Er byggingareglugerð bara upp á punt? Ingveldur Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 14:30 Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Stjórnsýsla Húsnæðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun