500 megi koma saman og opnunartími skemmtistaða lengist Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 18:31 Þórólfur skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í gær. vísir/sigurjón Sóttvarnalæknir leggur til talsverðar tilslakanir á öllum samkomutakmörkunum innanlands í minnisblaði sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur. „Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
„Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira