Börn án tækifæra Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 14. september 2021 16:31 Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun