Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2021 10:01 Veðurstofan segir áfram vera reiknað með að hlaupið komi til með að ná hámarki við þjóðveg 1 á morgun. Vísir/RAX Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að vatnshæðamælir við Sveinstind sýni nú um 1.400 rúmmetrar á sekúndu þegar tekið sé tillit til þess að talsvert af hlaupvatni sé farið að flæða framhjá mælinum líkt og í fyrri hlaupum. „Mikið hefur hægt á vextinum frá því kl. 23 í gær. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og 2018. Hámarksrennsli hlaupsins 2018 var rúmir 2.000m3/sek.“ Nær hámarki við þjóðveginn á morgun Veðurstofan segir áfram vera reiknað með að hlaupið komi til með að ná hámarki við þjóðveg 1 á morgun. „Gera má ráð fyrir því að útbreiðsla hlaupsins komi til með að vaxa í byggð í sólarhring eða meira, eftir að hámarkrennsli er náð við Eldvatn. Íssjármælingar Jarðvísindastofnunar gefa til kynna að vatnsmagn hlaupsins úr eystri katlinum verði meira en 2018, því geta áhrif hlaupsins í byggð orðið svipuð og 2018, þrátt fyrir að hámarksrennsli nú verði mögulega minna. Við þetta bætist að hlaupið úr vestari katlinum og úrkoma að undanförnu gerir það að verkum að flóðasvæðið er mettað af vatni sem mun líklega auka útbreiðslu hlaupsins. Hlaupið óx nokkuð hratt í fyrstu og var vöxturinn við Sveinstind fyrstu 12 tímana mun hraðari en áður hefur sést. Þessi hraði vöxtur í gær gaf tilefni til þess að hafa áhyggjur af því hversu stórt hlaupið yrði. Líklegasta skýringin á hröðum vexti er sú að hlaupið úr eystri katlinum kemur í kjölfar hlaups úr þeim vestari. Vatnið á því greiðari leið undir jöklinum. Við þetta bætist að hlaupið ýtir vatni sem fyrir er í farveginum úr vestari katlinum á undan sér,“ segir á vef Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að vatnshæðamælir við Sveinstind sýni nú um 1.400 rúmmetrar á sekúndu þegar tekið sé tillit til þess að talsvert af hlaupvatni sé farið að flæða framhjá mælinum líkt og í fyrri hlaupum. „Mikið hefur hægt á vextinum frá því kl. 23 í gær. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og 2018. Hámarksrennsli hlaupsins 2018 var rúmir 2.000m3/sek.“ Nær hámarki við þjóðveginn á morgun Veðurstofan segir áfram vera reiknað með að hlaupið komi til með að ná hámarki við þjóðveg 1 á morgun. „Gera má ráð fyrir því að útbreiðsla hlaupsins komi til með að vaxa í byggð í sólarhring eða meira, eftir að hámarkrennsli er náð við Eldvatn. Íssjármælingar Jarðvísindastofnunar gefa til kynna að vatnsmagn hlaupsins úr eystri katlinum verði meira en 2018, því geta áhrif hlaupsins í byggð orðið svipuð og 2018, þrátt fyrir að hámarksrennsli nú verði mögulega minna. Við þetta bætist að hlaupið úr vestari katlinum og úrkoma að undanförnu gerir það að verkum að flóðasvæðið er mettað af vatni sem mun líklega auka útbreiðslu hlaupsins. Hlaupið óx nokkuð hratt í fyrstu og var vöxturinn við Sveinstind fyrstu 12 tímana mun hraðari en áður hefur sést. Þessi hraði vöxtur í gær gaf tilefni til þess að hafa áhyggjur af því hversu stórt hlaupið yrði. Líklegasta skýringin á hröðum vexti er sú að hlaupið úr eystri katlinum kemur í kjölfar hlaups úr þeim vestari. Vatnið á því greiðari leið undir jöklinum. Við þetta bætist að hlaupið ýtir vatni sem fyrir er í farveginum úr vestari katlinum á undan sér,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira