Kvótann heim Georg Eiður Arnarson skrifar 20. september 2021 20:31 Ég hef aðeins að undanförnu verið spurður að því hvað þetta þýði í stefnu Flokks fólksins, kvótann heim? Svarið er nokkuð margþætt, en sem dæmi: Að sjálfsögðu viljum við að þeir sem lögðu grunninn að sjávarbyggðum og uppbyggingu landsins á sínum tíma þ.e.a.s. trilluútgerðir á landsvísu geti haldið áfram að lifa og dafna á landsbyggðinni, en séu ekki bara keyptar upp af stórútgerðinni sem hefur aðgang að bönkunum. Liður í því er m.a. að koma á frjálsum handfæraveiðum, en ég er ekki talsmaður einhverra öfga og hef því talað fyrir því að byrja á því að lengja núverandi strandveiðikerfi með því að bæta við hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta og tryggja þannig strax 6 mánuði í vor, apríl til og með september. Hins vegar er það eitt af forgangsmálum Flokks fólksins að gefa handfæraveiðar alfarið frjálsar. Kvótann heim þýðir líka, að þjóðin fái sanngjarnann arð af auðlindinni, tökum dæmi: Í dag eru veiðigjöldin á þorski liðlega 16 krónur á kílóið. Flest stærstu útgerðarfyrirtækin leigja frá sér aflaheimildir og þar hefur leigan verið upp undir 300 kr. á kílóið, stóran hluta á síðasta fiskveiðiári og mun klárlega hækka á því næsta sökum niðurskurðar Hafró. En hvað á þá veiðigjaldið að vera? Klárlega ættu þeir sem stunda það að leigja frá sér aflaheimildir að greiða veiðigjöld fyrir aðganginn að sjávarauðlindinni en hvert það veiðigjald ætti að vera liggur ekki ljóst fyrir, en ég tel þó að það væri best að hafa það sem fasta prósentu en krónutölu. Lykilatriðið er þó fyrst og fremst að losna við þetta andskotans kvótaleigubrask. En kvótann heim þýðir líka að í bæjarfélagi eins og mínu sem er Vestmannaeyjabær, hafa frá hruni, eftir því sem ég best veit, verið seld í burtu úr byggðalaginu, á annan tug þúsunda aflaheimilda. Sumir af þessum bátum landa vissulega hér hluta af árinu, en eignarhaldið á kvótanum er farið. Við viljum fá það aftur heim. En hvar liggja hagsmunir sjómanna þegar kemur að stefnu Flokks fólksins? Það er mjög auðvelt að svara því. Við viljum skilja á milli veiða og vinnslu og verð á afla á að miðast við markaðsverð á hverjum tíma sem klárlega myndi hækka tekjur sjómanna verulega. Með því losna sjómenn við að ísa yfir fisk sem settur er í gáma og seldur úr landi af fyrirtækjunum, en sjómennirnir fá aðeins verðlagsstofuverðið. En hvernig kemur þá stefna Flokks fólksins í sjávarútvegsmálum út fyrir starfsfólk frystihúsanna? Lykilatriðið í þessu er að við komumst að því hvað er raunverulega mikið af fiski í hafinu í kringum Ísland. Um leið með því að fækka kvótabundnum tegundum, verður framboðið um miklu meira en það er í dag og um leið eru mun meiri möguleikar á sérhæfingu í vinnslu á tegundum sem nú eru vannýttar (sjá grein mína: Hvernig getum við bætt Íslenskan sjávarútveg). Sama má segja um skoðun mína varðandi uppsjávarveiðar þar sem ég set fram þá hugmynd að settur verði á lágmarkskvóti í loðnuveiðum til þriggja ára, sem myndi um leið tryggja bæði útgerð og vinnslu ákveðinn og mun meiri stöðugleika en í dag. Ég var spurður að því um daginn, hvers vegna að setja á lágmarksloðnukvóta til þriggja ára í ljósi þess, að hér erum við eiginlega bara með tæplega hálfa loðnuvertíð síðustu þrjú árin. Mig langar til að svara því sérstaklega. Tökum síðustu 2 árin. Árið 2020 er engin loðna veidd. Hafró fann ekki nægilegt magn til þess að hægt væri að leyfa veiðar og lauk rannsóknum sínum eftir því sem ég veit best um miðjan mars 2020. En merkilegt nokk, um miðjan apríl sama ár fyllast allir firðir af loðnu fyrir norðan land og ekki bara það, heldur rak töluvert af loðnu á land í Færeyjum. Varðandi þessa loðnu fyrir norðan, þá man ég ekki betur en að fiskifræðingar hafi einhvern tímann látið hafa eftir sér að ef hlýnunin héldi áfram, þá gæti hugsanlega komið sá tími að loðnan gengi ekki sinn vanalega hring. Loðnuvertíðin 2021. Um mánaðarmótin jan/febr. gáfu fiskifræðingar það út, að ekki hefði mælst nægilega mikið af loðnu til þess að leyfa veiðar og útlitið væri ekki gott vegna þess að eina óvissan væri hvað mikið væri af loðnu undir ísröndinni fyrir norðan land. 6 dögum síðar finnst stór loðnutorfa fyrir austan land og skyndilega eru leyfðar veiðar, reyndar mjög litlar, en nokkrir skipstjórar hér í Eyjum orðuðu það við mig í mars mánuði að það væri ekki eins og loðnan gengi bara með landinu, heldur virtist hún á köflum koma upp úr köntunum. Veruleikinn er sá, að þó svo að ég hafi verið sjómaður hér í Vestmannaeyjum liðlega 35 ár, þá er ég enn að læra og ég er nú farinn að hallast að því að fiskurinn fari ekki eftir einhverri reglustiku, ekki frekar en sjórinn og þess vegna m.a. hef ég kallað eftir því að sjónarmið sjómannsins fái rödd á Alþingi íslendinga. Það er ekki síst vegna þessa sem ég er í framboði nú. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjávarútvegur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ég hef aðeins að undanförnu verið spurður að því hvað þetta þýði í stefnu Flokks fólksins, kvótann heim? Svarið er nokkuð margþætt, en sem dæmi: Að sjálfsögðu viljum við að þeir sem lögðu grunninn að sjávarbyggðum og uppbyggingu landsins á sínum tíma þ.e.a.s. trilluútgerðir á landsvísu geti haldið áfram að lifa og dafna á landsbyggðinni, en séu ekki bara keyptar upp af stórútgerðinni sem hefur aðgang að bönkunum. Liður í því er m.a. að koma á frjálsum handfæraveiðum, en ég er ekki talsmaður einhverra öfga og hef því talað fyrir því að byrja á því að lengja núverandi strandveiðikerfi með því að bæta við hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta og tryggja þannig strax 6 mánuði í vor, apríl til og með september. Hins vegar er það eitt af forgangsmálum Flokks fólksins að gefa handfæraveiðar alfarið frjálsar. Kvótann heim þýðir líka, að þjóðin fái sanngjarnann arð af auðlindinni, tökum dæmi: Í dag eru veiðigjöldin á þorski liðlega 16 krónur á kílóið. Flest stærstu útgerðarfyrirtækin leigja frá sér aflaheimildir og þar hefur leigan verið upp undir 300 kr. á kílóið, stóran hluta á síðasta fiskveiðiári og mun klárlega hækka á því næsta sökum niðurskurðar Hafró. En hvað á þá veiðigjaldið að vera? Klárlega ættu þeir sem stunda það að leigja frá sér aflaheimildir að greiða veiðigjöld fyrir aðganginn að sjávarauðlindinni en hvert það veiðigjald ætti að vera liggur ekki ljóst fyrir, en ég tel þó að það væri best að hafa það sem fasta prósentu en krónutölu. Lykilatriðið er þó fyrst og fremst að losna við þetta andskotans kvótaleigubrask. En kvótann heim þýðir líka að í bæjarfélagi eins og mínu sem er Vestmannaeyjabær, hafa frá hruni, eftir því sem ég best veit, verið seld í burtu úr byggðalaginu, á annan tug þúsunda aflaheimilda. Sumir af þessum bátum landa vissulega hér hluta af árinu, en eignarhaldið á kvótanum er farið. Við viljum fá það aftur heim. En hvar liggja hagsmunir sjómanna þegar kemur að stefnu Flokks fólksins? Það er mjög auðvelt að svara því. Við viljum skilja á milli veiða og vinnslu og verð á afla á að miðast við markaðsverð á hverjum tíma sem klárlega myndi hækka tekjur sjómanna verulega. Með því losna sjómenn við að ísa yfir fisk sem settur er í gáma og seldur úr landi af fyrirtækjunum, en sjómennirnir fá aðeins verðlagsstofuverðið. En hvernig kemur þá stefna Flokks fólksins í sjávarútvegsmálum út fyrir starfsfólk frystihúsanna? Lykilatriðið í þessu er að við komumst að því hvað er raunverulega mikið af fiski í hafinu í kringum Ísland. Um leið með því að fækka kvótabundnum tegundum, verður framboðið um miklu meira en það er í dag og um leið eru mun meiri möguleikar á sérhæfingu í vinnslu á tegundum sem nú eru vannýttar (sjá grein mína: Hvernig getum við bætt Íslenskan sjávarútveg). Sama má segja um skoðun mína varðandi uppsjávarveiðar þar sem ég set fram þá hugmynd að settur verði á lágmarkskvóti í loðnuveiðum til þriggja ára, sem myndi um leið tryggja bæði útgerð og vinnslu ákveðinn og mun meiri stöðugleika en í dag. Ég var spurður að því um daginn, hvers vegna að setja á lágmarksloðnukvóta til þriggja ára í ljósi þess, að hér erum við eiginlega bara með tæplega hálfa loðnuvertíð síðustu þrjú árin. Mig langar til að svara því sérstaklega. Tökum síðustu 2 árin. Árið 2020 er engin loðna veidd. Hafró fann ekki nægilegt magn til þess að hægt væri að leyfa veiðar og lauk rannsóknum sínum eftir því sem ég veit best um miðjan mars 2020. En merkilegt nokk, um miðjan apríl sama ár fyllast allir firðir af loðnu fyrir norðan land og ekki bara það, heldur rak töluvert af loðnu á land í Færeyjum. Varðandi þessa loðnu fyrir norðan, þá man ég ekki betur en að fiskifræðingar hafi einhvern tímann látið hafa eftir sér að ef hlýnunin héldi áfram, þá gæti hugsanlega komið sá tími að loðnan gengi ekki sinn vanalega hring. Loðnuvertíðin 2021. Um mánaðarmótin jan/febr. gáfu fiskifræðingar það út, að ekki hefði mælst nægilega mikið af loðnu til þess að leyfa veiðar og útlitið væri ekki gott vegna þess að eina óvissan væri hvað mikið væri af loðnu undir ísröndinni fyrir norðan land. 6 dögum síðar finnst stór loðnutorfa fyrir austan land og skyndilega eru leyfðar veiðar, reyndar mjög litlar, en nokkrir skipstjórar hér í Eyjum orðuðu það við mig í mars mánuði að það væri ekki eins og loðnan gengi bara með landinu, heldur virtist hún á köflum koma upp úr köntunum. Veruleikinn er sá, að þó svo að ég hafi verið sjómaður hér í Vestmannaeyjum liðlega 35 ár, þá er ég enn að læra og ég er nú farinn að hallast að því að fiskurinn fari ekki eftir einhverri reglustiku, ekki frekar en sjórinn og þess vegna m.a. hef ég kallað eftir því að sjónarmið sjómannsins fái rödd á Alþingi íslendinga. Það er ekki síst vegna þessa sem ég er í framboði nú. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun