Skattar og hið siðaða samfélag Drífa Snædal skrifar 10. september 2021 14:01 Áhrifamestu ákvarðanirnar sem stjórnvöld taka þegar kreppa skellur á eru ekki endilega fyrstu viðbrögð heldur þær ákvarðanir sem teknar eru ári eða tveimur eftir kreppu. Það er þá sem átökin hefjast um hvernig skuli greiða fyrir aukin útgjöld til heilbrigðismála eða velferðarmála og hvernig beri að takast á við tekjufall ríkissjóðs. Þessi átök snerta grunninn í pólitík og fjalla um hvort nota eigi ferðina til að selja ríkiseigur eða hvort standa skuli vörð um velferðarkerfin og styrkja þau. „Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi,“ sagði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendel Holmes og flest tökum við undir þessa fullyrðingu. Það er svo aftur stöðugt deilumál hverjir eigi að greiða hvaða skatta og fyrir hvaða þjónustu. Við erum þó flest sammála um að þau sem eru frekar aflögufær greiði meira til samfélagsins og að skattkerfið eigi líka að þjóna sem jöfnunartæki. Í nýrri skýrslu ASÍ um skatta og ójöfnuð kemur fram að mjög miklar glufur eru til staðar í kerfinu okkar. Í reynd er það þannig að því meira sem þú átt, því meiri möguleika hefurðu til að greiða lægri skatta. Margir sem eru í aðstöðu til þess eru stórtækir í að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og greiða því lægri skatta. Að auki hefur verið dregið úr vægi skattaeftirlits en skattsvik kosta ríkið tugi milljarða ár hvert. Auðlegðarskattur hefur verið afnuminn en hann átti að réttlæta lægri fjármagnstekjuskatt á sínum tíma. Enn eru svo átök hjá okkur um gjald fyrir auðlindanýtingu, hvort sem það er fiskveiði, fiskeldi, framleiðsla raforku eða önnur nýting náttúrunnar. Það er ekki markmið í sjálfu sér að leggja á hærri skatta en það er skýrt markmið og krafa samtaka launafólks að sterk opinber þjónusta sé fjármögnuð á sanngjarnan hátt. Enginn á að geta sagt sig úr siðuðu samfélagi í krafti auðs síns og eigna sem verða til með sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi launafólks. Skattamál eru stórmál, sérstaklega þegar kreppir að. Höfum það í huga þegar við greiðum atkvæði í þessum kosningum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Skattar og tollar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Áhrifamestu ákvarðanirnar sem stjórnvöld taka þegar kreppa skellur á eru ekki endilega fyrstu viðbrögð heldur þær ákvarðanir sem teknar eru ári eða tveimur eftir kreppu. Það er þá sem átökin hefjast um hvernig skuli greiða fyrir aukin útgjöld til heilbrigðismála eða velferðarmála og hvernig beri að takast á við tekjufall ríkissjóðs. Þessi átök snerta grunninn í pólitík og fjalla um hvort nota eigi ferðina til að selja ríkiseigur eða hvort standa skuli vörð um velferðarkerfin og styrkja þau. „Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi,“ sagði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendel Holmes og flest tökum við undir þessa fullyrðingu. Það er svo aftur stöðugt deilumál hverjir eigi að greiða hvaða skatta og fyrir hvaða þjónustu. Við erum þó flest sammála um að þau sem eru frekar aflögufær greiði meira til samfélagsins og að skattkerfið eigi líka að þjóna sem jöfnunartæki. Í nýrri skýrslu ASÍ um skatta og ójöfnuð kemur fram að mjög miklar glufur eru til staðar í kerfinu okkar. Í reynd er það þannig að því meira sem þú átt, því meiri möguleika hefurðu til að greiða lægri skatta. Margir sem eru í aðstöðu til þess eru stórtækir í að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og greiða því lægri skatta. Að auki hefur verið dregið úr vægi skattaeftirlits en skattsvik kosta ríkið tugi milljarða ár hvert. Auðlegðarskattur hefur verið afnuminn en hann átti að réttlæta lægri fjármagnstekjuskatt á sínum tíma. Enn eru svo átök hjá okkur um gjald fyrir auðlindanýtingu, hvort sem það er fiskveiði, fiskeldi, framleiðsla raforku eða önnur nýting náttúrunnar. Það er ekki markmið í sjálfu sér að leggja á hærri skatta en það er skýrt markmið og krafa samtaka launafólks að sterk opinber þjónusta sé fjármögnuð á sanngjarnan hátt. Enginn á að geta sagt sig úr siðuðu samfélagi í krafti auðs síns og eigna sem verða til með sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi launafólks. Skattamál eru stórmál, sérstaklega þegar kreppir að. Höfum það í huga þegar við greiðum atkvæði í þessum kosningum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun