Þetta datt ekki fyrir okkur í dag Dagur Lárusson skrifar 19. september 2021 19:06 Óskar Hrafn var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn FH í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í dag. Á sama tíma og Breiðablik tapaði fyrir FH þá hafði Víkingur betur gegn KR í vesturbænum. Óskar vildi þó ekkert hugsa um þann leik í viðtali. „Ég vil ekkert vera að hugsa um það sem er að gerast hjá KR og Víking. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik og það er allra helst sú tilfinning sem er að berjast í brjósti mér þessa stundina,“ byrjaði Óskari á því að segja. Sóknarleikur Blika var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum var sóknarleikurinn betri. Óskar vildi þó ekki meina að hann hafði lagt til einhverjar stórar breytingar. „Nei svo sem ekki, við bara skerptum á ákveðnum hlutum og okkur fannst kannski vera smá hrollur í mönnum, eðlilega kannski, þannig við töluðum aðeins um það. Mér fannst seinni hálfleikurinn vera fínn hjá okkur og mér fannst við gera nóg til þess að fá eitthvað úr leiknum, en stundum er þetta bara svona.“ Blikar áttu dauðafæri undir lok leiks þar sem Jason Daði hitti ekki boltann fyrir opnu marki auk þess sem Árni Vilhjálmsson skaut vítaspyrnu sinni langt yfir markið. Óskar var því spurður hvort að Blikum hafi einfaldlega ekki verið ætlað að skora í dag. „Já það gæti vel verið, ágætlega orðað hjá þér, þetta einhvern veginn datt ekki fyrir okkur í dag,“ endaði Óskar Hrafn á að segja. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Á sama tíma og Breiðablik tapaði fyrir FH þá hafði Víkingur betur gegn KR í vesturbænum. Óskar vildi þó ekkert hugsa um þann leik í viðtali. „Ég vil ekkert vera að hugsa um það sem er að gerast hjá KR og Víking. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik og það er allra helst sú tilfinning sem er að berjast í brjósti mér þessa stundina,“ byrjaði Óskari á því að segja. Sóknarleikur Blika var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum var sóknarleikurinn betri. Óskar vildi þó ekki meina að hann hafði lagt til einhverjar stórar breytingar. „Nei svo sem ekki, við bara skerptum á ákveðnum hlutum og okkur fannst kannski vera smá hrollur í mönnum, eðlilega kannski, þannig við töluðum aðeins um það. Mér fannst seinni hálfleikurinn vera fínn hjá okkur og mér fannst við gera nóg til þess að fá eitthvað úr leiknum, en stundum er þetta bara svona.“ Blikar áttu dauðafæri undir lok leiks þar sem Jason Daði hitti ekki boltann fyrir opnu marki auk þess sem Árni Vilhjálmsson skaut vítaspyrnu sinni langt yfir markið. Óskar var því spurður hvort að Blikum hafi einfaldlega ekki verið ætlað að skora í dag. „Já það gæti vel verið, ágætlega orðað hjá þér, þetta einhvern veginn datt ekki fyrir okkur í dag,“ endaði Óskar Hrafn á að segja. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira