Nafnarnir spiluðu sinn hundraðasta landsleik Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 18:20 Birkir Már Sævarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu báðir sinn 100. landsleik fyrir hönd íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Íslenska liðið kom til baka gegn þeim norður-makedónsku í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason og Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu sitt hvort markið á lokakafla leiksins til að jafna 2-2, eftir að Ísland hafði lent 2-0 undir. Bæði Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu allan leikinn í dag og báðir voru þeir að leika sinn 100. landsleik. Aðeins einn karlmaður hefur áður spilað 100 landsleiki fyrir Ísland, Rúnar Kristinsson, sem er leikjahæstur í sögu landsliðsins með 104 landsleiki. Þeir nafnar geta báðir komist upp fyrir Rúnar í undankeppninni sem nú stendur yfir en Ísland ef hálfnað með sína leiki þar, fimm leikjum er lokið af tíu. 100!!! litli frændi minn. #fyrirmynd pic.twitter.com/bxF1jJHeb6— gulligull1 (@GGunnleifsson) September 5, 2021 Birkir Már er 36 ára gamall og lék sinn fyrsta landsleik gegn Liechtenstein árið 2007, sem lauk með 1-1 jafntefli. Hinn 33 ára gamli Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik í 4-0 sigri á Andorra árið 2010. Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru næstir á eftir nöfnunum með 97 landsleiki hvor og þá er Kári Árnason í fimmta sæti eftir leik dagsins, sem var hans nítugasti leikur. Hann fór þar með upp fyrir Hermann Hreiðarsson sem lék 89 landsleiki á sínum landsliðsferli. HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands og N-Makedóníu: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska liðið kom til baka gegn þeim norður-makedónsku í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason og Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu sitt hvort markið á lokakafla leiksins til að jafna 2-2, eftir að Ísland hafði lent 2-0 undir. Bæði Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu allan leikinn í dag og báðir voru þeir að leika sinn 100. landsleik. Aðeins einn karlmaður hefur áður spilað 100 landsleiki fyrir Ísland, Rúnar Kristinsson, sem er leikjahæstur í sögu landsliðsins með 104 landsleiki. Þeir nafnar geta báðir komist upp fyrir Rúnar í undankeppninni sem nú stendur yfir en Ísland ef hálfnað með sína leiki þar, fimm leikjum er lokið af tíu. 100!!! litli frændi minn. #fyrirmynd pic.twitter.com/bxF1jJHeb6— gulligull1 (@GGunnleifsson) September 5, 2021 Birkir Már er 36 ára gamall og lék sinn fyrsta landsleik gegn Liechtenstein árið 2007, sem lauk með 1-1 jafntefli. Hinn 33 ára gamli Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik í 4-0 sigri á Andorra árið 2010. Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru næstir á eftir nöfnunum með 97 landsleiki hvor og þá er Kári Árnason í fimmta sæti eftir leik dagsins, sem var hans nítugasti leikur. Hann fór þar með upp fyrir Hermann Hreiðarsson sem lék 89 landsleiki á sínum landsliðsferli.
HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands og N-Makedóníu: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands og N-Makedóníu: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11