einhverjum samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá. Vegfarendur eru því beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum,“ segir í tilkynningunni. Þá er tæpt á því að brennisteinsvetnismengunar geti gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli. Það geti skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Þá geti árnar flætt yfir bakka sína og yfir vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er þá eindregið ráðlagt að halda sig fjarri árfarvegi Skaftár ofan Skaftárdals og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:18. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
GPS-mælingar Veðurstofunnar í Eystri-Skaftárkatli sýna að íshellan þar er farin að lækka. Það bendi til þess að rennsli úr lóninu sé hafið. Íshellan hafi byrjað að lækka um klukkan ellefu í gærkvöldi og hafi lækkað um einn metra síðan þá. Samkvæmt Veðurstofunni má áætla að hellan lækki um 60 til 100 metra í heildina. „Síðast hljóp úr Eystri-Skaftárkatli í ágúst 2018 og miðað við vatnsstöðuna í katlinum er líklegt að þetta hlaup verði ámóta stórt. Þá hljóp hinsvegar fyrst úr eystri katlinum og sá vestari fylgdi í kjölfarið,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Hámarksrennsli þess hlaups hafi verið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu, um fjórfalt hámarksrennsli hlaupsins úr vestari katlinum sem nú stendur yfir. Hlaupið 2018 var það stærsta frá upphafi mælinga og hafði töluvert tjón í för með sér. „Þegar vatn hleypur úr Skaftárkötlunum rennur það fyrst um 40 km leið undir jöklinum og síðan um 28 km eftir farvegi Skaftár áður en það kemur að fyrsta vatnshæðarmælinum við Sveinstind. Ef miðað er við framgang hlaupsins 2018 má búast við að hlaupið sjáist á vatnshæðarmæli við Sveinstind á morgun, mánudaginn 6. september. Frá Sveinstindi tekur það hlaupvatnið tæpar 10 klst til viðbótar að ná vatnshæðarmæli í Eldvatni við Ása nærri hringveginum. Ef fram fer sem horfir mun hlaupvatn því ná að þjóðveginum annað kvöld,“ segir í tilkynningunni. Hættustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa lýst yfir hættustigi vegna Skaftárhlaupsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. „Vatn getur náð meiri útbreiðslu en síðustu daga og má búast við einhverjum samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá. Vegfarendur eru því beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum,“ segir í tilkynningunni. Þá er tæpt á því að brennisteinsvetnismengunar geti gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli. Það geti skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Þá geti árnar flætt yfir bakka sína og yfir vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er þá eindregið ráðlagt að halda sig fjarri árfarvegi Skaftár ofan Skaftárdals og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:18.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira