Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2021 16:19 Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þórs í dag. vísir/bára Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24. Sigurður Bragason þjálfari ÍBV var að vonum svekktur eftir leikinn en gat ekki annað en grínast með að nú þyrfti Martha að fara að hætta. Hún væri of góð. „Hann var að segja að ég þyrfti að fara að hætta þessu. Ég sagði við hann að þetta væri bara svo gaman, hann þekkti það en þetta er frábær sigur. Rut meiddist auðvitað í síðasta leik þannig við hinar þurftum að stíga aðeins upp og taka aðeins meira til okkar. Þá mæðir oft aðeins meira á þessum eldri og reyndari, ég tel mig vera í þeim hóp þannig ég tók það bara og það gekk bara mjög vel,“ sagði Martha kampakát eftir leikinn. Martha var meidd nánast allt síðasta tímabil en gat hjálpað KA/Þór í úrslitakeppninni sem endaði með Íslandsmeistaratitlinum. „Ég er bara loksins góð. Ég kom inn í úrslitakeppnina í fyrra og var frekar óörugg þar sem ég var að stíga upp úr meiðslunum. Maður þorir ekki alveg að beita sér 100% en ég æfði vel í sumar og ég held ég sé bara í toppstandi.“ Spurð út í það hvort Sigurði verði að ósk sinni að hún hætti, brosti Martha og hafði þetta að segja, „Nei honum verður ekki að ósk sinni í ár og jafnvel ekki heldur á næsta ári því ég er að hugsa um að vera með þá líka.“ Leikurinn var mikill spennutryllir og skiptust liðin á að halda í forystuna. „Já þetta var svakalegur leikur. Það var einn aðili að segja mér hérna áðan að það skiptist tólf sinnum á forystunni í leiknum. Þannig forystan var fram og til baka og það sýnir bara að þetta eru jöfn lið. Við vorum dálítið að leka í fyrri hálfleik. Við erum vanar að spila góðan varnarleik og ná góðum hraðaupphlaupum en þær voru að skora dálítið á okkur. Sem betur fer var Matea geggjuð í markinu, hún bjargaði okkur oft á ögurstundum annars hefðu þær jafnvel náð meiri forystu. Við náðum svo að komast yfir í seinni hálfleik og þær jöfnuðu svo aftur. Þannig liðin voru mikið að skiptast á og það sýnir bara að þetta eru tvö geggjuð lið með góða markvörslu.“ Spurð út í deildina telur Martha að það verði fleiri lið sem geti keppt að titlinum. „Þetta verður bara rosalega skemmtileg deild. Það eru mörg lið búinn að styrkja sig og stíga upp. Ég held að allir leikir verði bara baráttuleikir og það verður barátta um að komast í úrslitakeppnina.“ Markmið liðsins og hennar eru klár fyrir mótið. „Við erum búnar að setja okkur það markmið að vera í úrslitakeppninni. Það er erfitt að koma inn í deild og verja titill. Eins og þær sögðu í Seinni Bylgjunni þá var þetta kannski auðveldara í fyrra hjá okkur þar sem við komum frekar óvænt og það var í raun lítill pressa. Nú er pressa á okkur þar sem við erum Íslandsmeistarar en við erum bara með það sterkann hóp að við ætlum að standast þessa pressu og stefnum auðvitað á titilinn aftur. Það sem ég stefni að er að vera heil og vera með, geta spilað og hjálpað liðinu eins og ég get.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. 18. september 2021 15:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Sigurður Bragason þjálfari ÍBV var að vonum svekktur eftir leikinn en gat ekki annað en grínast með að nú þyrfti Martha að fara að hætta. Hún væri of góð. „Hann var að segja að ég þyrfti að fara að hætta þessu. Ég sagði við hann að þetta væri bara svo gaman, hann þekkti það en þetta er frábær sigur. Rut meiddist auðvitað í síðasta leik þannig við hinar þurftum að stíga aðeins upp og taka aðeins meira til okkar. Þá mæðir oft aðeins meira á þessum eldri og reyndari, ég tel mig vera í þeim hóp þannig ég tók það bara og það gekk bara mjög vel,“ sagði Martha kampakát eftir leikinn. Martha var meidd nánast allt síðasta tímabil en gat hjálpað KA/Þór í úrslitakeppninni sem endaði með Íslandsmeistaratitlinum. „Ég er bara loksins góð. Ég kom inn í úrslitakeppnina í fyrra og var frekar óörugg þar sem ég var að stíga upp úr meiðslunum. Maður þorir ekki alveg að beita sér 100% en ég æfði vel í sumar og ég held ég sé bara í toppstandi.“ Spurð út í það hvort Sigurði verði að ósk sinni að hún hætti, brosti Martha og hafði þetta að segja, „Nei honum verður ekki að ósk sinni í ár og jafnvel ekki heldur á næsta ári því ég er að hugsa um að vera með þá líka.“ Leikurinn var mikill spennutryllir og skiptust liðin á að halda í forystuna. „Já þetta var svakalegur leikur. Það var einn aðili að segja mér hérna áðan að það skiptist tólf sinnum á forystunni í leiknum. Þannig forystan var fram og til baka og það sýnir bara að þetta eru jöfn lið. Við vorum dálítið að leka í fyrri hálfleik. Við erum vanar að spila góðan varnarleik og ná góðum hraðaupphlaupum en þær voru að skora dálítið á okkur. Sem betur fer var Matea geggjuð í markinu, hún bjargaði okkur oft á ögurstundum annars hefðu þær jafnvel náð meiri forystu. Við náðum svo að komast yfir í seinni hálfleik og þær jöfnuðu svo aftur. Þannig liðin voru mikið að skiptast á og það sýnir bara að þetta eru tvö geggjuð lið með góða markvörslu.“ Spurð út í deildina telur Martha að það verði fleiri lið sem geti keppt að titlinum. „Þetta verður bara rosalega skemmtileg deild. Það eru mörg lið búinn að styrkja sig og stíga upp. Ég held að allir leikir verði bara baráttuleikir og það verður barátta um að komast í úrslitakeppnina.“ Markmið liðsins og hennar eru klár fyrir mótið. „Við erum búnar að setja okkur það markmið að vera í úrslitakeppninni. Það er erfitt að koma inn í deild og verja titill. Eins og þær sögðu í Seinni Bylgjunni þá var þetta kannski auðveldara í fyrra hjá okkur þar sem við komum frekar óvænt og það var í raun lítill pressa. Nú er pressa á okkur þar sem við erum Íslandsmeistarar en við erum bara með það sterkann hóp að við ætlum að standast þessa pressu og stefnum auðvitað á titilinn aftur. Það sem ég stefni að er að vera heil og vera með, geta spilað og hjálpað liðinu eins og ég get.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. 18. september 2021 15:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. 18. september 2021 15:30