Oddvitaáskorunin: „Pabbi var svo reiður að löggan fór að afsaka mig“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2021 09:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðmundur Franklín Jónsson leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum. Guðmundur Franklín Jónsson f. 31. október 1963, viðskipta- og hagfræðingur. Eftir nám á Íslandi og í Bandaríkjunum starfaði Guðmundur á Wall Street sem First Vice President hjá Oppenheimer & Co. og síðar sem Managing Director hjá Burnham Securities & Co., Inc. og Brunham Asset Management & Co., Inc. Hann hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála og stjórnun fyrirtækja. Árið 2003 flutti hann til Prag, höfuðborgar Tékklands og stofnaði Bellagio Hotel Prague. Hann hefur einnig starfað í ýmsum nefndum og stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka tengdum störfum sínum og hefur í gegnum árin kynnt fjárfestingarkosti fyrir Íslendingum í hlutabréfum, skuldabréfum, almennum iðnaði, hátækni og öðrum viðskiptaafurðum. Síðar stundaði Guðmundur meistaranám í alþjóðastjórnmálum og hagfræði við Charles University, Tékklandi. Vann hann þar við rannsóknir á falli kommúnismans og þeim breytingum og spillingu sem skapaðist í þjóðfélögum Mið- og Austur Evrópu með áherslu á spillingu á einkavæðingu og einkavæðingarferli ríkisfyrirtækja- og stofnana og þær gríðarlegu þjóðfélagslegu breytingar sem sköpuðust í kjölfarið eftir eignaupptöku og hartnær fimm áratuga langa ógnar- og alræðisstjórn sósíalista/kommúnista. Í Mið- og Austur Evrópu kynntist Guðmundur hversu hræðilega sósíalistar/kommúnistar gengu um umhverfi sitt, náttúru og auðlindir og eftir þá eldskírn hefur hann verið umhverfisverndarsinni. Guðmundur er með leiðsögumannaprófi frá Ferðamálaskóla Íslands og starfaði í nokkur ár sem hótelstjóri á Hotel Klippen á Borgundarhólmi. Í Covid kom Guðmundur heim til Íslands, ákvað að eyða tíma sínum í að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands en fékk ekki kosningu. Hann státar sig þó af meira fylgi en Framsóknarflokkurinn :-) Eftir þá skemmtilegu framboðsreynslu ákvað hann, fylgismenn hans, vinir og kunningjar að halda baráttunni áfram gegn uppgangi sósíalismans, spillingu og óréttlæti í samfélaginu og stofnuðu Frjálslynda lýðræðisflokkinn XO sem býður nú fram í fyrsta skipti til Alþingis. þann 25 september nk. MYND Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Lakagígar, Þingvellir og Þórsmörk. Þetta er erfiðasta spurning sem ég hef fengið. Hvað færðu þér í bragðaref? Banana og þeyttan rjóma, stundum kirsuberjasósu en nú hefur XO lakkrístoppurinn frá Kjörís tekið við af Bragðarefnum. Uppáhalds bók? „Ævintýri góða dátans Svejks“ Höfundur: Jaroslav Hazek. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Ég vil ganga minn veg” með Einari „áttavillta” Ólafssyni. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Fljótsdalshéraði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Forsetaframboð. Hvað tekur þú í bekk? 50 - 100 fer eftir því hvenær var vigtað. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ljónatemjari. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hvar fékkstu þessa klippingu? Uppáhalds tónlistarmaður? Bubb Morthens. Besti fimmaurabrandarinn? Hittumst í horninu, sagði veggurinn við hinn vegginn. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar löggan kom heim til mín að leita að mér fyrir að hafa brotið rúðu á róló, ég var 10 ára. Pabbi var svo reiður að löggan fór að afsaka mig. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Ronald Reagan. Besta íslenska Eurovision-lagið? Híf upp sagði karlinn, inn með trollið inn. Með Bubba Morthens Besta frí sem þú hefur farið í? Hef aldrei farið í besta frí, veit ekki hvað það er. Þegar ég held að ég sé í besta fríi, þá er ég endalaust truflaður vegna þess að þá heldur fólk að ég hafi tíma fyrir það og þeirra vandamál. Uppáhalds þynnkumatur? Rónasteik með eggi og hashbrowns. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Að minnsta kosti 10 sinnum. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Senan um Gúnda rannsóknarlögreglumann. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar við festum kennslustofu hurðina og enginn komst í tíma. Var ekki rekinn en mikið skammaður. Rómantískasta uppátækið? Úff, ég er rangur maður að spyrja þessar spurningar, þú finnur ekki órómastískari mann en mig, ég hata demanta, rósir, ferðalög, dinnera osfrv. en ef einhver kona er þarna úti sem getur æft mig upp þá er ég game. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum. Guðmundur Franklín Jónsson f. 31. október 1963, viðskipta- og hagfræðingur. Eftir nám á Íslandi og í Bandaríkjunum starfaði Guðmundur á Wall Street sem First Vice President hjá Oppenheimer & Co. og síðar sem Managing Director hjá Burnham Securities & Co., Inc. og Brunham Asset Management & Co., Inc. Hann hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála og stjórnun fyrirtækja. Árið 2003 flutti hann til Prag, höfuðborgar Tékklands og stofnaði Bellagio Hotel Prague. Hann hefur einnig starfað í ýmsum nefndum og stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka tengdum störfum sínum og hefur í gegnum árin kynnt fjárfestingarkosti fyrir Íslendingum í hlutabréfum, skuldabréfum, almennum iðnaði, hátækni og öðrum viðskiptaafurðum. Síðar stundaði Guðmundur meistaranám í alþjóðastjórnmálum og hagfræði við Charles University, Tékklandi. Vann hann þar við rannsóknir á falli kommúnismans og þeim breytingum og spillingu sem skapaðist í þjóðfélögum Mið- og Austur Evrópu með áherslu á spillingu á einkavæðingu og einkavæðingarferli ríkisfyrirtækja- og stofnana og þær gríðarlegu þjóðfélagslegu breytingar sem sköpuðust í kjölfarið eftir eignaupptöku og hartnær fimm áratuga langa ógnar- og alræðisstjórn sósíalista/kommúnista. Í Mið- og Austur Evrópu kynntist Guðmundur hversu hræðilega sósíalistar/kommúnistar gengu um umhverfi sitt, náttúru og auðlindir og eftir þá eldskírn hefur hann verið umhverfisverndarsinni. Guðmundur er með leiðsögumannaprófi frá Ferðamálaskóla Íslands og starfaði í nokkur ár sem hótelstjóri á Hotel Klippen á Borgundarhólmi. Í Covid kom Guðmundur heim til Íslands, ákvað að eyða tíma sínum í að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands en fékk ekki kosningu. Hann státar sig þó af meira fylgi en Framsóknarflokkurinn :-) Eftir þá skemmtilegu framboðsreynslu ákvað hann, fylgismenn hans, vinir og kunningjar að halda baráttunni áfram gegn uppgangi sósíalismans, spillingu og óréttlæti í samfélaginu og stofnuðu Frjálslynda lýðræðisflokkinn XO sem býður nú fram í fyrsta skipti til Alþingis. þann 25 september nk. MYND Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Lakagígar, Þingvellir og Þórsmörk. Þetta er erfiðasta spurning sem ég hef fengið. Hvað færðu þér í bragðaref? Banana og þeyttan rjóma, stundum kirsuberjasósu en nú hefur XO lakkrístoppurinn frá Kjörís tekið við af Bragðarefnum. Uppáhalds bók? „Ævintýri góða dátans Svejks“ Höfundur: Jaroslav Hazek. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Ég vil ganga minn veg” með Einari „áttavillta” Ólafssyni. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Fljótsdalshéraði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Forsetaframboð. Hvað tekur þú í bekk? 50 - 100 fer eftir því hvenær var vigtað. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ljónatemjari. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hvar fékkstu þessa klippingu? Uppáhalds tónlistarmaður? Bubb Morthens. Besti fimmaurabrandarinn? Hittumst í horninu, sagði veggurinn við hinn vegginn. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar löggan kom heim til mín að leita að mér fyrir að hafa brotið rúðu á róló, ég var 10 ára. Pabbi var svo reiður að löggan fór að afsaka mig. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Ronald Reagan. Besta íslenska Eurovision-lagið? Híf upp sagði karlinn, inn með trollið inn. Með Bubba Morthens Besta frí sem þú hefur farið í? Hef aldrei farið í besta frí, veit ekki hvað það er. Þegar ég held að ég sé í besta fríi, þá er ég endalaust truflaður vegna þess að þá heldur fólk að ég hafi tíma fyrir það og þeirra vandamál. Uppáhalds þynnkumatur? Rónasteik með eggi og hashbrowns. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Að minnsta kosti 10 sinnum. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Senan um Gúnda rannsóknarlögreglumann. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar við festum kennslustofu hurðina og enginn komst í tíma. Var ekki rekinn en mikið skammaður. Rómantískasta uppátækið? Úff, ég er rangur maður að spyrja þessar spurningar, þú finnur ekki órómastískari mann en mig, ég hata demanta, rósir, ferðalög, dinnera osfrv. en ef einhver kona er þarna úti sem getur æft mig upp þá er ég game.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira