Að bíða eða vopn grípa mót bölsins brimi – kjósum ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 7. september 2021 08:00 Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki. Staðan er grafalvarleg. Samkvæmt nýlegum tölum frá Þroska- og hegðunarstöð [ÞHS] bættust 360 börn við biðlistann í ár, sem þegar taldi 304 börn frá fyrra ári. Biðtíminn nálgast því 2 ár. Hjá ADHD teymi LSH bíða um 700 fullorðið einstaklingar, biðtíminn er um 3 ár og þar sem enginn geðlæknir er lengur í teyminu tekur síðar við enn lengri bið ef íhuga á lyfjameðferð. Síðara dæmið tekur þó eingöngu til ADHD og mann óar hreinlega við að íhuga heildarfjöldan þar sem aðrar raskanir koma til. Hvað ÞHS varðar þá er vert að hafa í huga að stöðin er hluti af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hefur lengi verið ætlað að sjá líka um landsbyggðina. Í núverandi stöðu er því líklegt að ætla að börn utan af landi verði látin mæta afgangi. Staðan hjá öðrum stofnunum og einkaaðilum er lítið skárri, það telst eiginlega bara heppni að koma barni að innan ásættanlegs tíma. Ef eingöngu er horft til fullorðinna með ADHD, hefur ítrekað verið nefnt að geðteymi innan heilsugæslunnar geti gripið inn í. Staðreynd málsins er þó að í núverandi mynd er þeim ekki ætlað að meðhöndla ADHD, nema þá sem hluta af stærra vandamáli einstaklings. Í ofanálag eru geðteymin í núverandi mynd ekki fullfjármögnuð. Svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þeir tveir geðlæknar sem áður sinntu einu stöðugildi hjá ADHD teymi LSH gáfust upp vegna álags og fluttu sig yfir til fyrrnefndra geðteyma. Vissulega gæti einkageirinn fyllt hér upp í skarðið. En þá verður fjármagn að fylgja. Það er einfaldlega ekki boðlegt að íslenskt velferðarkerfi ætlist til að foreldrar barna og fullorðnir einstaklinga með raskanir á borð við ADHD greiði þann kostnað úr eigin vasa. Að auki má hæglega sýna fram á að skortur á þjónustu og endalausir biðlistar skapa mikinn kostnað fyrir samfélagið allt. Hagrænan og félagslegan kostnað sem hæglega má forðast með snemmtæku inngripi af ýmsum toga. Lausnir sem um leið leggja grunn að mun heilbrigðara samfélagi öllum til góðs. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru ekki náttúrulögmál heldur afleiðing af vanfjármögnun og skorti á stefnumörkun til lengri tíma. Þess vegna er gott að vita til þess að mögulegir þingmenn næstu ára séu sammála um að uppræta vandann og þurfa einungis að sammælast um bestu leiðir. Um leið syngja í kollinum orð tveggja leikpersóna sem í lok hvers dags segja við hvorn annan „förum“ og hinn svara „já, förum.” En fara hvergi og bíða enn eftir Godot. Ég kýs þó að vera bjartsýnn um framhaldið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki. Staðan er grafalvarleg. Samkvæmt nýlegum tölum frá Þroska- og hegðunarstöð [ÞHS] bættust 360 börn við biðlistann í ár, sem þegar taldi 304 börn frá fyrra ári. Biðtíminn nálgast því 2 ár. Hjá ADHD teymi LSH bíða um 700 fullorðið einstaklingar, biðtíminn er um 3 ár og þar sem enginn geðlæknir er lengur í teyminu tekur síðar við enn lengri bið ef íhuga á lyfjameðferð. Síðara dæmið tekur þó eingöngu til ADHD og mann óar hreinlega við að íhuga heildarfjöldan þar sem aðrar raskanir koma til. Hvað ÞHS varðar þá er vert að hafa í huga að stöðin er hluti af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hefur lengi verið ætlað að sjá líka um landsbyggðina. Í núverandi stöðu er því líklegt að ætla að börn utan af landi verði látin mæta afgangi. Staðan hjá öðrum stofnunum og einkaaðilum er lítið skárri, það telst eiginlega bara heppni að koma barni að innan ásættanlegs tíma. Ef eingöngu er horft til fullorðinna með ADHD, hefur ítrekað verið nefnt að geðteymi innan heilsugæslunnar geti gripið inn í. Staðreynd málsins er þó að í núverandi mynd er þeim ekki ætlað að meðhöndla ADHD, nema þá sem hluta af stærra vandamáli einstaklings. Í ofanálag eru geðteymin í núverandi mynd ekki fullfjármögnuð. Svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þeir tveir geðlæknar sem áður sinntu einu stöðugildi hjá ADHD teymi LSH gáfust upp vegna álags og fluttu sig yfir til fyrrnefndra geðteyma. Vissulega gæti einkageirinn fyllt hér upp í skarðið. En þá verður fjármagn að fylgja. Það er einfaldlega ekki boðlegt að íslenskt velferðarkerfi ætlist til að foreldrar barna og fullorðnir einstaklinga með raskanir á borð við ADHD greiði þann kostnað úr eigin vasa. Að auki má hæglega sýna fram á að skortur á þjónustu og endalausir biðlistar skapa mikinn kostnað fyrir samfélagið allt. Hagrænan og félagslegan kostnað sem hæglega má forðast með snemmtæku inngripi af ýmsum toga. Lausnir sem um leið leggja grunn að mun heilbrigðara samfélagi öllum til góðs. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru ekki náttúrulögmál heldur afleiðing af vanfjármögnun og skorti á stefnumörkun til lengri tíma. Þess vegna er gott að vita til þess að mögulegir þingmenn næstu ára séu sammála um að uppræta vandann og þurfa einungis að sammælast um bestu leiðir. Um leið syngja í kollinum orð tveggja leikpersóna sem í lok hvers dags segja við hvorn annan „förum“ og hinn svara „já, förum.” En fara hvergi og bíða enn eftir Godot. Ég kýs þó að vera bjartsýnn um framhaldið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun