Keane hneykslaður á Kane: „Líkamstjáningin og frammistaðan, guð minn góður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 13:31 Roy Keane lét Harry Kane heyra það eftir leikinn gegn Chelsea. getty/Sebastian Frej Roy Keane fannst lítið til frammistöðu Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær koma. Og hann var sérstaklega hneykslaður á Harry Kane. Chelsea vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Þetta var annað 3-0 tap Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í röð eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína. „Chelsea voru frábærir. Við vitum hvað þeir geta núna. Miklir hæfileikar, mikil orka og mikill vilji. Þetta voru menn gegn drengjum. Ég trúði ekki hversu hversu lélegir Spurs voru,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. „Þú getur átt slæman dag og stundum taparðu fyrir betra liði en það vantaði allan vilja og það sást í öllum mörkunum. Tölum um að vilja fórna sér.“ Micah Richards benti á að Tottenham hefði spilað ágætlega í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Keane gaf lítið fyrir það. „Leikurinn er níutíu mínútna langur. Það skiptir ekki máli þótt þú hafir verið fínn í fyrri hálfleik. Þú þarft að komast í gegnum erfiða kafla. Þú reynir að þrauka,“ sagði Keane. "I'm pretty angry watching #THFC today..." "Kane's body language and performance today - oh my goodness." Roy Keane and Graeme Souness were *not* impressed with Tottenhampic.twitter.com/THzbTWKtRC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 20, 2021 Gamla Manchester United-hetjan lét Kane svo heyra það og dró hvergi af í gagnrýni sinni. „Chelsea er stórkostlegt lið. Við sáum það þegar varamennirnir komu inn á. Það truflar mig ekki að þeir hafi ekki verið nógu góðir og ég tel Kane þar með. Líkamstjáningin og frammistaðan hjá honum, guð minn góður. Ég varð frekar reiður að horfa á Spurs í dag.“ „Við sáum muninn sérstaklega í öðru markinu, viljann til að vilja vinna fótboltaleik. Chelsea vann boltann aftur en leikmenn Tottenham gerðu ekki grunnatriði leiksins, setja pressu á andstæðinginn og vilja fórna sér. Það kemur innan frá. Við getum kannski gagnrýnt þjálfarann og aðra hluti en pressaðu, fórnaðu þér.“ Næsti leikur Tottenham er gegn Wolves í 3. umferð enska deildabikarsins á miðvikudaginn. Tottenham mætir svo Arsenal í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Chelsea vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Þetta var annað 3-0 tap Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í röð eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína. „Chelsea voru frábærir. Við vitum hvað þeir geta núna. Miklir hæfileikar, mikil orka og mikill vilji. Þetta voru menn gegn drengjum. Ég trúði ekki hversu hversu lélegir Spurs voru,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. „Þú getur átt slæman dag og stundum taparðu fyrir betra liði en það vantaði allan vilja og það sást í öllum mörkunum. Tölum um að vilja fórna sér.“ Micah Richards benti á að Tottenham hefði spilað ágætlega í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Keane gaf lítið fyrir það. „Leikurinn er níutíu mínútna langur. Það skiptir ekki máli þótt þú hafir verið fínn í fyrri hálfleik. Þú þarft að komast í gegnum erfiða kafla. Þú reynir að þrauka,“ sagði Keane. "I'm pretty angry watching #THFC today..." "Kane's body language and performance today - oh my goodness." Roy Keane and Graeme Souness were *not* impressed with Tottenhampic.twitter.com/THzbTWKtRC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 20, 2021 Gamla Manchester United-hetjan lét Kane svo heyra það og dró hvergi af í gagnrýni sinni. „Chelsea er stórkostlegt lið. Við sáum það þegar varamennirnir komu inn á. Það truflar mig ekki að þeir hafi ekki verið nógu góðir og ég tel Kane þar með. Líkamstjáningin og frammistaðan hjá honum, guð minn góður. Ég varð frekar reiður að horfa á Spurs í dag.“ „Við sáum muninn sérstaklega í öðru markinu, viljann til að vilja vinna fótboltaleik. Chelsea vann boltann aftur en leikmenn Tottenham gerðu ekki grunnatriði leiksins, setja pressu á andstæðinginn og vilja fórna sér. Það kemur innan frá. Við getum kannski gagnrýnt þjálfarann og aðra hluti en pressaðu, fórnaðu þér.“ Næsti leikur Tottenham er gegn Wolves í 3. umferð enska deildabikarsins á miðvikudaginn. Tottenham mætir svo Arsenal í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira