Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 22:31 Þjóðverjinn fagnaði vel og innilega í leikslok. Shaun Botterill/Getty Images Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira