Stóreignaskattar og stjórnarskráin Sindri M. Stephensen og Víðir Smári Petersen skrifa 6. september 2021 08:01 Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Af þessu tilefni er ástæða til að rekja sögu eignaskatta hér á landi í stuttu máli og rifja upp nálgun dómstóla þegar reynt hefur á stjórnskipulegt gildi þeirra. Eignir manna hafa verið skattlagðar hér á landi allt frá tíundarlögunum 1096. Almennur eignarskattur var við lýði árin 1921-2004 og enn eru innheimtir fasteignaskattar, sem eru í eðli sínu eignaskattar. Þá voru stóreignaskattar tvívegis lagðir á eignir árin 1949 og 1956 og auðlegðarskattar gjaldárin 2010-2014. Í tilviki stóreignaskatta var skatthlutfall þeirra 15-25% af hreinni eign umfram tiltekið lágmark, en heimilt var að greiða skattinn á allt að tíu árum. Í tilviki auðlegðarskatts var árlegt skatthlutfall frá 1,25% til 2% af hreinni eign yfir tilgreindum mörkum, misjafnt eftir tímabilum (að viðbættum viðbótarauðlegðarskatti ef það átti við). Deilt var um lögmæti stóreigna- og auðlegðarskatta fyrir dómstólum en í öllum aðalatriðum hefur þess háttar skattlagning í dómum Hæstaréttar verið talin samrýmast kröfum stjórnarskrárinnar. Ályktanir af dómaframkvæmd Hæstaréttar Draga má eftirfarandi almennar ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreigna- og auðlegðarskattsmálunum: Dómstólar játa löggjafanum verulegt svigrúm til að ákveða hvernig skattlagningu skuli háttað í einstökum atriðum. Almennt er heimilt að innheimta stóreignaskatt og hann má vera stighækkandi eftir því sem verðmæti eigna er meira. Það kemur ekki í veg fyrir eignaskatta þótt tekjur gjaldanda standi ekki undir greiðslu skattsins. Þetta þýðir, með öðrum orðum, að stóreignaskattur er að meginreglu stjórnskipulega gildur. Skoðast það í ljósi þess að samkvæmt stjórnarskrá er það löggjafans að ákveða skipan skattlagningar hér á landi og því eðlilegt að dómstólar játi handhafa skattlagningarvalds víðtækt svigrúm í þessum efnum, sem skoðast jafnframt í ljósi þrígreiningar ríkisvaldsins. Eftir sem áður skiptir útfærsla slíkra skatta miklu máli í stjórnskipulegu tilliti, þannig að gætt sé m.a. jafnræðis og meðalhófs. Er heimilt að innheimta stóreignaskatt í venjulegu árferði? Í opinberri umfjöllun hefur verið skírskotað til þess að í dómum Hæstaréttar í svonefndum auðlegðarskattsmálum hafi Hæstiréttur vísað til þess, til stuðnings lögmætis hans, að skatturinn hafi verið settur á í kjölfar bankahrunsins og að hann hafi verið hugsaður til skamms tíma. Frá þeim forsendum megi gagnálykta á þá leið að álagning stóreignaskatts í venjulegu árferði sé óheimil. Ekki verður framhjá því litið að í forsendum Hæstaréttar er að finna sjónarmið af þessu tagi en þar eru jafnframt ámálguð mörg önnur rök til stuðnings lögmæti skattlagningarinnar, svo sem rakin eru hér að framan. Fæst því vart ráðið að þessi atriði hafi verið skilyrði eða forsendur fyrir því að skatturinn væri lögmætur. Bankahrunið virðist því ekki hafa verið úrslitaatriði varðandi lögmæti auðlegðarskattsins heldur komu þessi sjónarmið til skoðunar í ljósi aðdraganda lagasetningarinnar ásamt öðrum hefðbundnum sjónarmiðum um skattlagningarvald. Þess má þó geta að í auðlegðarskattsmálunum var vísað til þess að í kjölfar bankahrunsins hafi verið við að etja „einstæðan vanda“ í ríkisfjármálum þar sem gert hafi verið ráð fyrir að halli ríkissjóðs árið 2009 yrði 180 ma. kr. (núvirt um 270 ma kr.). Til samanburðar má nefna að áætlaður halli ríkissjóðs árið 2021 samkvæmt gildandi fjárlögum er um 325 ma. kr., einkum vegna efnahagsaðgerða í kjölfar Covid-19 faraldursins. Meginatriði við mat á lögmæti stóreignaskatts Aðalatriðið við mat á því hvort stóreignaskattar séu lögmætir er að horfa til þess hve íþyngjandi þeir eru til lengri tíma. Ef stóreignaskattur væri t.d. 20% af hreinni eign yfir tilgreindum mörkum á ári og innheimtur í langan tíma yrði fljótt lítið eftir af þeim eignum sem væru umfram skattleysismörk. Slíkur skattur gæti því falið í sér eignaupptöku og verið ólögmætur. Ekki er þó mikil hætta á því að lágir stóreignaskattar feli í sér eignaupptöku. Þannig má nefna að 1,5% skattur í 10 ár felur samanlagt í sér u.þ.b. 15% skattlagningu. Til samanburðar var samanlagt skatthlutfall stóreignaskattsins árin 1949 og 1956 allt að 50% á sjö ára tímabili en sú skattlagning samrýmdist kröfum stjórnarskrár. Jafnvel þótt álagning stóreignaskatts gæti talist í andstöðu við stjórnarskrá í einstaka tilvikum, t.d. í tilviki tekjulágs eldri borgara sem á miklar eignir, þá yrði skatturinn ekki talinn ólögmætur í heild sinni. Hann fæli þá eingöngu í sér eignaupptöku í því tiltekna tilviki, en gera verður ráð fyrir því að almennt myndi fólk ekki eiga í teljandi vandræðum með að greiða lágan stóreignaskatt. Þá mætti væntanlega ætla að einstaklingur sem á hreina eign umfram 200 m.kr. ávaxti fé sitt með eðlilegum hætti, og nýti sér þau úrræði sem viðkomandi hefur til tekjuöflunar, t.d. með því að fá lífeyri úr almannatryggingakerfinu eða frá lífeyrissjóðum. Hér má nefna að þegar metið er hvort tekjur gjaldanda standi undir eignasköttum er litið til allra tekna, hvort sem þær eru skattlagðar í formi tekju- eða fjármagnstekjuskatts. Að þessu sögðu má benda á að hugsa mætti sér ýmsar útfærslur sem gætu stuðlað að auknu meðalhófi við álagningu stóreignaskatts. Sem dæmi má nefna að hækka mætti skattinn í skrefum til þess að gefa gjaldendum svigrúm til að aðlagast skattheimtunni. Þá mætti hugsa sér að gefa þeim gjaldendum sem sérstaklega háttar til um, t.d. þeir sem eru tekjulágir á tilteknu tímabili vegna sérstakra aðstæðna, heimild til þess að dreifa skattgreiðslum. Að lokum Það er viðfangsefni stjórnmálanna að deila um ágæti skattlagningar á borð við stóreignaskatta og er hér engin afstaða tekin til þess hvort slík skattheimta sé skynsamleg. Sindri er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Víðir er dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Af þessu tilefni er ástæða til að rekja sögu eignaskatta hér á landi í stuttu máli og rifja upp nálgun dómstóla þegar reynt hefur á stjórnskipulegt gildi þeirra. Eignir manna hafa verið skattlagðar hér á landi allt frá tíundarlögunum 1096. Almennur eignarskattur var við lýði árin 1921-2004 og enn eru innheimtir fasteignaskattar, sem eru í eðli sínu eignaskattar. Þá voru stóreignaskattar tvívegis lagðir á eignir árin 1949 og 1956 og auðlegðarskattar gjaldárin 2010-2014. Í tilviki stóreignaskatta var skatthlutfall þeirra 15-25% af hreinni eign umfram tiltekið lágmark, en heimilt var að greiða skattinn á allt að tíu árum. Í tilviki auðlegðarskatts var árlegt skatthlutfall frá 1,25% til 2% af hreinni eign yfir tilgreindum mörkum, misjafnt eftir tímabilum (að viðbættum viðbótarauðlegðarskatti ef það átti við). Deilt var um lögmæti stóreigna- og auðlegðarskatta fyrir dómstólum en í öllum aðalatriðum hefur þess háttar skattlagning í dómum Hæstaréttar verið talin samrýmast kröfum stjórnarskrárinnar. Ályktanir af dómaframkvæmd Hæstaréttar Draga má eftirfarandi almennar ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreigna- og auðlegðarskattsmálunum: Dómstólar játa löggjafanum verulegt svigrúm til að ákveða hvernig skattlagningu skuli háttað í einstökum atriðum. Almennt er heimilt að innheimta stóreignaskatt og hann má vera stighækkandi eftir því sem verðmæti eigna er meira. Það kemur ekki í veg fyrir eignaskatta þótt tekjur gjaldanda standi ekki undir greiðslu skattsins. Þetta þýðir, með öðrum orðum, að stóreignaskattur er að meginreglu stjórnskipulega gildur. Skoðast það í ljósi þess að samkvæmt stjórnarskrá er það löggjafans að ákveða skipan skattlagningar hér á landi og því eðlilegt að dómstólar játi handhafa skattlagningarvalds víðtækt svigrúm í þessum efnum, sem skoðast jafnframt í ljósi þrígreiningar ríkisvaldsins. Eftir sem áður skiptir útfærsla slíkra skatta miklu máli í stjórnskipulegu tilliti, þannig að gætt sé m.a. jafnræðis og meðalhófs. Er heimilt að innheimta stóreignaskatt í venjulegu árferði? Í opinberri umfjöllun hefur verið skírskotað til þess að í dómum Hæstaréttar í svonefndum auðlegðarskattsmálum hafi Hæstiréttur vísað til þess, til stuðnings lögmætis hans, að skatturinn hafi verið settur á í kjölfar bankahrunsins og að hann hafi verið hugsaður til skamms tíma. Frá þeim forsendum megi gagnálykta á þá leið að álagning stóreignaskatts í venjulegu árferði sé óheimil. Ekki verður framhjá því litið að í forsendum Hæstaréttar er að finna sjónarmið af þessu tagi en þar eru jafnframt ámálguð mörg önnur rök til stuðnings lögmæti skattlagningarinnar, svo sem rakin eru hér að framan. Fæst því vart ráðið að þessi atriði hafi verið skilyrði eða forsendur fyrir því að skatturinn væri lögmætur. Bankahrunið virðist því ekki hafa verið úrslitaatriði varðandi lögmæti auðlegðarskattsins heldur komu þessi sjónarmið til skoðunar í ljósi aðdraganda lagasetningarinnar ásamt öðrum hefðbundnum sjónarmiðum um skattlagningarvald. Þess má þó geta að í auðlegðarskattsmálunum var vísað til þess að í kjölfar bankahrunsins hafi verið við að etja „einstæðan vanda“ í ríkisfjármálum þar sem gert hafi verið ráð fyrir að halli ríkissjóðs árið 2009 yrði 180 ma. kr. (núvirt um 270 ma kr.). Til samanburðar má nefna að áætlaður halli ríkissjóðs árið 2021 samkvæmt gildandi fjárlögum er um 325 ma. kr., einkum vegna efnahagsaðgerða í kjölfar Covid-19 faraldursins. Meginatriði við mat á lögmæti stóreignaskatts Aðalatriðið við mat á því hvort stóreignaskattar séu lögmætir er að horfa til þess hve íþyngjandi þeir eru til lengri tíma. Ef stóreignaskattur væri t.d. 20% af hreinni eign yfir tilgreindum mörkum á ári og innheimtur í langan tíma yrði fljótt lítið eftir af þeim eignum sem væru umfram skattleysismörk. Slíkur skattur gæti því falið í sér eignaupptöku og verið ólögmætur. Ekki er þó mikil hætta á því að lágir stóreignaskattar feli í sér eignaupptöku. Þannig má nefna að 1,5% skattur í 10 ár felur samanlagt í sér u.þ.b. 15% skattlagningu. Til samanburðar var samanlagt skatthlutfall stóreignaskattsins árin 1949 og 1956 allt að 50% á sjö ára tímabili en sú skattlagning samrýmdist kröfum stjórnarskrár. Jafnvel þótt álagning stóreignaskatts gæti talist í andstöðu við stjórnarskrá í einstaka tilvikum, t.d. í tilviki tekjulágs eldri borgara sem á miklar eignir, þá yrði skatturinn ekki talinn ólögmætur í heild sinni. Hann fæli þá eingöngu í sér eignaupptöku í því tiltekna tilviki, en gera verður ráð fyrir því að almennt myndi fólk ekki eiga í teljandi vandræðum með að greiða lágan stóreignaskatt. Þá mætti væntanlega ætla að einstaklingur sem á hreina eign umfram 200 m.kr. ávaxti fé sitt með eðlilegum hætti, og nýti sér þau úrræði sem viðkomandi hefur til tekjuöflunar, t.d. með því að fá lífeyri úr almannatryggingakerfinu eða frá lífeyrissjóðum. Hér má nefna að þegar metið er hvort tekjur gjaldanda standi undir eignasköttum er litið til allra tekna, hvort sem þær eru skattlagðar í formi tekju- eða fjármagnstekjuskatts. Að þessu sögðu má benda á að hugsa mætti sér ýmsar útfærslur sem gætu stuðlað að auknu meðalhófi við álagningu stóreignaskatts. Sem dæmi má nefna að hækka mætti skattinn í skrefum til þess að gefa gjaldendum svigrúm til að aðlagast skattheimtunni. Þá mætti hugsa sér að gefa þeim gjaldendum sem sérstaklega háttar til um, t.d. þeir sem eru tekjulágir á tilteknu tímabili vegna sérstakra aðstæðna, heimild til þess að dreifa skattgreiðslum. Að lokum Það er viðfangsefni stjórnmálanna að deila um ágæti skattlagningar á borð við stóreignaskatta og er hér engin afstaða tekin til þess hvort slík skattheimta sé skynsamleg. Sindri er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Víðir er dósent við lagadeild Háskóla Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun