Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest Halla Helgadóttir skrifar 13. september 2021 08:01 Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Halla Helgadóttir Arkitektúr Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar