Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 10:30 Jordan Henderson var hylltur sérstaklega á Anfield í gærkvöld en hann skoraði sigurmark leiksins. Getty/Shaun Brooks „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. Ólafur er stuðningsmaður Liverpool en var í fyrsta sinn að mæta í hið mikla vígi sem Anfield er, ekki síst á Evrópukvöldi: „Hérna var gríðarleg stemning. Maður skynjar að þetta fólk sem hér er að horfa á leikinn skilur fótboltann og hvetur liðið sitt áfram. Það hvetur líka þegar hlutir gerast sem að því líkar; þegar einhver hleypur til baka eða vinnur tæklingu og svo framvegis,“ sagði Ólafur. Klippa: Óli Kristjáns á Anfield í fyrsta sinn „Það er augljóst að menn fá mismikla hvatningu. Það voru tvær hetjur teknar af velli, Henderson og Salah, og klárt að það eru stærstu stjörnurnar,“ bætti hann við. Þetta var vissulega fyrsta heimsókn Ólafs á Anfield en ekki sú síðasta: „Ég á pottþétt eftir að koma aftur. Úrslitin voru góð en ég held að svona í fyrsta skipti þá hafi það verið upplifunin sem stendur upp úr; að koma loksins á þennan stað.“ Ólafur og Guðmundur Benediktsson voru á hliðarlínunni á Anfield í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir og eftir leik. Ólafur fór yfir málin í hálfleik en þá var staðan 2-1 fyrir AC Milan, sem var engan veginn í spilunum eftir fyrstu 20 mínútur leiksins eins og Ólafur benti á: Klippa: Óli Kristjáns í hálfleik á Anfield Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ólafur er stuðningsmaður Liverpool en var í fyrsta sinn að mæta í hið mikla vígi sem Anfield er, ekki síst á Evrópukvöldi: „Hérna var gríðarleg stemning. Maður skynjar að þetta fólk sem hér er að horfa á leikinn skilur fótboltann og hvetur liðið sitt áfram. Það hvetur líka þegar hlutir gerast sem að því líkar; þegar einhver hleypur til baka eða vinnur tæklingu og svo framvegis,“ sagði Ólafur. Klippa: Óli Kristjáns á Anfield í fyrsta sinn „Það er augljóst að menn fá mismikla hvatningu. Það voru tvær hetjur teknar af velli, Henderson og Salah, og klárt að það eru stærstu stjörnurnar,“ bætti hann við. Þetta var vissulega fyrsta heimsókn Ólafs á Anfield en ekki sú síðasta: „Ég á pottþétt eftir að koma aftur. Úrslitin voru góð en ég held að svona í fyrsta skipti þá hafi það verið upplifunin sem stendur upp úr; að koma loksins á þennan stað.“ Ólafur og Guðmundur Benediktsson voru á hliðarlínunni á Anfield í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir og eftir leik. Ólafur fór yfir málin í hálfleik en þá var staðan 2-1 fyrir AC Milan, sem var engan veginn í spilunum eftir fyrstu 20 mínútur leiksins eins og Ólafur benti á: Klippa: Óli Kristjáns í hálfleik á Anfield Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02
Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00
Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00